Skólablaðið - 01.03.1916, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.03.1916, Blaðsíða 5
SKÓLABLAÐIÐ 37 líka ekki einhvers viröi? Vitanlega er þetta ekki á boöstólum í öllum kaupstööum — því miöur! Að sjálfsögöu yröu flestallir sýsluskólar stofnaöir í sveit- um, ef jarönæöi fæst. En kostnaðarins vegna er ekki eins mikil ástæða til aö forðast kaupstaöina og oft er haft á oröi; og' talið um „kaupstaðaspillinguna“ er hégómi. Þaö vita allir — líka þeir, sem eru aö hafa orð á henni. Þær athugasemdir, sem hér eru gerðar viö tillögur Jónasar kennara um unglingafræðsluna, eru ekki geröar af löngun til þess aö sýna fram á, að tillögurnar séu lauslega hugsaðar, né að þær séu lítils virði í sjálfu sér, heldur til þess aö vekja athygli á aö mjög þarf Jiér aö mörgu hyggja. Þaö er góöra gjalda vert aö leggja eitthvaö til þessara mála af góðum vilja. Unglingaskólarnir okkar hafa til þessa ekki gert það gagn sem skyldi. Þá hefur vantað marga svo tilfinnanlega skilyrði fyrir því að geta þrifist. Sumir orðið skammlífir, oltið út af eftir fá ár, aðrir hjarað með örfáum nemendum, við illan húsakost og annan útbúnað. Eitt af því, sem næst liggur að taka fyrir til endurbóta, er einmitt unglingafræðslan. Næsta þing skipar vonandi nefnd til að undirbúa lagasetning um hana. 1 næsta blaði verður athuguð kennaramentunin. Hvað hefur áunnist? — Hvert á að stefna? Þegar fræðslulögin komu í gildi, var margt um þau spjallað og mörgu og misjöfnu um þau spáð. Nú eru þau búin að fá nokkra reynslu, svo umtal um þau þarf nú ekki að vera tómar lausar getgátur eða órökstuddir dómar. Síðan farið var að starfrækja þau, hef eg verið prófdómari í 5 hreppum Vesturhúnavatnssýslu, svo eg er ekki með öllu ókunnur, hvernig gengið hefur að framkvæma þau, og hver árangur hefur orðið af því, og þar sem eg ýmsra atvika vegna ekki get lengur verið við það starf, og hef því beðist lausnar, þá vil eg nú í vertíðarlokin með örfáum orðum skýra frá reynslu minni, og jafnframt benda á sumt sem bagar.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.