Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Pggar víbis og résa
Mjög áhrifarík ný amerísk stór-
mynd með íslenzkum texta.
Jack Lemmon
Lee Femick
Sýnd kl. 9.
Bönnuð börnum.
Sími 5 02 49
Elns og spegilmynd
INGMAR BERGMANS

Áhrifamikil  Oscar-verðlaunamynd
gerð af snillingnum Ingmar Berg
mann.
Sýnd kl. 9
Bönnuð börnum.
PIPARSVEINN í PARADÍS
Bandarísk gamanmynd í litum og
CinemaScope.
Bob Hope — Lana Turner
Sýnd kl. 7
(    •'#//«.'»
eture
¦<?
U.

Einangrunargler
Framleitt einungis úr
úrvalsgleri — 5 ára ábyrgð.
Pautið tímanlega.
Korkiðjan hf.
Skúlagötu 57 — Sími 23260SMURSTÖÐIN
Sætúni 4 — Sími 16-2-27
Iiílliun er smurður fljótt og vel.
Seljum allar teguíidir af smurolíu
mikið,  sagði Einar. — Það er
svo erfitt að hata.
—  Undarleg orð frá manni,
sem alltaf hefur látið tilfinning-
ar ráða, svaraði Halldór. — Ég
þakka þér fyrir að þú skyldir
nenna að hlusta á mig.
— Heyrðu vinur, sagði Einar.
— Vertu ekki með þessa ofsa-
reiði yfir smáskoðanamun. Á ég
ekki annars að líta við hjá þér
núna, mér heyrist þér ekki líða
alltof vel?
Halldór var alvarlega að hugsa
um að segja nei og þakka pent
fyrir, en svo skipti hann um
skoðun.
Honum leið sannarlega illa og
hann átti erfitt með að vera einn.
Auk þess hafði Einar reynzt hon
um vel og hann vildi gjarnan sjá
einhvern.
Það var líka rétt hjá Einari,
hann átti ekki að hlaupa svona
upn á nef sér út af smávegis
skoðanamun.
Hvernig átti Einar eða nokk-
ur annar, sem ekki hafði lent í
því sama og hann að skilja skoð-
anir ha"ns og tilfinningar?
Það var konan hans, sem hafði
verið myrt, konan hans, sem
hafði verið ekið yfir.
Já, hve slæm, sem hún hafði
verið á köflum, var hún þó allt
af konan hans og móðir Boggu
litlu og Sigga.
—  Þakka þér fyrir, svaraði
hann hæglátlega. — Ég lield óg
þiggi það, ef þú þá nennir að
sitja yfir mér þegar ég er í
svona skapi. Ég er víst ekkert
sérlega skemmtilegur núna.
— ÞaS er ekki við þvi að bú-
ast, sagði Einar. — Hvenær viltu
að ég komi?
—  Komdu eftir kvöldmatinn.
Ég ætla að gefa börnunum að
borða og koma þeim í rúmið
fyrst.
Þeir kvöddust og Halldór fór
að hræra skyrið handa börnun-
um og sjóða egg.
Honum fannst iþað undarlegt,
hve Bogga litla virtist sakna móð
uc sinnar Utið. Siggi saknaði
hennar mun meira, enda hafði
hann alltaf dáð móður sína. sem
sífellt var svo falleg og fín.
En hann mátti ekki hugsa um
hana núna.
11. KAFLI.
Daginn, sem útför Bósu fór
fram, kom ég seint heim Klukk
an var farin að ganga átta og
pabbi og mamma voru búin að
borða.
Halldór var löngu biíinn að
sækja börnin og eiginlega var ég
því fegin. Börnin heimtuðu at-
hygli mína óskipta og dagurinn
háfði verið erfiður.
Ýmislegt, sem ég hafði ekki
haft rænu á að ljúka við, var
komið í eindaga og ég varð að
Framhaldssaga
eftir Ingibjörgu
Jónsdóttur
14. HLUTI
sitja við fram á kvöld unz ég
hefði unnið það upp, sem hall-
oka hafði farið meðan hugarvíl
mitt var sem mest.
Móðir mín settist hjá mér með
an ég borðaði. Hún gat ekki um
annað talað en börnin, sem höfðu
verið falin hennar umsjá um
sihn.
Móðir mín hefur alltaf verið
mjög barngóð koha og ég veit
að það hefur veriö henni erfitt
áð eignast aðeins mig eina. Þau
föður minn hafði alltaf Jreymt
um að eiga sex böm að minnsta
kosti.
