Skólablaðið - 01.12.1914, Blaðsíða 15

Skólablaðið - 01.12.1914, Blaðsíða 15
SKOL.ABLAÐIÐ 191 Hvað er móðurmálskensla? Venjulega svarið er: Kensla í lesiri, skrift og rétí- ritun, sumir bæta við fjórða atriðinu: kensla í að tala, Alt er þetta satt og rétt: en í móðurmálskenslunni, og móðurmálsnáminu felst fleira og meira en þetta. Ef dýpra er grafið, finnum vér, að móðurmálskenslan er fólgin í því, að kenna að hugsa. í málinu mótum vér hugsanirnar og röðum þeim niður. í lestrinum lærir barnið að tína saman (lesa) hljóðtákn- in í prentaðri bók, safna þeim í orð og orðunum í setning- ar til þess að finna hugsanir höfundarins, og það lærir að bera þær fram fyrir aðra í þeim búningi, sem höfundurinn hefir klætt hugsanir sínar í. Sá sem getur þetta er læs. í skriftarkenslunni felst það, að kenna barninu að teikna hljóðtáknin, og oftast um leið að raða þeim rétt. þá er barnið skrífandi, og kann réttritun. það getur þá farið með annara hugsanir: tekið þær upp úr bókinni og skrifað þær á blað. það getur þá líka skrifað upp sínar eigin hugsanir, — ef það á einhverjar hugsanir. En það á eftir að læra að móta hugsanir sinar i fag- urt mál. Enginn er fæddur með þeirri kunnáttu; allirverða að læra það. þarna er merkilegasta viðfangsefni kennarans, aðalatriðið í móðurmálskenslunni, og vandinn mesti. Kennararnir kenna nemendum sínum að hugsa um leið og þeir kenna þeim móðurmálið. En þeir sem engan kennara hafa haft, og hugsa þó eins vel og hinir og skrifa fegra mál en þeir skólagengnu ? Ja, þeir hafa haft kennara! þeir hafa lesið vel samdar bækur; höfundar þeirra bóka hafa. verið kennararnir. þeir hafa kent þeim að hugsa rétt, og klæða hugsanirnar í fagran búning. Af bókum má læra að hugsa, ræða og rita, jafn- vel af snild. En til þcss þarf góðar gáfur og kostgæfilegan lestur góðra bóka. Gáfumennirnir og áhugamennirnir eru alt af urdantekningar, og því læra fæstir móðurmálið „af sjálfum sér“ — sem svo er kallað.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.