Vísir - 02.05.1960, Blaðsíða 1

Vísir - 02.05.1960, Blaðsíða 1
50. árjí. Mánudaginn 2. maí 1960 9fí. tl.I. 12 síður 12 síður Fyrsta Finnlandsferðin. LolíleiAir I«s*ðu aspp í íyrsíit i’erð á laaigardag. Svo sem kunnugt er, hafa Lofíleiðir nú hafið fastar flug- ferðir til Finnlands, og fljúga þangað framvegis á hverjum laugardegi, fram og til baka. Fyrsta áætlunarferðin var far- in sl. laugardag, og í því til- efni bauð Loftleiðir ýmsum for-' ystumönnum flugmála og blaða mönnum til Helsinki. Boðsgestir Loftleiða voru 20 talsins, en þeirra á meðal voru - Ingólfur Jónsson ráðherra og frú, Agnar Kofoed Hansen flug- málastjóri, Eggert Kristjánsson stórkaupmaður, Kristján Guð- laugsson, Magnús Jónsson frá Verður aftöku Chessmans enn frestaö? Ataka Caryls Chessmans á fram að fara kl. 17 í dag eftir íslenzkum tíma. Tveimur stundum áður kemur Hæstiréttur Kaliforn- íu saman til þess að taka á- kvörðun varðandi beiðnir um frestun og náðun, sem fram hafa komið. Frestunar- og náðunar- beiðnum hefir rignt niður að undanförnu, m. a. til Brown Jandstjóra, en hann kvaðst ekkert geta aðhafzt. Allt veltur nú á afstöðu liæstaréttir hvort Caryl verð- ur nú leiddur í gasklefann — eða hvort aftökunni verður enn frestað. Mel o. fl. Lagt var af stað héð- an kl. 10 á laugardagsmorgun, komið við í Osló kl. um 3 (ísl. tími, 5 á staðartíma), og lent kl. 7 í Helsinki eftir finnskum tíma (5 ísl. tími). í vélinni voru samtals 81 farþegi í þessari fyrstu ferð. Móttökur á Helsinki voru hin- ar ágætustu, og verja finsk blöð miklu rúmi í-frásagnir af þess- um nýja tengilið millum land- anna, og birta myndir af vél- inni og farþegum. Segja blöðin að með þessum ferðum fái Finn ar nýjja flugleið til New York án þess að skipta um flugvél á leiðinni, og megi búast við mik- illi eftirspurn eftir þessum ferðum. Áætlað er að boðsgestir Loft- leiða dvelji í Helsinki til þriðjudagsmorguns, en haldi þá um Stockhólm, Osló og Stav- anger, en þaðan kom þeir heim aftur á miðvikudagskvöld. Fargjöld eru ísl. kr. 5447 aðra leiðina, en kr. 9805 báðar leiðir, að viðbættum 3% sölu- skatti. Boðsgestir Loftlciða leggja af stað til Helsingfors á laugardag. Gestirnir voru 20 talsins, ei» farþegar samtals 81. Hátíðarhöldin 1. maí á Akranesi. Frá fréttaritara Vísis. Akranesi í morgun. Það var lítið lun að vera hér þann 1. maí. Skrúðganga var ekki farin að þessu sinni, en samkomur voru haldnar í tveim lur samkomuhúsum. Afli bátanna var lítill á laug- ardaginn. Aflahæsti báturinn kom með 10 lestir en nokkrir höfðu engan afla. Betri horfur í Grimsby Landað úr tveimur ís- ienzkum togurum með friði og spekt. A i •• í B « f •• 3 Engin átök, en kurr í blöðum. Það var jafnvel búizt við því, að til átaka myndi koma þegar löndun átti að hefjast úr íslenzku togurunum snemma í morgun, eii þetta fór allt betur en á horfðist, sagði Þórarinn Olgeirsson í Grimsby, er Vísir átti símtal við hann. Fyrsta Douglasþotan lendir á Esbnfii. Tók eldsneyti á Keflavíkurvelii og flaug héðan á 4*4 klst. til Boston. í gær lenti farþegaþota frá Fan-American World Air- ways á Keflavíkurflugvelli og er fyrsta Douglasþotan, sem lendir hcr á landi. Hún var af gerðinni Douglas-8. Hún lenti hér kl. 19,58, kom frá London og fór héðan til Boston, Massacusetts, Bandaríkjunum. Flugvélin kom hingað til að fá eldsneytisforða og tók hér 12.022 gallón. Hún hélt áfram íerð sinni eftir 40 mínútna viðdvöl. Áætaður flugíími var 4 klst 17 