En það er oft eins og það fólk,
sem þráir börnin mest geti ekki
átt þau og hinir, sem ekkert
virðast hafa. með börn að gera
hlaða þeim niður.
Hún sagði mér, hvað Bogga
litla hefði verið dugleg að borða
og hvað Siggi væri hrifinn af
mér. Að hún hefði keypt garn í
peysu handa Boggu af því að
hennar væri rifin og að hún
hefði prjónað vettlinga á Sigga
af því að honum var alltaf svo
kalt á höndunum.
— Þau eru bæði hrifin af þér
Inga mín, sagði hún. — Þú hef
ur líka gert ýmislegt til að laða
þau að þér. -Það er fallega gert
af þér. Veslingarnir litlu hafa
misst svo mikið.
— Þau eru beztu börn, sagðí
ég annars hugar og fór að hugsa
um það, að eðlilegt hefði verið
að börnin væru ofar í huga mér
en faðir þeirra, þó því væri á
annan veg farið.
Ég átti alls ekki að hugsa um
Halldór. Undarlegt að ekkert ann
að en sá maður skildi komast að
í huga mér.
Það yrði breyting á því á næst
unni.
Þá kæmi Sigurður heim frá
Diisseldorf og þá yrði ég elsk
uð á ný. Hann myndi reka mína
vondu samvizku á brott og ég
yrði aftur ég sjálf.
Þá yrði ég ekki einmana leng
ur.
Þá gæti ég hætt að hugsa í sí
fellu um ungu konuna, sem ég
hefði orðið að bana. Ég var
hvort eð er að gera mitt bezta
til að bæta fyrir brot mitt.
Ekki hefði Halldór og börnin
verið sælli ef ég hefði verið sett
í varðhald eða dæmd í sekt.
Halldór hefði ekki fengið neitt
af þeim peningum og börnin
hans hefðu ekki haft Ingu
frænku til að hátta sig og þvo
sér um fingurnar. Þá hefði eng
inn sagt þeim sögur meðan þau
voru að sofna á kvöldin.
í dag hafði ég selt bilinn minn,
sem ég hafði verið svo stolt af
að eiga.
Það haf8i eiginlega borizt upp
í hendurnar á mér og ( kvöld
myndi ég segja foreldrum mín-
um, að ég vildi heldur pert eitt
hvað annað við peningana.
Ég ætlaði að segja þeim, að ég
hefði fengið svo gott tilboð í bíl
inn, að ég hefði ekkl tímt að
neita því.
Faðir minn yrði fegínn. Hann
hafði alltaf verið hræddur um
mig. Honum var ekkert um að
vita af mér sitjandi undir stýri
í hálku eða rigningu.
Faðir minn sá alls staðar fyrir
sér slysin.
Fata
viðgerðir
SETJUM SKINN A JAKKA
AUK ANNARRA FATA-
VIÐGERÐA
SANNGJARNT VERÐ.
EFimWUG
%FÁti
AUS TURB/%LJA /?
Skipholti 1. - Sfmi 18448.
SÆNGUR
>•. 1ÍS*K!? >/•
Endurnýjum gömlu sængurnar.
Seljum dún- og fiðurheld ver.
NÝJA FIDURHREINSUNIN
Hverfisgötu 57A. Sími  16738
SMURT BRAUÐ
Snittur.
Opið frá ltL 9—23,30.
Brauðstofan
Vesturgötu 25.
Síml 16012
Guðmundur, sera var sölumat
ur á fasteignadeild lögfræðiskriJ
stofunnar, sem ég vann á* hafðl
keypt bílinn.
Ég spurði hann í ræln! hveni
ig; vær* að selja Voltewag««
núna og hann hafði boðizt til á8
kaupa hann af mér.
Mér lá ekki á aS fá alla peái
ingana í einu, enda átti Halldðí
frekar að fá þá smátt og simftt.
Fjörutíu þúsund krónur hafðf
hann borgað mér fyrir b'linn út,
afganginn átti ég að fá f fimia
þúsund króna afborgunum mán-
aðarlega.
í dag rétt áður en ég fór heim
hafði ég sett í póst bréf metS
tíu bláum seðlum í. Seðlar, sem
voru vafnir inn í hvíta örk með
orðunum:
ALÞtÐUBLAÐiÐ - 2. júní 1965  J.3
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16