Vísir - 05.05.1960, Blaðsíða 1

Vísir - 05.05.1960, Blaðsíða 1
50. árg. Fimmtudaginn 5. maí 1960 99. tbl. í 100 m. skriðsundi karla kepptu bessir, talið frá vinstri: Lars Larsson, Guðmundur Gíslason og Siggeir Siggeirsson. Sigurjón Þórðarson afhenti, fyrir hönd Í.R. sigurvegaranum Guðmundi Gíslasyni til eignar bikar Ólafs Loga Jónssonar. (Ljósm. Sveinn Þormóðsson). Sundmót ÍR í gærkvöldi: íslendingar sigra Dani. * Agústa setti nýtt met — Guð- mundur vann 2 bikara tiS eignar í gærkvöldi fór fram fyrri hluti sundmóts ÍR í Sundhöll- inni, og unnu þau Ágústa Þor- steinsdóttir og Guðmundur Gíslason enn mikil afrek, sigr- uðu bezta sunfólk Dana, og Ágústa setti nýtt íslenzkt met í 100 m skriðsundi, og Guðmxmd- ur sigraði bezta danska skrið- sundsmanninn, Lars. Kepptu Danimir Lars Larsson, Kristen Strange og Larsson, en hann og dönsku sundkonurnar Kristen Strange og Linda Petersen kepptu sem gestir á mótinu. Helztu úrslit mótsins urðu sem hér segir: 100 m skriðsund karla: 1. Guðmundur Gíslason ÍR 58.3 sek. 2. Lars Larsson Danm. 59.8 sek. 3. Siggeir Siggeirsson Á. 1:06,0 mín. 100 m skriðsund kvenna: 1. Ágústa Þorsteinsdóttir Á. 1:05,6 mín. Nýtt met (átti sjálf fyrra metið 1:05,7). 2. Kristen Strange"Danm. 1:06,6. 200 m bringusund kvenna: 1. Linda Petersen Danm. 2:57,0 mín. 2. Hrafnhildur Guð mundsdóttir ÍR 2:59,8 mín. 50 m skriðsund kvenna: 1. Ágústa Þorsteinsdóttir Á 29,7 sek. 2. Kristen Strange 30,6 sek. Hrafnhildur Guð- mundsdóttir ÍR 31,6 sek Ein mest spennandi keppnin varð í 200 m bringusundi kai’la. Höfðu tveir fyrstu jafan tíma, en annar snerti laugarbarminn fyrr og var dæmdur sigur: 1. Sigurður Sigurðsson ÍA 2:44,4 mín. Einar Kristjánss. Á 2:44,4* mín. 3. Guðmundur Samúels- son ÍA 2:48,8 mín. í baksundi keppti Guðmund- ur Gíslason við sjálfan sig, synti á 1:11,3 mín., og vann til eignar bikar gefinn af SSÍ. Ann an bikar eignaðist Guðmundur og í gærkv.öldi, fyrir sigur sinn 1 100 m skriðsundinu, það var bikar Ólafs Loga Jónssonar. Til óeirða kom fyrir nokkr- um dögum í Livvorno milli ítalskra fallhlífarhermanna og óbreyttra borgara. Lög- reglan með stálhjálma á höfðinu og vel vopnuð með lierlið sér til aðstoðar kom á reglu, eftir að nærri 50 menn höfðu særst. Orsök uppþotsins var kvennafar fallhlífahermanna. retarnir ögruðu Þór. Hættu fljótt er það bar engan árangur. Pallisser áminnir um að virða landhelgina. Það er augljóst að brezku togaraskipstjórarnir sem voru að toga á landhelgismörkunum við Austfirði gerðu það til að ögra íslenzku varðskipunum og þegar Þórarinn skipherra á Þór lét ekki ögra sér til rót- tækra ráðstafana varð ekkert úr tilætlun togaraskipstjóranna að koma af stað átökum. Atburðurinn átti sér stað milli klukkan 3 og 8 síðdegis í gær, sagði Pétur Sigurðsson forstjóri landhelgisgæzlunnar. Allmargir brezkir togarar voru að veiðum langt utan landhelg- innar við Hvalbak. Um borð í nokkrum voru brezkir blaða- menn og hafa þeir verið í hin- um fimm togurum sem tóku sig út úr og sigldu að landhelgis- mörkunum og fóru að toga þar. Varðskipið taldi ástæðu til að 4175 millj. dolíara fjárveiting. Utanríkisdeild öldungadeild- ar Bandaríkjaþings hefur nú byrjað umræður um tillögur Bandaríkjastjórnar um hina gagnkvæmu öryggisáætlun, sem gerir ráð fyrir útgjöldum, er nema 4 milljörðum 175 milljónum dollara. Nefndin hefur kvatt þá Hert- er utanríkisráðherra og Dillon aðstoðarutanríkisráðherra á sinn fund, til þess að gera grein fyrir áætluninni. Hjá