Vísir - 23.12.1959, Blaðsíða 1

Vísir - 23.12.1959, Blaðsíða 1
Miðvikudaginn 23. desember 1959 19. árg. 280. tbl. Edgar Alian Poe: Afdrii Son ,coeúr est un luth suspendú; sitót qu’on le touche il résonne. De Beranger. Frá ínorgni og fram undir rökkur á hljóðum. dimmum og ömurlegum haustdegi við und- arlega lágskýjaðan hímin, hafði ég verið einsamall á ferð ríð- andi' um tiltakanlega - skugga- legt' og eyðilegt hérað 'og var nú kominn að áfangastaðnum, hinu dimmleita ættarsetri Ush- erættarir.nar. Ég vissi ekki hvernig á því stóð, en víst var það, að við fyrstu sýn af þessu fornlega húsi þyrmdi yfir mig óþolandi hryggð. Óþolandi sfegi ég, því þessari hryggð fylgdi ekki neitt af þeirri hafningu hugarins, sem.jafnvel hiri geig- vænlegustu af fyrirbærum náttúrunnar mega veita manni. Ég fór að horfa á það sem við mér blasti, húsið og umhverfi hússins og sortnaða veggina og tóma gluggana, sem minntu á mannsaugu, á fáein löng sef- strá, og á hvítleita’ stofna af fá- einum visnuðum trjám, og þetta olli mér þvílíks óyndis, að ég get ekki líkt því við neitt nema það að vakna af ópíum- svefni, þegar liversdagsleikinn birtist aftur í grárri andstyggð. Það fór hrollur um mig, magn- leysi íærðist í liðamót. hjartað varð sjúkt í brjósti mínu, og hver hugsun bundin óleysan- lega þessari hryggð, sem eng- in leið virtist vera að gera þol- anlegri með því að draga yfi’r hana hulu liins skáldlega. — Hvernig gat á því staðið, að það eitt að horfa á þessa höll gat gert niig svona agndofa? Ég gat ekki svarað því, né held- ur varizt þeim undarlegu hug- renningum sem að mér sóttu meðan ég staldraði þarna við. Ég hlaut að kannast við það fyr- ir sjálfum mér, að sumir hlutir ha'fa á mann kynleg áhrif, en hvað þeim valdi, því sé þyngri þraut að svara. Ég' reyndi að telja mér trú um að ég mundi losna úr þessari leiðslu, ef ég færði mig til, svo að útsýnið breyttist. Til þess að prófa þetta reið ég út að hallarsíkinu, sem þrumdi þarna blækyrrt og dimmt, og mér varð litið niður fyrir mig, en þá tók ekki betra við, því í v vatriinu speglaðist greinjlega hvert visið sefstrá, sérhver hinna hvúleitu stofna hinna visnuðu trjáa, allir hinir auðu gluggar, sem minntu á mannsauga. Samt var það þarna, sem ég hafði ákveðið að dveljast næstu vikurnar. Eig- andi hallarinnar, Roderick Ush- er, var. fornvinur minn frá barnæsku, en mörg ár voru lið- in 'síðan við hofðum sézt. Hann hafði skrifað mér fyrir skömmu, og það var auðséð á bréfinu, að eitthvað hafði komið fyrir, sem var þess eðlis að ekki dugði minna, en að ég færi þangað sjálfur Hann sagðist vera mik- ið veikur, engu síður á sál en líkama, og að sig langaði til að ég kæmi, því ég væri bezti vin- ur sinn og líklega hinn eini, og hann sagðist vona að það gæti crðið til að lina þjáningar sín- ar. Bréfið höfðaði svo til mín, með þeirri angist sem í því birt- ist, aö ég gat ekki hikað við að fara og þó hraus mér hugur við því. Þó að við hefðum verið á- kaflega sami-ýmdir i barnæsku, þekkti ég hann ekki mikið. Hann var svo hlédrægur og dul- ur. En þó vissi ég, að ætt hans hafði fengið orð fyrir að vera merkilega gáfuð, og sá fjöldi ágætra listaverka frá fyrri öld- um, sem eftir ættmenn hans liggur, ber því bezt vitni. Svo einkennilega hefur viljað til, að ættin hefur ekki greinzt, aldrei komi'ð fram neinar hlið- argreinar svo heitið geti. Eg gat þess, að þá er ég leit niður í síkið kringum höllina, hefði það ekki gert annað en að auka á þau ömurlegu áhrif, sem staðurinn hafði á mig í fyrstu Það e" énginn efi á því, að þessi hjátrúarblandna hræðsla jókst eins og orð vex af orði, og þó að ég þættist vita að hún værr ástæðaulaus, dró það enganveginn úr henni. Og þá er ég leit af tjörninni og upp á höllina, sýndist mér sem um það lægi lofthjúpur óhagg- anlegur og grafkyrr, án nokk- urs sambands við loftið fyrir útan, heldur stiginn upp af hinum fúnu trjástofnum, út úr hinum gráu steinveggjum og upp af skuggalegri tjörninni — voveiflega dularfullur, pest- næmur, daufur og hálfgagnsær, blýlitur. Eg reyndi að hrista af mér þennan húgarburð, og tók að virða nákvæmar fyrir mér höllina. Mér sýndist hún vera ævagömul, Tönn tímans háfði breytt útliti hennar. Ör- smáir sveppir höfðu dreifzt um alla veggina, og undan upsun- um héngu þeir líkt og kónguló- arvefur. Samt sást hvergi votta fyrir hruni úr veggjunum. Eng- inn steinn hafði fallið, og mér sýndist vera mesta furða, að höllin skyldi standa, þrátt fyrir þessa átakanlegu hrörnun. Þetta minnti mig á gamlar hvelfingar sem ég hafði komið í, og enginn