Skólablaðið - 01.10.1921, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.10.1921, Blaðsíða 11
Okt. 1921 SKÓLABLAÐIÐ 119 mentaskólunum, sem svarar til nýju reglu- gerðarinnar svokallaðrar hjer heima, var gerð 1904. Lærdómsdeildinni er viðast hvar skift í náttúrufræðisdeild og máladeild. Nú er jafnvel rætt um að skifta henni í fleiri deildir. Utanskólanemendur taka stúdents- próf hjá sjerstökum prófnefndum. Skrifleg verkefni fá þeir hin sömu og skólanemend- ur, en einkunnir fyrir úrlausnirnar gefur sjerstök nefnd, sem situr í Stokkhólmi. Með þessu móti þykir meiri trygging fengin fyr- ir óhlutdrægri prófun utanskólanemenda. Konur hafa fengið rjett til kennaraembætta. Enginn kennari fær veitingu fyrir kennara- stöðu við menta- eða kennaraskóla nema hann hafi áður verið settur í 1 ár og reynst vel. 9. Mentamálanefnd var skipuð 31. des. 1918. í henni eru 15 menn. Hún hefir ekki enn lokið störfum sínum. Nefndinni er ætlað að endurskoða öll skólamál Svía. Einkum er henni þó ætlað að samræma alt skólakerfi ríkisins, gera tillögur um ment- un kvenna og um fieppilegra skipulag á lær- dómsdeildum mentaskólanna. Ætlast er til að öllum skólum sje komið í eina heild. Barnaskólinn á að verða sá grundvöllur sem aðrir skólar byggja á. Gáfuðum börn- um og unglingum sje greiddur vegur til góðs frama, hvort heldur þau eru af háum eða lágum komin. Rikið geri hjer eftir kvennaskólum ekki lægra undir höfði en drengjaskólum. Lærdómsdeildum verði skift i fleiri deildir en nú er. Á þessum grund- velli er nefndinni ætlað að starfa. Nú bíða menn með óþreyju eftir áliti hennar. Á. Á. Rússland. Ekki er líklegt að mikið verði gert fyrir uppeldismálin, þar sem þjóðin stendur ár eftir ár í stríði við hungur, lculda og veik- indi? Getur nokkur búist við, að menningu þjóðar verði lyft meðan svo er ástatt? Eftir að hafa lesið skýrslu um þriggja ára starf skólaráðsins í Rússlandi, verður þvi þó ekki neitað, að Rússland hefir tekið miklum fram- förum á uppeldissviðinu. Fyrst lýsir skýrsl- an öllum þeim mörgu og miklu erfiðleikum, sem voru á vegi umbótanna, svo sem skorti á samúð og skilningi fólksins, þröngsýni og fáfræði kennaranna o. fl. Á þremur árum hefir þó hepnast að yfirstíga hindranir og koma á gagngerðri breytingu. það fyrsta, sem skólaráðið gerði, var að safna öllum bestu kröftum á uppeldissvið- inu. Á þessum þremur árum hafa verið haldin 53 þing til að ræða uppeldismál. Uppeldi ungbarna er á frumstigi, ekki að- eins i Rússlandi, heldur og i allri Evrópu. það fyrsta, sem ráðið sá að þurfti að gera, var að stofna fjölda af uppeldisstofnunum um alt landið, og finna upp nýjar aðferðir viðvikjandi fyrirkomulagi þeirra. Fyrsta uppeldisþingið samþykti þessa ályktun: ,,Uppeldi barnanna áður en þau koma í skólann, er sú undirstaða, sem öll uppeldis- þrif verða að byggjast á“. Nefnd var falið að annast framkvæmdir viðvikjandi ung- harna uppeldi. þessi nefnd ákvað að koma upp barnaheimilum, þar sem börnin gætu verið frá morgni og þangað til mæðumar koma frá vinnu. Áður höfðu verið til barna- garðar, þar sem bömin höfðust við fáa klukkutima á dag. Við lok ársins 1919 vom þegar stofnuð 3623 barnaheimili. Nú em stofnanirnar orðnar 5900. 98 skólar voru stofnaðir, til að kenna meðferð og uppeldi ungra barna. Sovjet-ríkið erfði 583 ungbarnaskóla, þeg- ar gamla keisaradæmið fjell úr sögunni. þessar stofnanir rúmuðu ekki tíunda hlut- þeirra barna, sem bráðlá á hjálp. Nú er alt gert, sem hægt er, til að forða börnum frá hungurdauða og beiningum. Barnaheimilin eru þó ekki orðin nærri þvi fullnægjandi; byggingar vanta, svo að víða eru heimilin ofsetin. Auk þessara stofnana hefir verið komið upp 70 heimilum fyrir börn, er ekki verða höfð með öðrum börnum, annaðhvort af skorti á hæfileikum eða af illu uppeldi. Einnig hefir verið gert mjög mikið til að veita sem flestum börnum hollar hreyfingar og hreint loft að sumrinu. það var erfitt og ilt starf að breyta gömlu skólunum í starfsskóla. Afarmikið er enn ógert, þótt mikið hafi verið afrekað. Grundvöllur nýju skólanna verður að vera sameining vinnu og vísinda. Öll skólaganga er ókeypis frá ungbamaskóla og upp úr há- skólum; hefir þetta orðið til þess, að allir

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.