Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						I HEYRANDA HUÓÐI
eftir Helga Sðefiiuncbsön
SUMUM nægja fá kvæði til
góðrar skáldfrægðar. Svo var
um Magnús Stefánsson, sem
gegndi dulnefninu Örn Arnar
son. Ný útgáfa af ljóðasafni
hans, „Illgresi," nemur fimm-
tán örkum, og er henni þó skor
inn víður stakkúrinn. Slíkt
reyndist ævistarf Arnar Arnar
sonar að fyrirferð. Eigi að síð-
ur mun hann jafnan talinn í
hópi sérstæðra, listrænna og
snjallra skálda tímabilsins
milli       heimsstyrjaldanna
tveggja. Þessi fjórða útgáfa af
„Illgresi" er fagnaðarefni.
Kvæði Arnar Arnarsonar skulu
sannarlega ekki liggja í þagn
argildi.
Magnús Stefánsson sá ég
einu sinni af tilviljun, en hafði
aldrei tal af honum. Hins veg
ar bera vinir hans í Vestmanna
eyjum, Hafnarfirði og Heykja
vík manninum þannig sögu,
að mér finnst ég hafa kynnzt
honum sæmilega. Minningar-
grein Bjarna Aðalbjarnarsonar
um hann frá 1942 er glögg og
nærfærin, þó að þar sé stiklað
mjög á stóru, og síðan hafa
Jóhann Gunnar Ólafsson, Stef
án Júlíusson og Kristinn Ólafs
son ritað af þekkingu og skiln
ingi um Magnús og skáldskap
Arnar Arnarsonar. Æviþáttur
inn er fljótrakinn: Magnús
fæddist 12. desember 1884 aust
ur á Langanesströnd og undi
kröppum kjörum í æsku og
bernsku, en fékk samt ávaxtað
hæfileika sína, nam við Flens
borg og konnaraskólann og
varð sér úti um prýðilega sjálfs
menntun. Magnús var sýslu-
skrifari í Vestmannaeyjum
nokkur ár, en fluttist tíl Hafn
arfjarðar í lok fyrri heimsstyrj
aldarinnar og starfaði þar við
afgreiðslu og skrifstofustörf og
síðast bókavörzlu, en-sótti fram
eftir ævi sumarvinnu norður í
land, var íþróttamaður, víðför
ull ferðalangur og einlægur
unnandi íslenzkrar náttúru.
Magnús kenndi snögglega
hjartabilunar 1935 og komst
aldrei til heilsu síðan. Hann
lézt sumarið 1942.
Örn Arnarson kvaddi sér
hljóðs 1920 með ellefu kvæð
um í Eimreiðinni og var víst
þaðan í frá landskunnur af
kveðskap sínum. Fyrsta útgáfan
af „Illgresi" kom út fjórum ár
um síðar, en eftir það birti
Örn aðeins kvæði sín í blöð
um og tímaritum meðan hann
lifði, nema hvað rímurnar af
Oddi sterka vorú prentaðar í
kveri 1938. Önnur og stórauk
in útgáfa ljóðasafnsins kom út
að Erni Arnarsyni látnum 1942,
og mun þriðja útgáfan 1949
óbreytt frá henni. Nýja útgáfan
flytur svo nokkrar þvðingar,
sem önnur útgáfan tók ekki
ti], ásamt þeim frumsömdum
kvæðum í fyrstu útsáfunni, er
þar voru niður felld, svo og
þau sem birtust i minningaþátt
um Kristins Ólafssonar um
Örn Arnarson, en þeir voru
18. smábók menningarsjóðs
1964.
Örn Arnarson var orðinn,
þroskað skáld, er hann birti
kvæði sín fyrsta sinni, hafði
ort frá barnsaldri og náð mik
illi þjálfun í íþróttinni. Munu
og fá skáld rímhagari en hann.
Erni var hins vegar öll tilgerð
svo fjarrí skapi, að hann beítti
SPILAKVÖLD
Alþýðufiokksfélaganna
í Hafnarfirði
verður í Alþýðuhúsinu fimmtudagskvöld
2. desember n.k. kl. 8,30.
Félagsvist — Sameiginleg kaffidrykkja.
Avarp: Gylfi Þ. 'Gíslason menntamálaráð-
herra flytur. — Skemmtiatriði: Þjóðlaga-
söngur.
Þetta er lokakeppni í þriggja kvölda keppn-
inni. — Mætið stundvíslega.
Spilanefndin.
Auglýsingasíminn er 14906

,4$ms
^Mt
ORN ARNARSON
sialdan þeirri frábæru leikni
nema í stökum og rímunum
af Oddi sterka, Kvæðin Ásrún,
Stjáni blái, Ljóðabréf til Vest
ur-íslendmgs og Þá var ég ung-
ur vitna um hæfni skáldsins
að leysa þrautir stórra yrkis
efna. Eigi að síður er sérkenni
Arnar að ljúka erindi boðskap-
ar og listar í stuttu máli.Kvæð
in eru undantekningalítið hnit-
miðuð, sú var aðferð Arnar
Arnarsonar, numin af snillingn
um Heine, en framkvæmd með
athyglisverðum, sjálfstæðum
hætti. Hún ræður þeim úrslit
um, að Örn kann sér jafnan
hóf, freistast ekki til mælgi
í ljóði, kemur skynjun og hugs
un skilmerkilega á framfæri.