báðum kom það fram, að megintilgangurinn er, að hirí- ar frjálsu þjóðir heims geti búið við frið, frjálsræði og vel- megun. Keppendur « 50 m. skriðsundi kvenna. — Frá vinstri: Kirsten Strange, Ágústa Þorsteinsdóttir, Harfnhildur Guð- mundsdóttir. vara þá við því að þeir væru nærri mörkunum. Tóku skip- stjórar því kurteislega og þeg- ar ekki var meira aðhafst sigldu þeir á brott og voru allir komnir langt frá mörkunum klukkan 8 um kvöldið. Hefur allt verið með kyrrum kjörum í nótt og í morgun. — Brezki tundurspillirinn Battleax var eigi langt frá togurunum og fylgdist með viðræðunum en lét allt afskiptalaust. Uti fyrir Vestfjörðum eru margir brezkir togarar að veið- um langt fyrir utan 12 mílna mörkin. Freigátan Pallisser er þar einnig. í morgun sendi Pallisser út fyrirmæli til tog- aranna að sigla ekki inn fyrir 12 mílna mörkin nema með búlkuð veiðarfæri, ef þeim reglum væri fylgt gætu tog- ararnir leitað til hafnar með sjúklinga eða til viðgerðar og annarra þarfa. í brezka þinginu í gær var stjórnin gagnrýnd fyrir að her- skipin skyldu ekki vera látin vernda togarana við veiðar inn- an 12 mílna landhelginnar. Talsmaður stjórnarinnar sagði að endanlega ákvörðun hefði ekki verið tekin í þessu máli. Frá Grimsby bárust þær fregnir að ákveðið hefði verið á fundi yfirmanna á togurum að biðja stjórnina um herskipa- vernd togurunum til handa við veiðar milli 4ra og 12 sjómílna við ísland og að bann yrði sett á löndun úr íslenzkum skipurn í Bretlandi. Frakkland Olympiumeistari Einkaskeyti til Vísis frá Torino. í opna flokknum á Olym- píumótinu í Torino sigraði Frakkland og hlaut 116 stig. Unnu þeir frönsku alla sína leiki nema einn. I öðru sæti varð England með 15 stig. I kvennaflokki sigraði Arabalýðveldið og hlaut 39 stig. Höfðu bær arabizku betra EBL-hluttfall en þær frönsku, sem einnig hlutu 39 stig. Munaði þar litlu að Frakkland hlyti tvöfaldan sigur á þessu fyrsta Olympíu móti í bridge. í þriðja sæti var Danmörk með 38 stig. Fannst hjá afa sínutn. Skátar og lögregla leituðu í nótt að sjö ára gömlum dreng, Ásmundi Jónatanssyni, Grett- isgötu 47 A. Hafði hann farið að heiman kl. 3,30 um daginn. Skátasveit úr Hafnarfirði undir forustu Jóns Guðjónsson- ar var kölluð út kl. 11.15 í gær kvöldi til aðstoðar lögreglu og aðra við leitina. Var sporhund- urinn Jake, sem Jón sér um, tekinn með. Komst hann á spor drengsins í Skólavörðuholtinu, en komst ekki út úr þeim þar. Var nú víðar leitað. Hafðist lokst upp á drengnum að Ótt- arsstöðum suður við Straum, sunnan Hafnarfjarðar. Þar byr afi drengsins og hafði Ásmund- ur farið þangað síðla dags. Fundur í Æðsta ráði Skipt um menn í ýmsum embættum. Samkvæmt fregnum frá Moskvu hafa verið gerðar ýms- arbreytingar á stjórn Kommún- istaflokksins í Bandaríkjunum og skipt hefur verið um menn í ýrnsum embættum. Vekur þetta aukna athygli vegna þess, að fundur í Æðsta ráðinu stendur fyrir dyrum — en hann er vafa- Iaust haldinn sem einskonar undirbúningsfundur að fundi æðstu manna jafnframt, en hann hefst í þessum mánuði. Meðal breytinganna eru: Kosygin tekur við af Kosloff, sem verið hefur aðstoðarforsæt isráðherra, en Kosloff verður ritstjóri miðstjórnarflokksins. Kosygin var formaður Áætlun- arráðs, en við því tekur maður að nafni Novikoff óg verður hann einnig forsætisráðherra. Furtseva verður menntamála- ráðherra, en Mikhailoff er gegnt hefur því starfi fær ann- að.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.