Skólablaðið - 01.10.1921, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.10.1921, Blaðsíða 2
110 SKÓLABLAÐIÐ Okt. 1921 lengri skólahátíðar þarf auðvitað að gefa nokkurt frí frá öðrum störfum. Slíkt frí ber margfaldan ávöxt. það væri vel farið ef það yrði meira um skólahátíðar í íslenskum skólum en verið hefir. Nemendur læra á því að halda heilagt. Blessaður sje sá skóli, sem vekur lotningu fyrir því, sem heilagt er. Blessaður sje sá skóli, sem lætur sjer ekki nægja að veita ölmus- ur úr hinum litla þekkingarsjóði, sem mannkynið hefir dregið saman, heldur reynir og að kveikja í brjóstum nem- endanna ást á því, sem er drengilegast, göfugast og fegurst í sögu lífsins á jörðu hjer og lotning fyrir þeim öflum, sem bak við standa. Á. Á. ---o---- Hugsunarfrelsí. Við stöndum á krossgötum næstum því á hverju augnabliki lífsins. Við verðum að velja einhverja götuna. Við dæmum um, hver þeirra sje best og tök- um hana, annaðhvort þá sem hægust er á augnablikinu, eða þá, sem leiðir að ákjósanlegu takmarki í fjarlægð. Bóndinn, sem sagðist ætla að kjósa sama þingmannsefnið og Jón á Hóli kysi, þurfti líka að beita valfrelsi og dómgreind. Hann treysti sjer ekki til að gera upp á milli þingmannaefnanna, en nágranna sína þekti hann, og úr þeim vildi hann velja þann besta og skynsamasta, til þess að breyta eftir honum; ef til vill var þetta það skásta, sem hann gat gert, en illa hefði farið, ef allir kjósendurnir hefðu hugsað eins. Hugsum okkur þjóðfjelag, myndað af einstaklingum með jafnósjálfstæða hugsun og þessi bóndi. Mundi það fært um að stjórna sjer sjálft? þjóðmála- skúmar og ófyrirleitnir blaðamenn gætu teymt það á eyrunum út í ófæru, og stjórnfrelsið mundi verða því sama og eggvopnið óvitanum. Hugsum okkur aftur á móti þjóð, þar sem hver einstaklingur hefði sjálfstæða hugsun, tryði ekki öllu sem hann sæi á prenti eða sem lærður maður hefði sagt honum, þætti ekki sjálfsagt að fara að öllu eins og tíðkast hefði, heldur nenti að grafa eftir upplýsingum, flokkaði alt sem með er og móti, og beitti eig- in athugun, til að vega gildi þess, afl- aði sjer þannig sannfæringar og hjeldi henni fast fram, svo lengi sem ekkert sönnunaratriði haggaði henni. Engum harðstjóra mundi tjá að kúga slíka þjóð. Hún mundi ekki láta raða sjer eins og peðum og etja sjer á móti meðbræðrum sínum, aðeins til að full- nægja valdagirnd stjórnendanna. Næstum því öll framkoma manns og þar af leiðandi heill hans og hamingja, er komin undir dómum á gildi hugtaka og vali milli þeirra. Ótal gagnstæðum skoðunum er haldið að honum í stjórn- málum, trúmálum, atvinnumálum og á öllum sviðum. Rangar skoðanir oft varð- ar með meiri rökfimi en rjettar. Hvaða afstöðu á nú maðurinn að taka gagnvart öllum þessum ólíku skoðun- um? Á hann að setjast við fætur allra þessara meistara og leggja á minnið alla röksemdaleiðslu þeirra, gera sig að hlutlausum áhorfanda, sem ekki ger- ir annað en safna staðhæfingum, sem kollvarpa hver annari. Skynsamur maður gerði eitt sinn þá játningu fyrir kunningja sínum, að sjer þætti verst af öllu, að hann væri altaf að skifta um sannfæringar; ef hann læsi vel ritaða grein, þá fjellist hann á alt sem í henni væri, læsi hann svo eftir annan höfund, sem gagnstæða skoðun hefði, fjellist hann á það, sem hann segði. En þessi maður hafði ver- ið mörg ár í barnaskóla og vanist á að

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.