Skólablaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 1
SKOLABLAÐIÐ MÁNAÐARRIT UM UPPELDI OG MENTAMÁL ÚTGEFENDUR: ÁSGEIR ÁSGEIRSSON, HELGI HJÖRVAR OG STEINGRÍMUR ARASON XIII. ÁR APRÍL 1921 4. BLAÐ Fundarboð. 15. júní nœstkomandi verður haldinn hjtr i Reykjavik almennur fundur harna- kennara, svo sem nett liefir verið um hjer í blaðinu, og er þess fastlega vœnst, að þeir barnakennarar sœki fundinn, sem geta komið þvi við, og að kennarafjelög sendi þangað fulltrúa, ef fjelagsmenn geta ekki fjölment á fundinn. Æskilegt vœri, að þeir lcennarar, sem hreyfa vildu einhverju sjerstöku máli á fundinum, gerðu einiiverju okkar aðvart um það fyrir fundinn. Reykjavílc, í apríl 1921. F. h. kennarafjelags barnaskóla Rvikur. Hallgrímur Jónsson. Sigurður Jónsson. Helgi Hjörvar. Ingibjörg Sigurðardóttir. EUas Bjarnason. Guðjón Guðjónsson. Guðmundur Jónsson. Kenslueftirlit. það verður ekki sagt að mikið eftir- lit sje með bamafræðslu hjer á landi. Aðaleftirlitið hafa prófdómendurnir á hendi; er það að vísu eftirlit, en ærið ófullkomið og því víða lagt niður. Próf- dómandinn gefur einkunn. En hann gef- ur engin ráð. Hann reynir að mæla þekkingu barnanna, en hann rannsakar ekkert kensluna. Naumast mun nokkuð hafa færst í lag fyrir tilstilli prófdóm- ara, enda er ekki við því að búast. Fræðslumálastjóri getur vart haft ann- að eftirlit með kenslu en farið yfir skýrslur, sem gefnar eru, og getur það ekki kenslueftirlit kallast. En öðruvísi getur það ekki verið. Landið er svo stórt og strjálbygt, og ferðalög svo erfið, einkum á vetrum. það þykir gott þegar biskupum endist embættisaldur til að vísitera alt landið og ferðast þeir þó á sumrum. Mun þess því langt að bíða, að einn maður geti haft eftirlit með bamafræðslu á öllu landinu. En kenslueftirlit er jafnnauðsynlegt og hver önnur verkstjóm. 1 meir en hálfa öld hafa verið sjerstakir eftirlits- menn með kenslu í öllum nágrannalönd- um okkar. Á síðari árum hefir aðferð- um eftirlitsmanna fleygt fram, enda nú víða talið jafnsjálfsagður liður í skólastarfsemi og skólastjórn er hjer talin. Eftirlitsmaður er starfsmaður þeirra, sem leggja fje til skólastarfsemi. Hann á að sjá um að það komi að full- um notum og að lögum sje framfylgt, þó svo að þau sjeu löguð eftir staðhátt- um. það er hinn mesti misskilningur, að eftirlitsmaður sje settur kennurum til höfuðs. Hann er settur þeim til hjálpar. Ungir kennarar reka sig jafn- an á ýmsar torfærur, sem þá hefir ekki órað fyrir. Kennaraskólum er ókleyft að útskrifa þaulvana kennara. Ungu

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.