Skólablaðið - 01.10.1921, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.10.1921, Blaðsíða 10
118 SKÓLABLAÐIÐ Okt. 1921 -IE= ÚTLÖND = —o— Skólamál Svía síðasta áratuginn. 1. Mentamálanefnd var skipuð 1906. 1911—14 gaf hún út álit sitt í 5 bindum, og hafa breytingar á skólamálum síðasta ára- tuginn aðallega farið eftir tillögum hennar. 1918 var skipuð önnur stór mentamálanefnd; álit hennar er ekki enn komið út, en út lítur fyrir að ýmsar mikilsverðar breytingar sjeu í aðsigi. 2. Frœðslumálastjórnin. 1913 var sett sjerstök yfirstjóm fyrir barna-,unglinga- og kennaraskóla. Formaður hennar varð Bergquist, sem áður hafði verið for- maður í stjórn mentaskólanna. Síðar var framhaldsskólum og iðnskólum steypt und- ir sömu stjórn. í henni skyldu vera 9 menn og skifta með sjer störfum. 1920 var sú yfir- stjóm sameinuð yfirstjóm mentaskólanna. Nú eru öll skólamál Svía komin undir einn hatt, og er það samkvæmt reynslu og að ráðum Bergquists, sem nú er „generaldirek- tör“ skólamála. 3. Kennaraskólar. Höfuðbreytingin var gerð á kennaraskólunum 1913; þá var fje veitt til aukinna kenslukrafta, bóka- kaupa, kensluáhalda og ölmusu nemenda. Allri kenslu er nú hagað meir að þroska nemendanna en áður var; áhersla er lögð á að venja á sjálfstætt starf. Kennaraskóla- nemendur eru engin böm, heldur allþrosk- að fólk á aldri við háskólanemendur. þess hefir oft ekki verið gætt. Komið hefir ver- ið á 1 árs námskeiðum fyrir þá, sem lokið hafa stúdentsprófi eða öðrum jafngildum prófum, og öðlast vilja rjett til bamakenn- arastöðu. Kennaraskólakennarar búa við sömu launakjör og mentaskólakennarar, enda verða þeir að hafa sömu mentun. Kennaraskólar eru 15 eign ríkisins, 9 fyrir karlmenn og 6 fyrir konur. Námstími em 4 ár. Sérstakir kennaraskólar eru fyrir þá sem kenna eiga bömum á aldrinum 8—10 ára. Er þeim haldið uppi af héruðunum, borgar- fjelögum eða einstökum mönnum. Náms- tími er þar 2 ár. 4. Kenslueftirlit. Áður var* eftirlitið með bamakenslu í höndum manna, sem höfðu það að aukastarfi, presta og annara. Nú er ríkinu skift í eftirlitshjeruð, og hafa eftirlitsmenn ekki önnur störf með höndum. þeir eru nú 52 að tölu. 5. Unglingaskólar. Um þá vísa jeg til ítarlegrar greinar í síðasta hefti „Iðunn- ar“ eftir Freystein Gunnarsson. Á þessum skólum hafa orðið víðtækar breytingar og gera menn sjer glæsilegar vonir um gildi þeirra fyrir framtíð landsins. 6. Kensluskrá. Nýlega er út komin kensluskrá fyrir alla bamaskóla landsins. Er þar mælt fyrir um hve mikið starf hver skólategund skuli inna af hendi. Eftirtekt- arverðast við kensluskrána er það, að dreg- ið hefir verið úr kristindómskenslunni. Kverkensla er alveg feld burtu. Ekki er ætl- ast til að annað sje lært utan að en nokkrar ritningargreinar og sálmar. Óbreyttan út- drátt úr biblíunni á að leggja til grundvall- ar við kensluna. Tala skal við bömin síðari árin um aðalatriði kristilegrar lífsskoðunar i sambandi við fjallræðuna. — í neðri bekkj- unum skal fræða börnin um bygðarlagið; til þeirrar fræðslu eru ætlaðar sjerstakar kenslustundir, og er ætlast til að sú fræði verði undirstaða almennrar náttúru- og landfræðikenslu, er síðar kemur. 7. Lýðháskólar. þeir eru eign ein- stakra manna, en hafa lengi haft styrk frá ríkinu. Á síðari árum hefir styrkurinn verið hækkaður töluvert, en jafnframt hafa verið sett lög fyrir þá lýðháskóla, er njóta styrks- ins. Skólarnir eru því háðari ríkinu en áð- ur hefir verið og þó er ætlast til að þeir haldi sjerkennum sínum og kenslufrelsi í flestum greinum, eins og sjá má af 1. gr. laganna, er hljóðar svo: „Tilgangur lýðhá- skólanna er að veita unglingum almenna, borgaralega mentun. Sjerstök áhersla skal lögð á að haga kenslunni svo að hún veki þá til sjálfstæðrar hugsunar og efli siðferðis- þroska þeirra. Áhersla skal og lögð á, að nemendurnir kynnist bygðarlagi sínu og landi, sögu þess og nútíðarástandi, andlegri menning þess og atvinnugreinum. Að svo miklu leyti sem samrýmanlegt er þessu takmarki, skal kenslan og beinast að því að veita nemendunum hagkvæma þekking og kunnáttu, sem að gagni megi koma í lífs- starfi þeirra“. 8. Mentaskólar. Aðalbreytingin á

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.