Skólablaðið - 01.06.1914, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.06.1914, Blaðsíða 3
SKÖLABLAÐIÐ 83 1900—1901 dvaldi hún erlendis á »Statens Lærekursus« í Khöfn. Hún gaf út 1896: Æfingar í réttritun fyrir börn. Hún andaðist eftir viku legu fimtudaginn 26. febrúar síðastl. Kristín sál. var skarpgáfuð kona og skörungur í gerð, sem hún átti kyn til, siðavönd og grandvör í hegðun allri, hugsaði jafnan skýrt og vandlega. Hún var fríðleikskona á yngri árum, svipmikil og prúð í framgöngu, fáskiftin en fastlynd, þar sem hún tók því. Dul var hún nokkuð í skapi og hélt gáfum sín- um og gerf leikum lítt fram, t. d. var hún hagmælt vel, þótt ekki léti hún á bera. Prýðilega var hún að sér til munns og handa og vandvirk í hvívetna. Var það sýnilegt á öllu, að hún var af góðu bergi brotin, og Iíferni hennar alt bar skýrar menjar ágætis uppeldis. Oft virtist l ún köld hið ytra, en kunnugt er þeim, sem þetia ritar u n það, að hún átti gnótt hugarhlýju og hjartagæða í fórum síuum og sýndi það í verki, þótt ekki hefði hátt um það, þar sem hun sá þe^s þöif og gat því víð komið, O. O. Kennaraskóiinn. Þegar kennaraskóli var loks stofnaður 1907, var ágreining- ur um það, hvort hann skyldi heldur standa í Flensborg, þar sem kennarafræðsla hafði verið nokkur undanfarin ár, eða þá í Reykjavík, »hvar sú æðri upplýsing uppljómar fólk«. Og þeir sem héldu því fastast fram, að skólinn ætti að vera í Reykjavík, og hvergi annarstaðar, trúðu því, að þar mundi hann verða fullkomnari, og að öllu leyti betur úr garði gerður, en nokkur- staðar annarsstaðar. Það reið baggamutiinn að skólinn lenti í Reykjavík. Þeir sem þessu trúðu hafa orðið fyrir vonbrigðum. Skól- inn var frá byrjun lakar úr garði gerður en skyldi, og úr því hefur ekkert verið bætt þau 6 ár sem hann hefur staðið. Reykjavíkurbær lagði ókeypis til litla lóðarspildu í grýttu holti í útjaðri bæjarins, bænum vitanlega ónýta eign að svo stöddu en þó ekki óhugsanlegt að upp úr mætti hafa nokkur hundruð

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.