Alþýðublaðið - 04.06.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.06.1965, Blaðsíða 5
Borgarreikning- ur lagður fram Eeykjavík. — EG. KEIKNINGUR Reykjavíkurborgar Og fyrirtækja borgarinnar var lagður fram í borgarstjórn í gær Verkfall boðað á kaupskipaflotanum FÉLAG matreiðslumanna, Félag framleiðslumanna og kvennadeild Félags framreiðslumanna (þernur) á kaupskipaflotanum hafa boðað verkfall frá og með föstudeginum 11. þ. m. hafi samningar eklti tek- izt fyrir þann tíma. Matreiðslu- menn á kaupskipaflotanum fara fram á sama kaup og matsveinar í land'i og þernur fara fram á sama kaup og verkakonum er borg að mest í landi við sömu störf. Framreiðslumenn fara fram á sama kaup og samstarfsmenn þeirra í landi koma til með að fá. Engar samningaumleitanir hafa enn farið fram á milli samninga- aðila. og fór fram um hann 1. umræða, en Geir Hallgrímsson borgarstjóri fylgdi reikningnum úr hlaði. Niðurstöðutölur tfckjumegin á borgarreikningi eru 620,5 milljón- ir. Helztu tekjuliðir eru sem hér segir: Tekjuskattur 416,7 millj., að stöðugjöld 83,4 millj., framlag úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga 75,8 millj. og fasteignagjöld 19,5 milljónir. Helztu gjaldaliðir eru þessir: Stjórn borgarinnar 26,8 millj., lög gæzla 21,8 millj., fræðslumál 59,5 millj., brunamál 10,0 millj., listir, íþróttir og útivera 24,4 millj. og framlag til Strætisvagna Reykja- víkur 8,0 millj. ■ Afskrifaðar og eftirgefnar skuld ir eru rúmlega ein. milljón króna og fært er yfir á eignabreytingu 136,9 millj. Borgarreikningurinn er mjög ítarlegur og í honum að finna sundurliðaða reikninga borgarinn ar og allra hennar fyrirtækja og sjóða, sem á hennar vegum eru. -X HAPPADRÆTII HÁSKÓLA ÍSLANDS AÐALSKRIFSTOFAN VERÐUR LOKUÐ Á LAUGARDÖGUM YFIR SUM ARMÁNUÐIN A. HAPPDRÆTTI t ; . HÁSKÓLA ISLANDS TJARNARGÖTU 4 í Saigon versnar HINGAÐ til lands er væntanlegur næstu daga sérfræðingur í sauð- fjárrúningum frá Sunbeam-verksmiðjunum í Bandaríkjunum til að kynna nýja og fullkomna tegund af rafknúnum sauðfjárklippum, auk þess sem hann mun kenna mönnum meðferð á þessum tækjum. Þessi maðiu' heitir Ed Warner, og er hann sá sami og bjó þessa klipputegund til, og heitir hún í höfuðið á honum EW Shearmaster. Warner mun ferðast um nokkra stað hér og sýna klippurnar, og þann útbúnað sem hægt er að fá með þeim. Eins mun hann skýra fyrir mönmun hvernig bezt sé hægt að nota þær og leyfa mönnum að reyna þær. Hann mun fyrst sýna: Þriðjudaginn 8. júní að Ær- lækjarsali, Norður-Þingeyjarsýslu, og hefst námskeið þar kl. 14.00. Miðvikudaginn 9. júní að Björgum í Hörgárdal, Eyjafirð.i og hefst námskeið þar kl. 13.30. — Fimmtudaginn 10. júní að Vegamótum, Miklaholtslireppi, Snæfellsnesi, og hefst náinskeið þar kl. 13.30. — Föstudaginn 11. júní að Holti, Stokkseyrarhreppi, Árnessýslu, og hefst námskeið þar kl. 14.00. Saigon, 3. júní. (ntb-reuter). HERFORINGJAR og stjórnmála Ieiðtogar í S-Vietnam héldu langan fund í forsetahöllinni í dag til að reyna að finna lausn á stjórnar- kreppunni, sem staðið hefur í viku og sífellt harðnað. 