Skólablaðið - 01.10.1920, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.10.1920, Blaðsíða 1
SKÓLABLAÐIÐ ÚTGEFANDI: HELGI HJÖRVAR XII. ÁR. OKTÓBER 1920. 10. BLAÐ. Húsakynni farskólanna og lækniseftirlitið. í Lögbirting-abla'Sinu 14. sept. 1916 er auglýsing landlæknis til hjeraSslækna, þar sent þeim er tjáS, aS stjórnarráSiS hafi „ákveSiS aS allir barna- og unglingaskólar skuli háSir eftir- liti hlutaSeigandi hjeraSslæknis,“ en skóla- og fræSslunefrid- um gert aS skyldu „aS biSja hjeraSslækna aS líta eftir: 1. AS herbergi þau, sem ætluS eru nemendum, sjeu þannig úr garSi gerS, og' svo vel um gengin, aS heilsu nemenda sje eigi hætta búin af veru þar, o. s. frv.“ — Hiri ákvæSin eru um þaS, aS kennari, nemendur eSa heimilismaSur á farskólaheimili gangi ekki meS smitandi berkla eSa aSra viSloSandi, næma sjúkdóma. — Jafnframt er brýnt alvarlega fyrir hjeraSslæknum, aS þeir „framkvæmi þetta þýSingarmikla starf meS fylstu samvisku- semi.“ Um skólahús fastra skóla er læknum á herSar lagt „aS líta eftir allri umgengni, aS hún sje þrifaleg, og banna aS halda dansleiki eSa aSrar samkomur í skólastofum og leikskálum“, en um farskólana „verSur þó aS rninsta kosti aS krefjast þess, aS kent sje í sjerstöku herbergi, ekki innan um fólkiS í baS- stofunni, aS kenslustofan sje svo rúrngóS, aS .öll börnin geti setiS, aS stofari sje rakalaus, ofn í henni og gluggar á hjör- um, og gólfiS svo aS gerlegt sje aS halda því hreinu.“ — ÞaS er tekiS frarn, aS engum skóla verSi framvegis veittur styrkur úr landssjóSi, nema umsókninni fylgi vottorS hjeraSslæknis um eftirlitiS. Loks eru hjeraSslæknar „beSnir aS vinna aS því af öllu megni, aS jafnan sjeu valin bestu heimilin í hverri sveit til farskólahalds.“

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.