Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 6

Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 6
rfsik Þriðjudaginn 8. desember 1959 TÍSIXt DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. TWr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnar-skrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—10,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Gí§li Sveiitsson. fyrrunt Alþiwtyisforseii. Hvað er það, sem gera þarf ? Mikið er um það rætt um þessar mundir, eins og alltaf við hver áramót, hvað íslending- ' ar þurfi og eigi að gera til þess að koma reglu á búskap sinn. Þetta er einkar eðlilegt, því að menn hafa lengi vitað, ; að eitthvað er bogið við hús- haldið hjá okkur. Það kemur | svo að segja fram mánaðar- lega í tilkynningum Hag- stofunnar, sem segja frá því, hversu mikið við flytjum inn af allskonar vörum og hversu mikið við seljum öðrum þjóð- j um til að greiða fyrir inn- flutning okkar. Og því miður er það nær ætíð sama saga — við kaupum miklu meira 1 en við seljum, svo að oftast nemur tugum milljónum króna á mánuði hverjum og munurinn skiptir hundruð- um milljóna við áramót. Tölurnar um þetta eru að vísu ekki hárnámkvæmar, því að með verðmæti innflutnings eru talin farmgjöld, sem greidd eru hér, og nokkrar duldar tekjur koma til greina, svo að jöfnuðurinn er ekki alveg eins háskalegur og tölurnar sýna. En hann er samt mjög óhagstæður, ogþað er mergurinn málsins. Mað- ur, sem á 100 krónur en eyð- ir 110, stofnar skuld, sem ' hann verður að greiða, og það getur hann ekki gert ! nema með því að draga úr ! neyzlu sinni eða þá að auka ! tekjurnar, sem hann hefir til til greiða með þarfir sínar. ■ Þetta blasir við hverjum manni, sem lifir um efni fram, og eins þjóðfélög. Þetta hefir verið að ge^ast hér á landi. Við höfum að vísu aukið framleiðsluna á öllum sviðum til mikilla muna og ár frá ári, en við höfum ver- 1 ið enn röskari á öðru sviði. ! Við höfum verið enn dug- legri við hitt — að eyða því fé, sem við höfum aflað, og meira til. Þess vegna koma erfiðleikarnir. Við höfum ekki haft getu eða vit til að fara okkur hægar við eyðsl- una en fjáröflunina. Þegar svo stendur á, getur ekki far- ið á neinn annan veg en þann, sem farið hefir hjá okkur — erfiðleikar segja til sín, sem fara vaxandi eftir því sem lengra líður á of- eyðsluna. Hvað er það þá, sem við þurf- um að gera til þess að koma lagi á — jafnvægi í viðskipt- um okkar við aðrar þjóðir? Það er einfalt mál, eins og forstjóri Efnahagssamvinnu- stofnunar Evrópu sagði í fyrirlestri sínum í Háskól- anum um daginn: Við þurf- um ekki að skera niður eyðsluna, en við verðum að koma í veg fyrir, að hún haldi áfram að aukast með sama hætti og hún hefir gert. Við verðum að reyna að koma því svo fyrir, að tekjurnar geti náð útgjöldunum, og ef við getum það, verður öllu borgið. Þetta er mergui’inn málsins, og allir menn sjá, að það er ósköp einfalt og blátt áfram. Ef við gerum þetta, þá mun renna upp nýtt skeið í at- vinnu- og efnahagslífi okkar íslendinga, í nærfellt 20 ár hefir hér verið sífelld ólga í efnahagslífinu, af því að það hefir verið prédikað fyrir mönnum, að þjóðin geti ekki orðið hamingjusöm nema eyðslan ynni kapphlaupið við tekjurnar. Margir hafa trúað þeim falskenningum, aðrir látið fljóta með fjöldanum, sem hefir barizt fyrir þeim, en nú blasir árangurinn við — meiri erfiðleikar en nokkru sinni fyrr. Það sann- ar þjóðinni væntanlega, að það