Skólablaðið - 01.11.1916, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.11.1916, Blaðsíða 8
i68 SKÓLABLAÐIÐ þurfti ekki a5 lesa né leggja á sig. Eg ætla ekki aö eyða oröum a5 þessum svartaskólabrag, hversu hann er öfugur og óhollur. Þiö finniö það vafalaust öll. Stundum bólar á honum enn, þó að eg hafi aldrei orðið var við hann hér. Eg vildi líka óska þess að hann ætti aldrei hingað kvæmt og yrði um aldur út- lægur úr öllum okkar skólurn. Óska eg þess ekki einungis vegna skólanna og þjóðarinnar i heild, því að slíkt öfugstreymi er átumein allrar skólamenningar, eg óska þess líka vegna ykkar hvers og eins, því að eg veit, hver missir það er fyr og síðar, að slíkur sorti grúfi yfir skólavistinni. Það er svo mikill sökn- uður, að eiga ekki þangað bjartar endurminningar. Það gengur næst því, að skorta bjarta bernskuminningu. Og sérstklega óska eg þess ykkur öllum, að þið berið gæfu til að eiga að því sem mestan hluta og bestan, að gera hvern þann skóla, sem þið komið nærri, að bjarta-skóla, hvort sem þið eruð þar nemendur eða kennendur, hvort sem nemendur skifta tugum eða hundruðum eða verða einungis fáein börn eins heimilis. Með þeirri ósk set eg skólann og bið guð, föður ljóssins og kærleikans og okkar allra saman, að gera bjart og hlýtt yfir honum i vetur og æfinlega og öllum okkar skólum nær og fjær, og vera í verki með okkur öllum í smáu og stóru. Heimilisiðnaður inn í barnaskólana. Ekki þarf viða að fara hér á landi til að reka augun í það, að fólkið er farið að gera kröfu til þess að hafa eitthvað lag- legt kringum sig í húsum sínum, að minsta kosti í þeim her- bergjum, sem gestum er venjulega vísað til. Borð, stólar, drag- kistur, skápar o. s. frv. er nú mjög víða í gestastofum, að ógleymdum speglum og ýmsu til prýðis á veggjum. En hvaðan eru þessi húsgögn komin? Frá útlöndum eða úr kaupstöðunum. Varla nokkurstaðar sést heimagerður hlut- ur, þegar best lætur heimaheklaður dúkur — úr útlendu efni.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.