Sovétvinurinn - 01.09.1934, Blaðsíða 4

Sovétvinurinn - 01.09.1934, Blaðsíða 4
[Sovétvinurinn] Rússlanel úr lofíi. Eftir Hallílór Kiljan Laxness. Þá er nú loksins svo korniú, að íhaldsblöðin hér hafa náðar- samlega leyft Rússum inngöngu í Þjóðahandalagið. Að vísu tóku þau það fram á dögunum, að við mættum ekki húast við því, að aðrar þjóðir mundu þar fyrir fara að hneigjast til samvirkrar þjóð- félagsskipunar, né gera tilraunir til að koma viti í skipulagið hjá sér, og hlýtur það að vera mikil huggun fyrir þá, sem halda uppi þessum málgögnum, og yfirleitt alla glæpamenn og fábjána, hvar sem er í heiminum. En nú vill svo til, að bæði hér á landi og annars staðar er fjöldi inanns, sem hefir séð með eigin augum á- vöxtu samvirkrar þjóðfélagsskipunar, eins og hún hirtist í »föður- landi öreiganna«, og fengið tækifæri til að bera stórvirki þessa skipulags saman við hin fornu minnismerki auðvaldsins þar í landi. Yið höfum með eigin augum séð upp rísa nýtízku iðjuver með frjálsu og upplýstu verkafólki, þar sem auðvaldið lifði áður á því að hlóðsjúga hungraðan og ómenntaðan skríl. Við höfum séð glæsilegar nýhorgir verkamanna, húnar fullkomnustu menningar- skilyrðum á slóðum, þar sem hinar auðvirðilegu leirhyttur auð- valdsins standa enn til sýnis og samanburðar, — en í þeirn sultu þrælar rússneska íhaldsins áður, ásamt skepnum sínuin og sifjaliði, aumastir allra, 1 vonleysismyrkri kúgunarinnar. Kaupið hækkar ár frá ári. Markaðurinn fyllist af vörum. Lífsþægindin aukast hröð- um skrefum. Menningarstofnanirnar eru opnar almenningi; hörn verkamanna fá eins góð uppeldisskilyrði eins og hörn ríkustu horg- ara meðal vor. Og við tökum með öllum heiðarlegum mönnum þátt í fögnuði þjóðarinnar yfir uppbyggingu lands síns, yfir þeirri hlessun, sem hið samvirka skipulag verkalýðsins er að skapa und- ir forustu hins ágæta rússneska kommúnistaflokks. Með því nú þessi gæðamunur á fornu og nýju skipulagi í Rúss- landi er af öllum viðurkenndur, sem séð hafa landið og gert sér far um að kynnast hag verkamanna og gera samanhurð á hinu forna og hinu nýja, þá verður að finna eitthvert ráð til þess að halda íhaldsmönnum hér heima við sína sáluhjálplegu trú, hung- ursneyðina í Rússlandi. Oft virðist eins og þessu fólki finnist að hungursneyðin í Hússlandi sé sín síðasta afsökun og tilverurök. Nú er það almenn skoðun með þjóðinni, að Mhl. sé injög heimskt hlað, sumir segja jafnvel heimskasta og ómenntaðasta málgagn borgarastéttarinnar um gervalla Evrópu. Ég álít aftur á inóti ekki að svo sé. Ég álít, að það sé yfirleitt ekki hægt að hugsa sér, að nokkrir blaðamenn á þessari öld séu vísvitandi jafnheimskir og Mghl. Hinsvegar hehl ég, að Mghl. hafi ákveðin klókindi til hrunns að bera, sem samræmist alveg nákvæmlega menningarstigi og sál- arástandi þeirra manna, sem hafa hagsmuni af því að halda því uppi. Þetta er meira hrós en sagt verður t. d. um ýmis hlöð verkamanna. Nú skal ég koma með gott dæmi máli mínu til sönn- unar. Mghl. skilur réttilega, að það þarf að finna upp móteitur gegn frásögnum sannorðra rnanna, eerri dvalið hafa 1 Ráðstjórnar- ríkjunum til að kynnast ástandinu af eigin reynd. Hvaða aðferð á að nota? Jú. Um daginn finna þeir upp það snjallræði að lýsa yfir því, að það sé í rauninni ekkert að marka frásögur annara rnanna af högum rússneska verkalýðsins en þeirra, sem fljúga yfir landið í flugvél, og skoða það úr lofti. Til þess að kynnast Rússlandi verður maður að fljúga yfir landinu, og helzt nógu hátt. Maður má aðeins tylla sér niður á stöku stað, helzt í einhverjum erfiðum ógestrisnum útsköfum landsins, en umíram allt flýta sér að taka sig upp aftur, - a!St úr lofti, góðir inenn, ekkert að marka nema úr lofti. Öðrum mönnum, sern til Rússlands hafa farið til að kynn- ast högum þjóðarinnar, og ferðazt hafa eftir jörðinni, þ. e. a. s. á landi, voru í blaðinu valin hin hæðilegustu orð og rúnir öllu mannorði. Skömmu síðar koma svo fyrstu Rússlandstíðindi Morgunhlaðsins, að því er maður hlýtur að álykta: úr lofti. I5olsar hafa