eru falsspámenn, sem hæst hafa talað og hún lagt mestan trúnað á. Hver líti á sjáffan sig. Ef þetta dæmi er lagt fyrir al- menning á nógu ljósan og einfaldan hátt, sjá menn, hvað um er að vera og hver útkoman getur orðið. Til eru hinsvegar þeir menn, sem Vilja ekki, að almenningur geti kynnt sér dæmið með einföldu móti. Annað hvort segja þeir almenningi ósatt frá eða þeir telja almenningi trú um, að hægt sé að fá allt ! aðra útkomu en verða mundi, I ef hver reiknaði fyrir sig, þegar hann hefði fengið að ,sjá allar staðreyndir málsins. 1 Nú er um þetta mest um vert - að almenningur hugsi fyrir sjálfan sig í stað þess að láta þá, sem skrifa í Þjóðviljann og Tímann telja sér trú um í algeru hugsunarleysi, að hag- ur þjóðarinnar geti ekki batnað nema með því móti að hún gerist enn eyðslusam- ari. Hver heilbrigður maður veit, að hann getur ekki grætt á eyðslusemi sinni, og hver heilbrigður mað-ur hlýt- ur einnig að sjá, að þjóðin getur ekki heldur grætt á því að lifa um efni fram. i 1. desember hefur verið, er og á að vera hátíðadagur í lífi þjóðarinnar. Þann dag öðlaðist þjóðin fullveldi árið 1918. Löng og hörð barátta var á undan gengin, þar sem úrvalshópur ís- lenzkra manna hafði staðið í fylkingarbrjósti og hvergi hik- að við að fórna eigin hagsmun- um og frama þjóðarinnar vegna. Er 1. desember rann upp að þessu sinni, hvíldi einn af þeim ágætu mönnum, sem fremstir höfðu staðið í þessari fylkingu, á líkbörum. Gísli Sveinsson fyrrum sendiherra og Alþingis- forseti, hafði háð síðasta stríð- ið 30. nóvember, eftir sjúk- dómsraun, sem hann bar með karlmennsku og æðruleysi þar til yfir lauk. Fáum dögum áður tók hann þátt í fundum starfs- bræðra sinna, héraðsdómara landsins, en þar var hann heið- ursforseti. Rúmliggjandi var hann í 10 daga og með lítilli rænu undir lokin. Þeir, sem þekktu Gísla Sveinsson bezt, mátu hann mest, að verðleikum. Hann var „klassiker“ í þess orðs beztu merkingu, — maður gamla skól- ans í orðum og athöfnum, reglusamur, stefnufastur, stjórnsamur og formfastur í öll- um athöfnum, hvort sem var í opinberu eða einkalífi. Gleði- maður gat hann verið í hófi og gamansamur ávallt. Hann var gáfaður mannúðarmaður, marg- fróður af bókum og lífsreynslu, lét sér ekki títt um annarra hagi, en lagði gott til allra mála, sem hann hafði skipti af. Með stjórnsemi afstýrði hann mörg- um áföllum. Skáldmæltur var hann vel, en hafði hljótt um. Gísli Sveinsson var maður stórættaður. Var hann kominn af Sveini Pálssyni, náttúrufræð- ing og lækni, en kona hans var, sem kunnugt er, Þórunn dóttur- dóttir Skúla Magnússonar land- fógeta, en í aðrar ættir átti hann til góðra að telja. Faðir Gísla var séra Sveinn Eiríksson prestur í Ásum, en faðir hans, Eiríkur Jónsson hreppstjóri í Hlíð í Skaftártungu, var kvænt- ur Sigríði dóttur Sveins Páls- sonar. Séra Sveinn Eiríksson sat um hríð á Sandfelli í Öræf- um og þar fæddist Gísli 7. des. 1880 og var þannig nær því 79 ára er hann lézt. Gísli Sveinsson gekk ungur menntaveginn. Stúdent varð hann 1903 og innritaðist í laga- deild Kaupmannahafnarhá- skóla. Hann lét opinber mál sig miklu skipta á námsárum sin-| um og hafði sig þá strax mjög í frammi í sjálfstæðisbarátt- unni, en það mun lítt hafa verið metið í Kaupmannahafnarhá- skóla á þeim árum. Sökum heilsubrests hvarf Gísli frá námi um skeið, hvarf heim og dvaldist á Akureyri. Tókust þá náin kynni með honum og Guð- mundi Hannessyni, síðar pró- fessor, en