minúíur en hún mun hafa verið 4J/2 klst eða tæpum stundarfjórðungi lengur en áformað var. Farþegaboturnar af Douglasgerð sem flugfélög eru nú að taka í notkun verða í beinum flugferðum yfir Atlantshaf og koma ekki hér nema sérstakar ástæður valdi. KLM og SAS munu vera í þann veginn að hefja flugferðir x far- þegaþotum yfir Atlantshaf. Flugvélin var með 120 farþega. Löndunin gekk fyrir sér með eðlilegum hætti og ekki var að finna en að allt væri með felldu. Að vísu var nokkur kurr í blöðunum en að öðru leyti var ekki að finna að nokkuð væri með öðrum hætti en venjulega gerist. Þorkell máni var fyrsta ís- lenzka skipið sem byrjað var að landa úr og gekk það vel fyrir sér. Einnig var landað úr Bjarna Ólafssyni hér. Það er við því búizt að löndun úr tog- urunum Bjarna riddara og Hallveigu Fróðadóttur gangi fyrir sér með eðlilegum hætti en úr þessum skipum hefst löndun í nótt fyrir þriðjudags- markaðinn. Enn verður ekki séð hvað framtíðin ber í skauti sínu um landanir, en á miðvikudag n.ki kemur ráðstefna útgerðar- manna saman í Lundúnum og sömuleiðis halda verkalýðs- samtökin þar fund, þar sem rætt verður sérstaklega um af- stöðu til útfærslu landhelginn- ar við' Island. Að þeim fundi loknum verður hægt að gera sér í hugarlund hvað ofan á teningnum verður. Það er liklegt að sakarupp- gjöf vegna landhelgisbrota milli 4 og 12 sjómílna hafi haft geysi mikil áhrif á afstöðu manna til landhelgisdeilunnar hér. Hallveig Fróðadóttir, Norð- lendingur, Narfi og Fyikir munu landa í Bretlandi í þessarj viku og þykir ekki ástæða til að ætla annað en að löndun úr þeim skipum gangi með eðli- legum hætti. LögregEuvötiur í Huíl. Einkaskeyti til Vísis. United Press. Tveir íslenzkir togarar komu til Hull að kvöldi 1. maí. Ekki var búizt vi® að þeir myndu leggjast að bryggju fyrr en í kvöld, þar sem tólf togarar frú Hull voru komnir urn svipaði leyti og átti að afferma þá í dag og á morgun. Þegar afferming íslenzku togaranna hefst verður sett- ur lögregluvörður á bryggj- ur, þar sem jafnvel má gera ráð fyrir óeirðum. Ekki þótti róðlegt að íslenzku togur- arnir lönduðu strax, þar eð það myndi verða túlkað á þann hátt að íslendingar væru að bægja heimamönn- um frá . Utgöngubann í Miklagarði. Þúsundir stúdenta enn í haldi. Júgóslavía hefur gert 77. að- ildarríki Alþjóðaflugmálastofn- unarinnar (ICAO). Spánn hefur gerzt 59. aðild- ari’íki Alþjóðafjármálastofnun- arinnar (IFC). Framlag Spán- ar er 1.108.000 dollarar, og er þá haildarhöfuðstóll stofnunar- innar orðinn 96.506.000 dollar- ar. Útgöngubann var sett í Miklagarði 1. maí og skyldi gilda sólarhring. í gær voru allar götur mann- lausar, þegar undan skilið er herlið, sem var hvarvetna á verði. Hafði það fyrirskipun um að skjóta tafarlaust, ef menn ó- hlýðnuðust útgöngubanninu og færu að skipast í hópa. Til þess kom þó ekki. Menderez hefur þrívegis tal- að ií útvarp á þremur dögum, hvatt til að gæta stillingar og kennt stjórnarandstæðingun-' um um mótmælahreyfinguna. Segir hann þá vonlausa um að sigra í kosningum og því hafi þeir gripið til þessara ráða, en stjórnin muni taka fyrir slíkt svo rækilega, að þeir reyni það ekki aftur. M. a. sakaði hann þá um að „sverta Natofundinn í augum heimsins", eins og hann kvað að orði. Stúdentar voru kyrrsettir í þúsundatali og voru nýjar kröfur frambornar í gær af stúdentunum í Ankara, að sleppa þeim úr haldi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.