Skólablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 1
SKÓLABLAÐIÐ NÍUNDI ÁRGANQUR Reykjavík, I. febr. | 2. tbl. Kaupstaðabörn og sveitabörn. Margíi- gullhamrar hafa íslensku þjóöinni veriö slegnir fyrir g a f u r. Og vera má, að til sanns vegar mætti færa, aö hún sé ýmsum ö'Srum þjóSum betur gefin. En samanburSurinn er erfiöur og sjálfsagt varhugavert aS tala alt of ákveöiS um yfirburði hennar aö þessu leyti. Eitt er þó víst, og þa'ð er þaS, að margan gáfumann og atgerfismanninn hefur þessi þjóS alið, bæSi fyr og síSar, ekki fjölmennari en hún er. Einhverju sinni var piltur í skóla, sem var svo trúaður á gáfur sínar, að hann taldi sér óþarft aS líta i bók. Honum varS þó ekki fótaskortur við próf; öllu gat hann svarað af „gáfum sínum og skynsemi“, að því er honum sag'S- ist frá. Þeim, sem halda því fastast fram, aS alþýðufólk hér á landi þurfi ekki að halda á skólafræSslu, er vist líkt variS og skólapiltinum; þeir halda að íslenska þjóSin viti alt „af gáf- um sínum og skynsemi“, sem hún þarf aS vita; skólar séu henni þvi óþarfir meö öllu. ASrir segja þetta misskilning og þykir þaS oftrú á gáfun- um íslensku og skynseminni. ÞjóSin þurfi aS vísu að læra ýmis- legt og mentast, en vegurinn til þess sé ekki að ganga í skóla, síst af öllu í barnaskóla, heldur séu heimilin bestu mentastof nanirnar, vel aS merkja s v e i t a-heimilin. Reynslan er fengin, segja þeir, sveitabörn eru skyn- söm börn og vel uppalin; kaup’staðabörn eru heimsk og illa vanin. Heimilin hafa sett sitt

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.