slátrað hérumbil tveiin miljónum manna. Manni skilst, að þeir hafi gert þetta af einhverju bríaríi, a. nr. k. er ekki gerð grein fyrir nein- um ástæðum. Loftbvggingin í frásögninni er falin í því, að hlaðinu verður á að taka fram, að öll þessi »morð« hafi gerzt á tímurn horgarastyrjaldarinnar. Bolsar myrtu h. u. h. tvær milljónir í horg- arastyrjöldinni, segir Mghl. Tvær milljónir! Það kalla ég ekki mik- ið. íhaldsmenn myrtu 30 milljónir í heimsstyrjöldinni. Og þeir eyddu 400 miljörðum króna til þess að myrða þessar 30 rnilljónir, enda er heimsstyrjöldin hið stærsta sameinaða fyrirtæki, sem íhald- ið hefur nokkru sinni lagt í. Hindenhurg garnli, ágætur maður hjá Mghl., drap 200.000 rússneska menn á einum rnorgni við Tannen- herg. Hvað var markmið rússnesku holsanna? Þeir vildu hrista af sér þann hluta íhaldsmanna, sern í þeirra landi skrifaði upp á víxil fyrir 30 rniljónum morða, Þetta er sá einfaldi hugsana- gangur, sem Morgunblaðið hlýtur að skilja. Hvað svo? Það hörð- ust sem sagt í Rússlandi tvær fjandsamlegar stéttir, sem voru rniklu svarnari, enda rniklu eðlilegri óvinir en nokkrar tvær þjóðir. Oðru rnegin verkalýður Rússlands, sem hafði með byltingunni hrist sig úr rándýrshrömmum kúgaranna, hinu megin leifarnar af herjum þessara ránrlýra, glæpamannaforingjar, æfintýramenn og málalið þeirra. Þessir tveir ósættanlegu herir, þar sem hinn fyrri var full- trúi mannkynsins, hinn síðari fulltrúi óvina mannkynsins, þeir hrytjuðu hvor annan niður unz yfir lauk. Aldrei hefur góður og illur málstaður átt jafn ákveðna fylgismenn í veraldarsögunni. Sem betur fer lauk stríði þeirra þannig, að hinir fyrrnefndu háru sig- ur úr hýtum, en hinum síðarnefmlu var jafnað við jörðu. Aftur kemur grein í Mghl. um Rússland úr lofti. Og maður hyrjar að lesa. Nú er það ófrávíkjanleg regla í öllum blöðum, þeg- ar fréttir eru sagðar, að kjarni fréttarinnar stendur fremst í grein- inni, en síðan kemur röðin að smáatriðuniim. Og maður les: Broyt- ingin er þegar hyrjuð, undirstrikar hlaðið, sú breyting, sem varð í Ráðstjórnarríkjunum við það, að Rússar fengu fastskipaðan full- trúa í ráði Þjóðahandalagsins. Og liver er aðalhreytingin? IJún er sú, að hingað til hafa dansskemmtanir verið harðhannaðar í Rúss- landi, en nú, eftir að Rússar fengu fast sæti í ráðinu, er fólki leyft að halda dansskemmtanir. Aftan til í greininni, óundirstrikað, næstiim því í svigum, er því skotið inn, að sex miljónir manna hafi horfallið í hinni frægu hungursneyð í Rússlandi í fyrra. Það er talað svo hæversklega um þetta sex milljóna mannfall, að manni dettur í hug, hvort Mghl. ef- ist ekki urn það í hjarta sínu, að svo margt fólk sé eftir í Rúss- landi, eftir öll þau ókynstur af fólki, sem hlaðið er þegar húið að myrða á ýmsan liátt 1 þessu óhamingjusama landi á síðustu árum. Ðlaðið er húið að ganga svo yfir sjálft sig í Rússlandsmorðum, að það er bersýnilega orðið kjarklaust að gera sér mat úr þessu, eins og veiðimenn, sem draga of þunga laxa með of stuttu millibili úr of veiðisælum ám. í fyrra var hungursneyð í Rússlandi. I hitteð- fyrra var hungursneyð í Rússlandi. Og enn tilkynnir Mghl., án |iess því stökkvi hros, »yfirvofandi hungursneyð í Hússlandi«. Og hætir við: »En menn eru orðnir því svo vanir í Hússlandi, að fólk hrynji niður í miljónatali, að |»að eru engar líkur til, að það verði stjórn- inni að falli«. Við þessu er ekki nema eitt að segja: Morgunhlað- ið er hamingjusamt blað. Og hversvegna? Það er vegna þess, að þeir sem halda )>ví uppi, hafa minni kýmnishæfileik en aðrir menn, sem sagnir fara af á jarðríki. Ég ferðaðist um Ukraine þvert og endilangt í »hungursneyðinni« 1932. Það var yndisleg hungursneyð. Hvar sem maður kom, var allt í uppgangi. Samyrkju- og ríkisbúin voru að komast á fastan grundvöll. Nýjar horgir voru risnar upp á steppunni. Einhver vold- ugustu stóriðjuver heimsins um það hil fullsköpuð í Donhas-hér- uðunum (Gorlofka, Makejefka, Dnjeprostroj). Aflstöðvar, námur, 4

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.