Skólablaðið - 01.03.1921, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.03.1921, Blaðsíða 6
30 SKÓLABLAÐIÐ Mars 1921 því, sem fyrir nefndinni er aðalatriðið: fyrirvaraleysinu. þau eru sjálfsagðar stoðir námsins, og ágæt til að losna við mánaðareinkunnirnar, sem eru lít- ið annað en daglegu einkunnirnar. En helst þyrfti að fjölga þeim og fyrir- varaleysið er ótækt. Fræðslumálast j órinn. Menn munu hafa tekið eftir því, að fræðslumálastjóri er ekki nefndur á nafn í áliti mentamálanefndar. það sjer ekki á kollinn á honum, og ekkert verður sagt um það enn þá, í hvaða hefti nefndarálitsins hann muni skjóta upp höfðinu. Fræðslumálastjóri á að lögum að hafa umsjón með bama- og unglingafræðslunni. En stjórnarráðið hefir skilið embætti hans svo, að það hefir leitað ráða hans um öll skólamál. Stjórnarráðið hefir því í þessu efni bætt um ljeleg lög. En nú virðist mentamálanefnd ætla fræðslamála- stjóra yfirumsjón með bama- og ung- lingafræðslunni einni. Hún ætlar hon- um ekki einu sinni að koma nálægt stjóm kennaraskólans, sem þó er ná- tengdur bama- og unglingafræðslunni. í þessu sýnir nefndin lakari skilning á skólamálum en stjómarráðið. það bólar ekki á fræðslumálastjóra í nefndarálit- inu, en aftur á móti skýtur upp heilli nefnd, sem ekki hefir þekst áður. í henni eiga að sitja skólafróður maður, er stjórnarráðið skipar til 6 ára, sams- konar maður, er háskólaráðið kýs til 6 ára, og skólastjórar menta- og kenn- araskólans, hvor fyrir sinn skóla. Heyrst hefir, að mentamálanefndin ætl- ist til að stjómarráðið skipaði fræðslu- málastjóra í þessa nefnd. Er það ný að- ferð, að setja á laggimar nefnd, sem á að vinna starf embættis, sem þegar er stofnað, og gera svo ráð fyrir, að stjómarráðið skipi embættismanninn í nefndina, svo hann fái að vinna það sem skylt er að heimta af honum. Er þessi tillaga hámark nefndafargansins. Hefði þá verið miklu rjettara að tiltaka í nefndina fræðslumálastjóra, skóla- fróðan mann, sem stjórnarráðið skip- aði, og forstöðumann viðkomandi skóla. En það er ekki að ástæðulausu að það er ekki gert. Hjer kemur bert fram stefna nefndarinnar, sú, að tví- skifta skólakerfi landsins. Sauðirnir og haframir geta ekki haft sama hirði. það mun síðar verða sýnt, hvílík nauðsyn ber til, að setja einn mann yfir alt skólakerfi landsins. Og ef það er ekki gert, er eins gott að leggja embætti fræðslumálastjóra niður. Á. Á. ----o---- Nýjar prófaðferðir. i. I desemberblaði Skólablaðsins var þess getið, að skólanefndin í Reykjavík Ijeti fram fara próf í barnaskólanum hjer, með nýj- um aðferðum. Fyrir prófunum stóð Stein- grímur Arason kennari, en til aðstoðar hon- um var Ólafur prófastur Ólafsson frá Hjarð- arholti. Prófum þessum er nú lokið að sinni, og skal skýrt tijer nokkru nánar frá þeim. Munurinn á þessum prófum og hinum eldri prófaðferðum á í stuttu máli að vera sá, að með þessum sje komið í veg fyrir alt handahóf, og að nokkuð sje komið undir áliti eða geðþekni kennara og próf- dómara. En það er margsannað, að ytri ástæður ýmsar, og jafnvel smávægilegustu atriði, hafa ósjálfrátt mikil áhrif á ein- kunnagjafir við munnleg próf með gamla laginu. Til þess að skera úr um frammi- stöðu hvers eins, á ekki að þurfa annað, eftir hinum nýju aðferðum, en að t e 1 j a, telja hvað rjett er og hvað skakt í úrlausn nemandans, og fer einkunnin eftir því, brotalaust og handahófslaust. Fyrst er lestrarprófið. því má haga svo, að nemendum er fengið blað, með prentuðum (eða vjelrituðum) leskafla öðru- megin í opnunni, en á hinni síðunni eru

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.