Árangurinn sést bezt á því, að
hann lætur naumast lélegt
kvæði eftir sig, þó að þau séu
vitaskuld misjöfn, Ijóðasafnið
er líkara úrvali en venjuleg
um kvæðabókum. Örn Arnar
son reyndi ekki að leggja und-
ir sig land eða heim, þjóð
eða mannkyn í skáldskap sín-
um, en ræktaði garð reynslu
og lífsskoðunar af mikilli alúð.
Yfirbragð flestra ljóðanria er
glettin beiskja og skaprík á-
deila, en bak við kvikar næm-
ur tregi og sár harmur. Skáld-
ið bjó sér til grímu — sem
betur fór. Magnús Stefánsson
myndi  sennilega  aldrei  hafa
ii ort  um  sjálfan  sig  eins  og
Örn Arnarson gerði.
Örn Arnarson kvað margan
kíminn brag. Eitt þeirra Ijóða
heitir Syndafall:
f Eden ástar þinnar
ég alsæll lengi sat,
las þar epli og aldin
og át, eins og ég gat.
í Eden má ekki syndga,
því útlegðin þá er vís,
og nú er ég eins og Adam
útlagi úr Paradís.
En þar voru epli og aldin
eftir. Því er nú ver.
Og þau lenda öll í öðrum —
i öðrum. Guð hjálpi mér.
Annað nefnist Tjaldbúðin og
er þannig:
Hin heilaga Hebreatjaldbúð
var hjartfólgin ísraels lýð,
og helgasti staður hér á jörð
var hún á sinni tíð.
í forgarðinn komust flestir,
en færri í hið heilaga inn.
Hið allra helgasta enginn. sá
nema æðsti presturinn.
Ég mætti ungmey áðan,
og ekkert er fegra á jörð.
Mér fannst hún tjaldbúð himin
helg
af höndum drottins gjörð.
Hið heilaga er faðmur hennar.
Hið helgasta þrái ég mest.
Mætti ekki, gæzkan mín góð,
gera mig æðsta prest?
Svo víkur sögunni að alvör-
unni, treganum og harminum,
eins og i kvæðinu Fylgdar-
laun:
Ég á leið um heiðar og hraun,
hjartað mitt, íylgdu mér.
Annars  fer  ég  villur  vegar.  '
Vel skal ég launa þér.      j
í sjóði á ég silfur og gull.
Silfrið er ástin mín.
Og gullið, lífs míns leyndu
sorgir,
læt ég falt til þín.
[
Gakktu með mér hinn grýtta
veg.
Gullið í boði er.
Sorgina hálfa, ástina alla
eg vil gefa þér.
Viðhorf Arnar Arnarsonar
sem manns og skálds spégl-
ast þó kannski bezt í ljóðinu
Illgresi.
Löngum er ég einn á gangi,
einkum þegar sólin skín.
Fáum  kunn,  á  víðavangi
víða liggja sporin mín.
Eins og barn með blóm í fangi,'
bróðir, kem ég inn til þín.
Undir heiðum himni og víðum,
hvilíkt yndi að skemmta sér,
þegar blóm í brekku og hlíðum
brosa, hvar ^em litið er.
En illgresið er oft og tíðunV
yndislegast, sýnist mér.
Þessi f.iórða útgáfa  af  „IIL.;
gresi" er vissulega snotur bókv
og kærkomin. Samt hefði þurít
að búa hana til prentunar aft
samvizkusamari    nákvæmni.
Eina prentvillan í annarri út
gáfu gengur hér aftur, og nýj
ar bætast við. Glöp munu agj
að flokka í Eyjum með frum-^'
ortum kvæðum, og mér gezt C
ekki sú ráðabreythi að láta þýð-.
ingarnar  ófeðraðar,   minnsta!>
kosti  jafn  auðrakin ljóð  oáj
Hrafna, Rósina, Jón Anderson,
y
og Islenzka smavjsu. Minningaiv
grein  Bjavna  Aðalbjarnarscn,
ar á hér mætavel heima, þó aðk
þar sé raunar hvergi  minnat''
áhrifa Arnar Arnarsonar af er/
lendum  skáldum.  ViðaukinnC
með  þessari  nviu  úf.aáfu  mv
hins vegar næsta snubbóttur.<
Kurteisi vmrí til dæmis að láta),
skár getið kversins með minn('
ineabáttum  Kristins  Ólafsson',
ar^ Gætir enn beirrar ódveeð-',
ar i fari „nóbelsverð'aunafr,'-.
laasins." sem einkenndi útgáf'V
Helaafells  af  kvssðasafni og'
greinum Rteins Steinarr.
Helgi Sæmundsson.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ -  1. des. 1965  J
;
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16