Skólablaðið - 01.12.1915, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.12.1915, Blaðsíða 7
SKÓLABLAÐIÐ 183 legustu kennarar og kenslukonur, sem völ er á. En annars sé núverandi skipulag látiö haldast og eigi reynt að bæta það með öSru bráðabirgöarskipulagi. Kennararáðningin. Einhver veikasti og bláþráöóttasti þátturinn í fræðslumála- löggjöfinni er sá um kennararáSninguna. Hann er ekki heldur margtvinnaSur, ekkert annaS en þaS, aS skólanefndir og fræSslunefndir ráSi kennarana, aS þvi viSbættu, a S þeir kenn- arar, sem lokiS hafa kennaraprófi skuli jafnaSarlega ganga fyrir öSrum. Hér eru allar dyr opnar fyrir hverskonar mistökum í einu hinu mest áríSandi atriSi barnafræSslunnar og fullkomnasta ranglæti viS kennarana. Og því miSur hefur reynslan sýnt, aS héraSsstjórn fræSslumálanna hefur ekki látiS þær dyr ónot- aSar undanfarin ár. ÞaS eru ljótar sögur, sem sumir kennar- arnir hafa aS segja af þvi, hvernig skólanefndir og fræSslu- nefndir hafa beitt þessu valdi sínu, enda er óánægjan orSin Svo almenn og mögnuS, aS ráSningarfyrirkomulagiS er eitt af því, sem hvaS mest rekur eftir aS endurskoSa fræSslu- fögin, ef framkvæmd fræSslulaganna i heild sinni á ekki aS fara á ringulreiS, og kenslan aS svo miklu leyti sem hún þá verSur nokkur, á ekki aS lenda í höndunum á ómentuSum uffl- fenningum aS meira eSa minna leyti. Reynslan í þess efni hefur ekki sýnt annaS en þaS sem viS mátti búast. ÞaS er aS visu eSlilegt, aS þeir, sem kenn- arans eiga aS njóta, hafi valdiS bæSi til aS ráSa hann Og vikja honum frá. En þá verSa þeir, sem þetta vald er lagt upp i hendurnar á, aS hafa þá mentun og þann andlega þroska, sem veitir vakandi og næma á b y r g S a r- t i 1 f i n n i n g u, svo aS trygging sé einhver fyrir því, aS rétt sé meS valdiS fariS. Margar þær nefndir, sem hafa fariS meS þetta veitingarvald, hefur skort ábyrgðartilfinninguna og þær hafa misbeitt veitingarvaldinu, þó aS rnargar hafi fariS vel meS þaS. Rúast má viS því, aS þetta þyki harður dómur um menn, sem

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.