andblær eða hreyf- ing að utan hafði andað á, svo að allt stóð kyrrt með sömu ummerkjum, þó að hver spýta væri grautfúin. Og þrátt. fyrir allt virtist höllin standa vel á gömlum merg, en þegar betur var að gáð, mátti þó sjá sprungu í veggnum, sem náði frá þakbrún alla leið niður í tjörn og var í hinum sömu skörpu hlykkjum sém eldingin tekur. Eg reið nú heim að húsiriu eftir stuttri upphleyptri braut. Þjónn tók við hesti mínum, og ég gekk inn í forsalinn. í hon- um var hátt til lofts og boga dregnar hvelfingar undir þaki Herbergisþjónn fylgdi méi þegjandi gegnum marga gang? inn að bókastofu húsráðande Allt sem ég sá á þeirri leið gerði ekki annað en að auk; við þennan undarlega óhugnað sem að mér sótti frá byrjun Og' þó var það sem fyrir mif bar, veggskrautið, dimmleii tjöld sem blöktu þegar við fór um hjá, gólf úr kolsvörtun íbenviði, vopn og verjur sen héngu á veggjunurn og hring’. aði í þegar við gengum hjf þeim, ekkert af þessu var anr. að en það sem ég átti von á ac væri þarna, hlutir kunnugi mér frá barnæsku, en sam sýndist það svo óskiljanleg: framandi, að það vakti kvíða í einum af stigunum mættun við heimilislækninum. Ekk geðjaðist mér að þeim manni svipurinn lýsti undirferli o' fláttskap. Hann titraði líti< eitt, þegar hann heilsaði mér| og. staðnæmdist ekki peii Þjónninn opnaði dyrnar a stofu húsráðanda, og ég gek’ :• inn til hans . Stofa þessi var mjög stór og afarhátt til’ lófts. GlUggarnir voru ’háir bg irijóir, dregnir í odd að ófan, og svo hátt frá gólfi upp í gluggakistumar, að' ekki virtist hægt að ná upp í þær með uppréttri hendi. Gólf- ið var úr eik, sortnaðri af elli. Inn um þá kom dauf blárauð- leit bii'ta, og rimlar voru fyrir þeim, sem byrgðu birtuna að nokkru leyti úti, og í þessari skímu veittist ekki auðvelt að greina annað en það sem næst var, og út í hin fjarlægari hom sást ekki vel né upp í loftið, sem sýndist vera útskorið og hvelft. Stofan var tjölduð dökk um tjöldum. Húsgögnin voru íburðarmikil, fornfáleg, slitin og óþægileg. Bækur og hljóð- færi lágu hér og þar, en ekki bætti það úr áhugnanleikan- um. Það var sem loftið væri þrungið af hryggð, eins og í því lægju djúp og óhagganleg álög. Þegar ég' kom inn, reis Usher upp af bekk og heilsaði mér svo alúðlega, að mér þótti fyrst, sem þetta hlyti að vera uppgerð hins lífsleiða heims- manns. En þá er ég leit á hann, sá ég í sama svip, að þetta myndi vera fullkomin einlægni. Við settumst, og ég horfði á hann litla stund áður en hann fór að tala, og það vakti mér bæði meðaumkun og lotningu. Aldrei hafði nokkrum manni hnignað jafn átakanlega á jafn skömmum tíma og þessum manni, síðan ég sá hann síðast. Mér lá við að rengja sjálfan mig að þetta væri hinn sami maður og sá sefn verið hafði fé- lagi minn í æsku. Og þó fór því fjarri að hann hefði nokkurn tíma verið eins og fólk er flest; hann var mjög fölur í andliti, augun stór og undarlega björt, varirnar nokkuð þunnar og mjög fölar en afar fríðat', nefið íbjúgt eins og oft má sjá á Gyðingum, en breiðara að fram- an, hakan falleg en ekki sterk- leg og vottaði viljaleysi, hárið mýkra en silki og óvenju fint, og allt þetta, ásamt enninu, sem hvelfdist mikið yfir gagn- augunum, gerði hann ógleym- anlegan hverjum sem einu sinni hafði séð hann. En þó að ekki hefði gei'zt annað en það, að öll þessi einkenni höfðu aukizt og dýpkað, var breyting- in þó svo gangnger, að mér fannst ég sitja andspænis öðr- um manni. Fölvinn á andlitinu var orðinn að draugalegum blá- fölva, Ijóminn í augunum að annarlega feigðarlegu skini, svo að mér bauð ótta af, hið mjúka silkihár, sem nú var ó- klippt, féll ekki lengur í lokk- um, heldur límdist líkt og vatnstraumar rynnu, að höfð- inu og umhverfis andlitið, en svipinn á á því ,gat ég með engu móti gert mér í húgarlund að ætti skylt við andlitssvip mennsks manns. Fás hans bréytt, í því var eitthvert ósamræmi, og ég varð þess brátt var, að þetta stafaði af árangurslausum tilraunum til að koma í veg fyrir skjálfta- köst, sem lýstu mestu rósemi. Við einhverju þyílíku hafði ég reyndar búizt, ekki svo mjög vegna bréfsins sem ýmissa ein- kenna sem ég mundi eftir frá æsku okkar, og vegna hins sér- stáeða lundarfars og skapgerðai* hans. Nú var hann ýmist æstux', eða þungbúinn. Röddin var til Honum þykir .gaman þessum í jólabaðinu! Þegar liann kemur upp úr balanum bíður jólatréð eitir hónum og nokkrar jóla- gjafir í skrautlegum umbúðum frá pabba og mömmu. Vonandi verða öll börn svona kát og glöð um jólin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.