2.000 kaþólskir menn efndu til mótmælafunda í kirkjum Saigon, er fundurinn hófst. Kaþólskir menn segja, að ' Phan Hay Quat forsætisráðherra hafi ekki tekizt að sameina þjóð- iDa og að hann sé fylgjandi hlut- leysislausn á Vietnammálinu. Phan Khac Suu forseti hefur neitað að staðfesta skipun tveggja nýrra ráðherra í stjórn Quats, sem leysti sex ráðherra frá störfum í Negri myrtur í Bogalusa Bogalusa, 3. júní. (ntb-reuter). LÖGREGLAN í Bogalusa í Lou- isiana ákærði í dag hvítan mann fyrir morð á blökkumanni úr lögreglu bæjarins. Lögreglumaður inn var annar þeirra tveggja blökkumanna, sem ráðnir hafa verið I lögregluna í Bogalusa. — Hinn lögreglumaðurinn særðist þegar þeim var báðum veitt fyr- irsát fyrir norðan Bogalusa, þar sem þeir voru í eftirlitsferð í iög reglubíl, í gærkvöldi. Hinn ákærði, Ernis McElveen, sem er 41 árs að aldri og vinnur í pappírsverksmiðju, var handtek inn í bíl sínum í Tylertowi í Mis- sissippi einni klukkustund eftir morðið. Blökkumennirnir voru nýlega ráðnir í lögregluna, og höfðu eftir lit með blökkumannahverfunum. Þeir voru ráðnir eftir vaxandi kyn þáttaágreining í bænum vegna baráttu blökkumanna gegn kyn- þáttamisrétti í Bogalusa. síðustu viku. Hér er um að ræða innanríkis og efnahagsráðherrann. Báðir hafa neitað að víkja þótt Quat hafi skipað nýja menn í emb- ætti þeirra. Ekki er talið ósennilegt, að Tran Van Tuyen varaforsætisráðherra, sem kom til Saigon í gær úr ferð um Afríku, verði forsætisráðherra ef Quat tekst ekki að halda völd- unum. Tuyen átti í kvöld að ræða við Maxwell Taylor, sendiherra Bandarikjanna, um ástandið. Tay- lor hefur hvað eftir annað frestað fyrirhugaðri ferð til Washington. Hersveitum Suður-Vietnam- stjórnar var tvfvegis f dag veitt fyrirsát á fjallasvæði einu um 350 km. fyrir norðvestan Saigon og mannfall varð mikið. Samtímis gerði Vietcong djarfa árás á smá þorp aðeins 16 km. fyrir vestan Saigon. Bandarískar þyrlur áttu mikinn þátt í að hrinda þeirri á- rás, en óttazt er að flestir þeirra 350 manna, sem Vietcong veitti fyrirsát, hafi fallið. Framh. á 10. síðu Ný umferð- arljós___________ Reykjavík. — EG. Á FUNDI umferðarnefndas 18. maí síðastliðinn var samþykkt að sett verði upp umferðarljós á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar, og var umferðar- deild borgarinnar falin nánarl undirbúningur málsins. Mörg ár eru nú liðin síðan þessi sama nefnd samþykkti að setja skyldi upp umferðarljós A mótum Hafnarstrætis og Pósthús- strætis, en sú framkvæmd situr enn á hakanum. Á fyrrgi-eindum fundi umferðar nefndar var einnig samþykkt að setja upp sérstök umferðarmerkl til leiðbeiningar, er umferðarljós bila skyndilega. FRAMREIÐSLUMENN hófu verh fall á miðnætti s.l. nótt. Samn« ingafundir dieluaðila stóðu yílr fram yfir miðnætti, en ekkert Út* lit var fyrir að samningar tækjust síðast þegar til fréttist. Ný hafnarböð á Grandagaröi Reykjavík. — EG. REYKJAVÍKURHÖFN hefur sótt um leyfi til byggingarnefndar Reykjavíkurborgar að fá að byggja baðhús úr steinsteypu vest ur á Grandagarði. Á hið nýja baðhús að vera rúmlega 117 fer- metrar að flatarmáli og 870 rúm- metrar. Gunnar B. Guðmundsson hafn- arstjóri tjáði blaðinu í dag, að með aukinni bátaútgerð, sem að- allega er staðsett í vesturhöfninni hafi komið í ljós, að þörf var á að reisa þar baðhús fyrir sjómenn, Hafnarböðin störfuðu áður í gömh* verbúðunum skammt frá Slippn- um, en voru flutt í Hafnarbúðil*, er þær voru reistar. Þaugað er hins vegar all langt að sækja úr vesturhöfninni og því verður ráíý* ist í að byggja þar baðhús, sem verður við endann á verbúðunun* norðan megin. Er gert ráð fyrht að þar verði aðstaða þannig, ad minnsta kosti tíu menn geti baðað sig þar í senn. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. juní 1965 Q

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.