báðir kröfðust þeir algjörs skilnaðar við Dani og fulls sjálfstæðis íslendingum til handa. Munu þeir fyrstir ís- lendinga hafa mótað slíkar kröfur á prenti og fylgt þeim fiam af fullri djörfung, en í sveit þeirra skipuðu sér margir hinna beztu manna, sem mjög komu við sögu sjálfstæðisbar- áttunnar síðar. Varð Gísli þeg- ar á þessum árum þjóðkunnur maður, hvatskeyttur, mælskur og markviss, ódeigur í kröfu- gerðum og fylginn sér við allan nákvæma lýsingu á þessu nétt- úrufyrirbæri og mikinn fróðleik fvrir alda og óborna. Spænska veikin svokallaða komst aldrei í Skaftafellssýslur. Gísli setti verði við Jökulsá á Sólheima- sandi og bannaði allar sam- göngur við héraðið. Þannig var þeim voðanum afstýrt. Gísli var höfðingi heim að sækja, en að sama skapi starf- málflutning. Gísli lauk svo laga- námi árið 1910 og hvarf heim til íslands og settist að í Reykjavík. Á námsárunum hafði Gísli verið settur bæjarfógeti á Ak- ureyri og sýslumaður Eyja- fjarðarsýslu um skeið, en að námi loknu gerðist hann yfir- dómslögmaður í Reykjavík og lögfiæðingur Landsbanka ís- lands. Gegndi hann þeim störf- um fram til ársins 1918, er hann var skipaður sýslumaður í Skaftafellssýslum og settist að í Vík í Mýrdal. Því embætti gegndi hann fram til ársins 1947, en það ár var hann skip- aður sendiherra í Noregi með aðseti’i í Osló og sat þar fram til ársins 1951, er hann lét af störfum aldurs vegna, og flutt- ist til Reykjavíkur. Gaf hann kost á sér til forsetakjörs, en sat að öðru leyti um kyrrt og sinnti hugðarmálum sínum, einkum kirkjumálum. Gísli Sveinsson var ágætt og röggsamt yfirvald. Hefi eg fyrir satt, að hann hafi sett niður allar deilur í héraði sínu manna á meðal, án þess að til mála- rekstrar kæmi og vel undu Skaftfellingar hlut sínum undir stjórn hans og forsjá, sökum mannkosta hans og réttsýni. Strax á fyrsta ári í embætti hlóðust að erfiðleikar vegna Kötlugossins mikla. Sýndi Gísli þá strax röggsemi sína, greiddi fram úr mörgum vanda, en sjálfur reit hann greinargóða skýrslu um Kötlugosið, sem prentuð var síðar og felur í sér samur og féll honum sjaldan verk úr hendi. „Lífið er vinna“, var orðtak hans, sem hann breytti eftir og vék ekki frá. Hann var góður ferðamaður og mikill vatnamaður, enda alinn upp frá blautu barnsbeini í Skaftafellssýslum og kunni þar vöðað velja á hverri elfu. Skaut hann sér aldrei undan skyldun- um, þótt um slarksamar vetr- arferðir væri að ræða, en sjálfur væri hann ekki heilsusterkur um skeið. Heim kominn frá námi hafði Gísli sig mjög í frammi í stjórn- málum, og skipaði sér þar í sveit, sem mestar kröfur voru uppi hafðar um fullt sjálfstæði. Hann var kosinn fyrst á þing fyrir Skaftíeliinga árið 1916 og sat á þingi óslitið fram til árs- ins 1921. Þá dró hann sig í hlé sökum heilsubrests og hafði lítil afskipti af opinberum málum, þar til hann var kosinn á þing árið 1933, en á þingi sat hann fram til ársins 1947, eða á 27 þingum alls. Á Alþingi naut Gísli hins fyllsta strausts og gegndi þar mörgum virðulegum störfum. Var hann forseti sameinaðs Al- þingis árið 1942 og 1"943—1945, og í hans hlut féll að lýsa yfir stofnun lýðveldis að Lögbergi á Þingvöllum 17. júní 1944. Stór stund var það í lífi hans, enda lokamark þeirrar baráttu, sem hann hafði háð um áratugaskeið. Þingsaga Gísla Sveinssonar verður ekki rakin hér enda hefur það verið gjört í blöðum þessa dagana, en afskipti hafði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.