Skólablaðið - 01.09.1919, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.09.1919, Blaðsíða 9
SKÓLABLAÐIÐ 137 Ný stefna í uppeldismálum. Montessori-kenslan. AlþýSufyrirlestur eftir frú Aðalbjörgu Sigurðardóttur, fluttur sumariS 1918. Þau orS eru höfS eftir Bismarck, eftir þýsk-franska stríSiS 1870—71, aS þaS hefðu veriS þýsku skólarnir og kennararnir, sem sigraS hefSu í því stríSi. Jeg býst viS, aS enn þá megi segja eitthvaS svipaS, aS þaS sjeu skólarnir, sem eiga ekki hvaS minstan þáttinn í þeim dæmafáa dugnaSi, sem þýska þjóSin hefir sýnt í þeirri styrjöld, sem nú stendur yfir. Aftur á móti geta veriS skiftar skoSanir um þaS, hvaS vel því viti og þeim dugnaSi sje variS, sem gengur til þess aS gera þjóS- irnar aS ósigrandi hernaSarþjóSum; jeg skal játa þaS, að þaö er ekki sú hugsjón, sem fyrir mjer vakir. En þetta er eitt meS öSru sönnun fyrir því, hve máttugt afl uppeldiS er, svo aS þaS aS meira eSa minna leyti lagar þjóSina og þjóSlifiS eftir þeirri hugsjón, sem stefnt er aS. Svo trúuS er jeg á mátt og þýSingu uppeldisins, aS jeg er í engum vafa um þaS, aS mætti jeg óska einhvers íslandi til handa, þá mundi jeg hiklaust óska þess, aS uppeldis- og mentamál okkar væru komin í fyrirmynd- arlag. Jeg væri þá sannfærS um, aS alt annaS, sem okkur finst öSruvísi en vera ætti hjer hjá okkur, mundi lagast eins og sjálfkrafa og fyrirhafnarlaust, hvort heldur væru stjórnmál, atvinnumál eSa önnur þýSingarmikil nauSsynjamál. Jeg held að mjer muni vera óhætt aS segja þaS, aS allur þorri íslendinga muni ekki hafa veriS eSa vera mjer. sam- dóma um þýSingu þessa málefnis; þaS sjest best á þvi, hve smáum augum hefir veriS litiS á þá, sem gert hafa alþýSu- eSa barnafræSsluna aS starfi sínu. Fram aS þessu hefir veriS litiS svo á, aS nærri því aS segja hver aulinn gæti kent

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.