Alþýðublaðið - 27.05.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 27.05.1965, Blaðsíða 9
 Við lát Gísla orti dr. Jón: „Gjöld muntu finna goldin, glaður um hærri staði þars á gimli guma góðverk hafa sín merki. Ljúfur varstu hjá lýðum, líknar ótrauður snauðum, harður í stríði hörðu, herðimaður í ferðum-“ Er í vísu þesari fólgin merkileg mannlýsing, — og væri makiegt að hún geymdist. ★ Lokaorð. Þetta var lauslegt og sundur laust fpjall um fyrstu skurðað gerð sinnar tegundar á íslandi og það fólk; sem þar kom við sögu Á sínum tíma hefur atburður sem þessi verið líklegur til að vekja alþjóðarathygli, en nú er þetta ósköp algengt og þykir ekki lengur saga til næsta bæjar. Land læknir skýrði Alþýðublaðinu frá því fyrir skömmu, að aðgerðir af þessu tagi væru öðru hverju fram kvæmdar á nær öllum helztu sjúkrahúsum landsins. En ein spurning hlýtur að vakna að lokum: Skyldu ekki einhverj- ir okkar á meðal vera afkomend ur Margrétar Arnljótsdóttur — fyr.tu konunnar á íslandi, sem fæddi barn sitt með keisaraskurði — og galt fyrir með lífi sínu? Lýkur svo af sectioni cæsarae að segja. Tómlæti Píusar enn þá gagnrýnt PÍUS PÁFI XII- hefur á und anförnum árum sætt vaxandi gagnrýni fyrir að hafa látið und ir höfuð leggjast að gagnrýna grimmdarverk nazista á stríðsár unum. í bók sem nýiega kom út í Róm er að finna beztu sannanirn ar fyrir þessum ásökunum, sem komið hafa fram til þessa. í bókinni, sem kallast „Þögn Píusar XII“ og er eftir Carlo Falconi, er einkum minnzt á á- standið í hinu þýzk-hernumda Póilandi og í Króatíu, þar sem fasistaleppstjórn Ante Pavelich útrýmdi rúmlega hálfri milljón serbneskra manna úr rétttrúnaðar kirkjunni, sem héldu uppi and spýrnu gegn kaþólsku kirkjunni, en hún hafði samvinnu við Pa- velich. Skjöl, sem Falconi hefur tekizt að grafa upp, sýna svo að ekki verður um villzt að Píus XII. vissi nákvæmlega um gang mála í þessum tveimur löndum. Nokkrum sinnum var hann að því kominn að hreyfa mótbárum, en hann gerði það aldrei. For- seti pólska lýðveldisins skoraði á Píus XII. nokkrum sinnum að skerast í leikinn, og þögn páfa vakti megna andúð meðal ka- þólskra manna í Króatíu og Pól landi. Falconi er kunnur sérfræð ingur í málefnum Páfagarðs og skrifar fyrir hið vinstrisinnaða vikublað ^L'Espresso". Hann hef ur m.a. nota, skjalasafn pólsku útlagastjórnarinnar í London og skjöl frá Zagreb, höfuðborg Króatíu- Sannanirnar, sem hann kemur fram með, þykja óyggj andi og sýna að þær séu hvorki kommúnistískur né nazistískur áróður. Um Króatíu sagði Falconi, að mótmæli hefðu aldrsi verið bor in fram við tvo sendiherra Pavelichs í Páfagarði vegna hinna ofboðslegu hryðjuverka gegn fólki úr rétttrúnaðarkirkj- unni. Þetta, fólk var flutt nauð ungarflutningum eða sent í fangabúðir, prestar þess og bisk upar voru teknir af lífi og kirkj ur rændar. Aðeins einn ráða- maður í Páfagarði, Tisserant kardináli gat ekki orða bundizt og mótmælti við sendiherrana- Um Pólland segir meðal ann Framh. á 15. síðu. Ný sending af hollenzkum káputn og drögtum tekin upp Bernhard Laxdal Kjöigarði Laus staða Starf irnheimtustjóra við sakadóm Reykjavíkur er laust til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 5. júni n.k. til skrifstofu sakadóms að Borgar túni 7, þar sem gefnar verða nánari upplýsingar um staríið. Yfirsakadómari. Kona óskast til þvotta á barnaheimili í sumar. Upplýsingar á skrifstofunni Öldugötu 4. Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands. Yfirhjúkrunarkonustaöa Staða yfirhjúkrunarkonu við Flókadeild Kleppsspítalans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist skrifstoíu ríkis- . spítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 10. júní 1965. Reykjavík, 25. maí 1965. , SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. t ■ Frá barnaskólum Reykjavíkur . Böm. sem fædd eru á árínu 1958, og ekki sækja vornámskeið þau, er nú standa yfir í barnaskólum, skulu koma í skólana til inn- ritunar föstudaginn 28. maí n.k., kl. 1—4 e.h. | Eldri börn, sem flytjast milli skólahverfa eða koma úr einkaskólum, verða innrituð á sama tíma. Skulu þau hafa með sér flutnings- skírteini. Fræðslustjórinn í Rejdtjavlk. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 27. maí 1965 c'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.