Skólablaðið - 01.04.1916, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.04.1916, Blaðsíða 7
SKÓLABLAÐIÐ 55 Bóknám barna. Ööru hverju eru enn aö heyrast óánægjuraddir yfir fræðslu- lögunum. Þau þykja heimta of mikið bóknám, en leggja of litla áherslu á líkamsuppeldið. Einna harðorðastur er höf. greinarinnar: „Frá Akranesi" í i. tölubl. Skólablaðsins io árg. Hann kemst meðal annars svo aö oröi: „Jafnmikið bóknám á aldrinum 7—14 ára er sú ólyfjan, sem smátærir námshvöt flestra barna, uns hún hverfur með öllu-----Drekkingarhylur fyrir hina ungu og ósjálfbjarga mentunarþrá barnanna.“ Þetta er alvarlegd umhugsunarefni, því ljót er sagan, ef sönn væri. Fræðslulögin væru þá reglulegt þjóðarmein. Mig langar að skýra stuttlega frá reynslu minni í þessu efni, eftir 9 vetra starf við barnafræðslu. Vil eg fyrst lítið eitt at- huga námsbækurnar og kröfur í hverri námsgrein. Námsbækur þær, sem til skamms tíma hefur orðið að nota við barnafræðslu, hafa flestar verið óhæfilegar, en þær eru óðum að batna. Þululærdómurinn, sem að vonúm hefur verið óvinsæll, er vissulega að detta úr sögunni. Tilfinnanlegastur hefur hann verið í kristnum fræðum (kvernámið). Nú er barnabiblían að breiðast út. Hvað mikilli útbreiðslu hún hefur þegar náð, er mér ekki kunnugt. En ekki skil jeg annað, en að allir kennarar mæli með henni, að minsta kosti þeir, sem verið hafa á kennaraskóla. Geri ekki heldur prest- um þær getsakir, að þeir setji vanann svo i hásætið, að þeir mæli móti henni. Vonandi er, að barnabiblían verði bráðlega aðalnámsbók í kristnum fræðum. Hún er skemtileg aflestra, lestrarbók jafn- framt óg námsbók, og það játa eg að námsbækur þurfi að vera. Efnið víðast létt. Með aðstoð kennaranna tileinka börnin sér það fljótt, engin þörf að margþylja hverja sögu, og -svo víðtækt, að sníða má stakk eftir vexti, láta gáfnatregu börnin lesa minna. • Áreiðanlega er barnssálin hreinskilin, og svo hjartanlega virðast þau hrifin af m'örgu i litlu biblíunni sinni, að ekki trúi eg öðru, en áhrifin vaxi, og flest þeirra opni hana ein- hvern tíma eftir ferminguna.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.