Skólablaðið - 01.09.1921, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.09.1921, Blaðsíða 2
98 SKÓLABLAÐIÐ Sept. 1921 um hana á hverjum morgni. I daglegri framkomu reynir þú að líkja eftir henni. Og smám saman fer ímynd hugsjónar- innar að gægjast fram í sjálfum þjer, og næstum ósjálfrátt fer þú að smálíkj- ast því, sem þú hefir verið að hugsa um. Ef þjer finst það ljettara, þá get- ur þú eins tekið fyrir eina dygð og hald- ið henni í huganum, þangað til þú ert farinn að iðka hana sjálfkrafa. Hún er þá orðin hluti af sjálfum þjer. Hraustur drengur breytir hraustlega hvenær sem tækifæri gefst. Ef þú vilt líka vera hraustur, þá gerðu hreystina að hugsjón þinni. Hugsaðu um hana hvern morgun, reyndu að framkvæma hana í verkinu, hvenær sem færi gefst. Og alt í einu finnur þú, að þú ert far- inn að haga þjer djarflega, án allrar fyrirhafnar. Hugprýðin kemur af sjálfu sjer. þjóðir þurfa að eiga sjer hugsjónir ekki síður en einstaklingar. þegar Italíu var skift í mörg smáríki, þá skrifuðu skáld og hugsjónamenn um hina sam- einuðu Italíu. Itali sem eina þjóð. Mazzini prjedikaði þessa hugsjón, og hún kveikti í æskulýðnum. Fjelag var myndað, sem hjet „Unga Ítalía". Smámsaman urðu fleiri og fleiri til að eignast hugsjónina: Ítalíasamein- u ð. Garibaldi birtist á leiksviði þjóðar- innar. Viktor konungur Emanúel safn- aði her. þjóðin lagðist á eitt með þeim. Frakkar hjálpuðu til og Italía varð að einu ríki, og er nú í tölu stórveldanna. Svipað átti sjer stað í þýskalandi, sem einnig var sundrað í mörg smáríki. En skáldin sungu ættjarðarljóð. Konungur Prússa og Bismarck, forsætisráðherra hans, og Moltke herforingi. Allir æptu þeir á þjóðina. Hún heyrði kallið, reis upp og varð voldug og sterk. Hugsjónir skapa veruleika. Veruleiki sögunnar verður aldrei til, fyr en hugsjónir hafa fæðst. Hver á ríkishugsjón vor að vera? Á hún ekki að vera sameining frjálsra manna, sterkari en svo, að nokkur dirf- ist að hagga henni. Sameinaðri en svo, að hún óttist nokkuð? Á hún ekki að vera til blessunar fyrir allan heiminn, til hjálpar þeim, sem er lítilmagni eða á eftir tímanum, til að breiða út þekk- ingu og hamingju, til að halda uppi rjettlætinu. Eiga ekki allir borgararnir að eiga alt ríkið að fósturjörð og alla flokka að fjölskyldu? Á ekki hvert kvein eftir rjettlæti að þagna, og hin sterka rödd skyldunnar að ríkja einvöld með þjóðum sem einstaklingum ? Á ekki að örfa hið góða, en hindra hið illa? Á ekki að virða öll trúarbrögð, og veita engum sjerrjettindi, Á ekki rjettlætið og viskan að sitja ein að völdum, og manndáð að vera eini vegurinn til valda? Gerum þessa hugsjón að ríkis- hugsjón vorri, og hún mun bera öllum heiminum hamingju. S. A. þýddi. ----o---- Átthagafræði. Á kennaraþinginu, sem haldið var í Reykjavík á síðastliðnu voru, hreyfði jeg því, hve erfitt væri að kenna og nema í skólunum einmitt um það náms- efnið, sem liggur næst og er sjálfsagð- ast, sem sje umhverfi barnsins. Mjer hefir jafnan fundist erfiðara að kenna um ísland en um önnur lönd, og sömu reynslu hafa fjölmargir kennarar, sem jeg hefi átt tal við. þetta mun að miklu leyti stafa af því, hvemig með- ferð efnisins er hagað. Fjöldamargt er nefnt í mjög stuttu lesmáli, og ekki er dvalið við hvert atriði svo lengi, að það nái að vekja hugsun og tilfinningu með lesandanum. þegar hugurinn hefir feng- ið eitt atriðið til meðferðar, og býst að

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.