Alþýðublaðið - 05.12.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 05.12.1965, Blaðsíða 16
r ■ i * •I Nú eru kellingarnar búnar a» smokra fram af sér jóla • hreingerningunum. Þær láta kallana mála hátt og lágt. Bítlaliljómsveitin Tónar, •gengur öli fyrir rafmagni, • nema auðvitað bítillinn, sem -•passar rafmagnsgæjurnar. ÞAÐ ER KOMINN desember og líður að jólum. Og að jólunum loknum koma áramótin, en það er eiginlega engu síður hátíð en sjálf friðarhátíðin, að mati sumra manna. Og að áramótunum lokn um tekur við það sem enginn veit hvernig verður, næsta ár. Við hér á baksíðunni erum að hugsa um, að stofna auglýsinga stofu núna í árslokin. Það er komið á daginn, að við höfum ‘hæfileika tii þess. í fyrrad. skrif uðum við baksíðugrein um nokkr ar skemmtilegar vísur, sem nýlega hafa birtzt í bók, og sem fyrir sögn yfir þá grein settum við hendingarbrot úr alkunnri stöku eftir káinn: „Enn er káinn ern að sjá: .... en þegar við opn uðum Moggann í gær, hvað blasti þá við nema heljarmikii auglýs ing með þessari sömu yfirskrift, og sýnir það að fyrh-sagnir hér á síðunni geta gengið í augun á fleirum en stjórnanda þáttarins um daglegt mál. Blöðin eru aðeins farin að byrja að setja upp jólasvipinn, en jóla svipur blaðanna er aðallega fólg inn í eins konar bólgu; þau bólgna út til að gefa öllum bókaauglýsing unum rúm, og svo bætast við alls konar jólablöð. Sú undarlega trú meðal allra, sem gefa út blöð, að almenningur hafi einhvern tíma til að lesa um jólin og því verði að sjá mönnum fyrir meira les efni þá en endranær. Þetta er auð Vitað messti misskilningur, því að eftir allan jólaundirbúninginn, sem hjá sumum er eins átakamik il og meðalherferð var í gamla daga, þá er fólk yfirleitt ekki til annars fært en að liggja fyrir og hvíla sig. En þó að jólahamurinn sé far inn að færast yfir blöðin, má þar enn finna frétt og-frétt innan um. Tíminn skýrði til dæmis frá því hér á dögunum, að nú trúarbrögð liefðu borizt til landsins og væri eitt megininntak þeirra, að eigin lega væru öll trúarbrögð jafngóð •Við fáum þó ekki séð að í þessu gé fólgin nein nýjung. Þetta ér ejn mitt nákvæmlega sama trúleysis þvælusnakkið og sumir virtir prest ar þjóðkirkjunnar hafa verið að halda að mönnum lengi. Enda þarf víst ekki að gera ráð fyrir öðru en að árangur þessa nýja trúboðs verði eitthvað svipaður árangri h'ins fyrra. Fyrst farið er að minnast á trú mál, er ekki hægt annað en minn ast á blessaðan bjórinn, en umræð ur um hann hafa einatt tekið á sig sams konar svip og trúmála deilur. Ef menn settu eitthvert guðfræðilegt hugtak, t.d. djöfulinn eða þá guðdóminn, allt eftf- smekk, í staðinn fyrir þetta orð bjór, þá væri erfitt að greina hvort verið væri að fjalla um bjórmálið •eða t. d. Sigurður Vigfússon að álasa dómprófastinum í Reykja- vík fyrir trúleysi. En þetta svo kallaða bjórmál hefur tekið á sig nýja mynd að undanför/iu, þegar fréttir hafa verið að berast um að til standi norður á Akureyri og jafrivel víðar um land að hefj iframleiðslu á bjór. Þessi ^jjór verður að sjálfsögðu ætlaður til útflutnings, því að innlendum er ekki treystandi fyrir að drekka þann vökva heiðarlega fenginn. Auðvitað verður þessi bjór samt drukkinn hér, ekkert síður en ann ar bjór, en kannski það þyki smekk legra að menn smygli innléndum bjór til landsins heldur en er lendum. Þjóðernismálin liafa ver ið til umræðu að undanförnu og það igetur vel verið að ein hverjir telji það þjóðlegra smygl heldur en hitt. En það líður sem sagt að jól- um, og flestir munu búnir að gera sínar ráðstafanir til að fá jóla bjórinn í tíma og þeir, sem eru forsjálir, eru jafnvel þegar farn ’ ir að skrifa jólakortin, sem þeir ætla að senda til allra, sem sendu þeim jólakort í fyrra. Þetta er ákaflega fallegur siður að senda náunganum jólakort, en hins veg ar er það óneitanlega skemmti legra fyrir viðtakandan að vita frá hverjum hann fær jólakort. Sjálfur verð ég fyrir því á hveju * ári að fá nokkur jólakort, sem eg veit ekki fyrr en eftir mikil lieila brot hver hefur sent og með sum þeirra veit ég það aldrei. Þá stend ur undir þeim eitthvað á þessa leifí Fjölskyldan á Fjölskyldubraut 55 eða eithvað annað heimilisfang. Hvernig í ósköpunum er hægt að ætlast til að ég viti, hvaða fólk ibýr ð F.iölskvldubraut 55, jafn vel þótt það kunni að vera eitt hvað frændfólk, sem ég heimsæki fyrir siðasakir á fimmtugsafmæl um. Nei, þarna væri æskilegt að fá eiilhverjar nánari upplýsing ar um' sendanda. Eruð þér lierrann, sem á svona annríkt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.