Skólablaðið - 01.01.1921, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.01.1921, Blaðsíða 5
Jan. 1921 SKÓLABLAÐIÐ 5 ir, að leiðbeina um sjálfa kensluna. J>að er ekki lítils vert, því hversu vel sem fræðslumálunum verður skipað hið ytra, er hitt höfuðatriðið, hvernig sjálf kenslan er. H. Hjv. ----o-- Móðurmálið. I. Inngangur. Fyrstu dagamir, sem barnið er í skól- anum, hafa meiri þýðingu en margan grunar. Áhrifin, sem það fær þá, skapa venjulega afstöðu þess gagnvart skól- anum; þau slá litblæ sínum á alt skóla- lífið, að ekki sje sagt meira. J>að er því áríðandi að skapa gott skóla-andrúms- loft þegar í byrjun. Heimalíf barnsins áður en það kemur í skólann, er fult af frelsi og leik. það er ekki furða þótt því þyki það ill umskifti, að eiga alt í einu að búa við kyrsetur og nauðungarstarf. Djúpið milli heimalífsins og skólalífs- ins þarf að brúa. Fyrstu dagarnir í skólanum ættu að vera helgaðir leik, söng, sögum og samtali um það, er börnum er ljúfast. öðlast svo kennarinn þekkingu á einstaklingunum, en börnin ást á skólanum og náminu, og er hvort- tveggja undirstaða allraskólaþrifa.Ekki má þó gleyma því atriðinu, sem ef til vill er mest um vert, sem sje gott sam- band milli nemendanna sjálfra. Vera má, að sum börn hafi aldrei sjeð hvern- ig samband manns við mann á að vera. í skólanum þarf það að læra að taka til- lit til annara, að lifa í fjelagi við aðra menn og vinna með þeim. þau þurfa í stuttu máli að læra að nota" frelsi sitt til gagns fyrir fjelagið, sem þau lifa í. Siðalærdómur, fræðigreinar, og prjedik- anir stoða hjer lítið, bamið þarf æfingu í að nota frelsi sitt, uns því verður tamt að nota það á rjettan hátt. Svipað má segja um móðurmálið. Rjett notkun þess lærist að eins af því að nota það. Á þann hátt hefir barnið lært allmikið í móðurmálinu, áður en það kemur í skólann, og á þann hátt er því unt að læra að nota það rjett. Skól- inn má ekki vanrækja að kenna baminu að tala; það er undirstaðan undir því að læra að lesa og rita. Kennarinn má ekki hafa orðið mestallan tímann, honum er ekki þörf á æfingu, börnunum er þörf á henni. Laginn kennari bregður upp ein- hverju umtalsefni, sem líklegt er til að vekja áhuga, t. d. viðvíkjandi heimil- inu, störfum, leikjum, dýrum, ferðalög- um o. s. frv. Samtalið er frjálst og óþvingað. Feimnin smá-hverfur og fleiri og fleiri taka þátt í því. Kennar- inn reynir að snúa athyglinni frá sjer, fá bömin til að tala hvort við annað. Hann er ekki þungamiðjan, sem alt snýst um, málefnið er það. Hann er að- eins einn af hópnum, fjelagsbróðir, ekki yfirvald. En hann er auðvitað sá af hópnum, sem mesta hefir reynslu og þekkingu, og þess vegna er alt af leitað til hans, þegar annað þrýtur. Ókunnum virðist oft slíkir kennarar furðu aðgerðalitlir, þar sem þeir draga sig sjálfa í hlje, en leggja stjórn og störf bekkjarins í hendur nemendanna sjálfra. En í raun og sannleika er hann önnum kafinn við að læra að þekkja nemendurna, hugmyndaforða þeirra, áhugaefni, hugsunarhátt og málkunn- áttu. Náin þekking á öllum þessum at- riðum gefur svo til kynna hvaða aðferð- ir eigi að viðhafa og hvaða námsefni eigi að nota. þulur, vísur og sögur, sem bamið kann, þegar það kemur í skólann, er besta námsefnið í lestrarkenslu byrj- enda. Bamið þarf að lesa setningar í upphafi, ekki einstök orð, og því síður einstaka stafi. Vonandi er að sú aðferð deyi út alveg, að benda á hvem staf, nefna hann og láta svo barnið hafa heiti

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.