Skólablaðið - 01.01.1914, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.01.1914, Blaðsíða 2
2 SKÓLABLAÐIÐ Fornmálin og Mentaskólinn. þó að nýja danska mentaskólafyrirkomulagið sé ekki nema fárra ára gamalt, hefur það þó orðið fyrir allmiklum árásum, og það frá ekki ómætari mönnum en mörgum helstu háskólakennurum Dana. þeir telja þá nemendur, er til háskólans hafa komið síðari árin, standa eldri stúdentum mjög að baki að allri mentun og andlegum þroska; þeirséu yfirleitt ófærari til erfiðs náms, kunna ekki að læra. þessa afturför kenna þeir þeirri aðalbreyting á fyrirkomulagi skól- anna, að kensla í grísku og latínu var sumpart afnumin með öllu eða mjög takmörkuð. Lík breytíng og gerð var í Danmörku og Noregi, var gerð á fyrirkomulagi gamla Latínuskólans okkar. Grísku- kensla var algerlega afnumin, og latínukensla minkuð um helming, en í stað þess aukin kensla í ýmsum öðrum náms- greinum, aðallega ensku, svo að hún er nú aðalnámsgreinin við skólann, og er ætlast til að nemendum sé kent að tala hana og rita. það var við búið, að koma mundu fram hér likar að- finningar og í Danmörku; enda hefur ekki á þeim staðið. Síðasta sunnudag fyrir jól hélt Árni sagnfræðingur Pálsson alþýðufyrirlestur með fyrirsögninni Fornmálin og Mentaskólinn. Hann fór fyrst nokkrum orðum um þær margvíslegu breytingar, er gerðar hafa verið hér á landi síðan um aldamót, og taldi vafasamt, hvort þær væru allar fil framfara; það gæti framtíðin ein sýnt. Ein af þeim breyt- ingum, er gerðar hefðu verið, væri breytingin á reglugerð Mentaskólans, „burtrekstur fornmálanna úr skólanum og þar með úr landinu". þessa breytingu taldi hann ekki aðeins óþarta, heldur skaðlega. Latínan hefði frá byrjun verið aðalnámsgreinin við þessa helstu mentastofnun okkar, og latínuþekking aðalundirstaðan undir öliu vísindalífi okkar. Enda væri latínukunnátta nauðsynleg hverjum vísindamanni. Latínunámið með þeirri þaulreyndu kensluaðferð, sem notuð var, nákvæmri sundurliðun á allri byggingu málsins, hefði verið undirstaðan undir öllu öðru námi við skólann, enda

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.