Vísir - 06.05.1960, Blaðsíða 7

Vísir - 06.05.1960, Blaðsíða 7
Föstudaginn 6. maí 1960 V f S I R 7 Til ungra tónskálda. Ræða Jóns Leifs í Listamannaklúbbi. Hér fer á eftir ræða sú, er Jón Leifs liafði samið fyrir Listamannaklúbbinn til að undirbúa umræður 13. f. m. um seinustu tónleika félags- ins ,,Musica Nova“ Kæru félagar! Eins og menn vita, tölum við á fundum Tónskáldafélags íslands aldrei um tónlist, held- ur eingöngu um tilverurétt og hagsmunamál tónhöfunda, — en þegar nokkur tónskáld nú gkera sig út úr eftir aldri ára sinna — eins og þau ein vilþ flytja nýjan boðskap, þá verður ekki hjá því komizt að ræða einnig hin listrænu sjónarmið. Fyrst verður að minnast hinn ar miklu fórnfýsi þeirra ungu manna, sem hafa beitt sér fyrir stofnun og starfsemi félagsins „Musica Nova“. Dugnaðurinn og afköstin á tveim tónleikum hafa verið frábær, — og fáir ólærðir munu átta sig á því hvílík undirbúningsvinna ligg- ur að baki, — einkum hjá hin- um ýms'u túlkendum. í upphafi orða minna vil ég taka greinilega fram, að ég mæli hér í kvöld eingöngu á eigin ábyrgð og ekki sem for- maður Tónskáldafélagsins eða Listamannaklúbbsins né heldur sem ritari Bandalags lista- manna. Vér eldri samherjar hljótum að bera vissa ábyrgð á æskunni, og eg hlýt að rifja upp fyrir mér ýmislegt um samskiptin milli mín og minna ungu og yngstu félaga. Ég hefi ætíð haft vissa oftrú á æskunni, — haldið að hún gæti allt og mundi efna allt, sem hinir eldri sviku eða gátu ekki. Sumir hinna ungu manna, sem hafa látið heyra tónverk sín á seinustu tónleikum félags- ins „Musica Nova“ höfðu áður fyrr komið til mín og beðið mig að kenna sér tónskáldskap, — en ég hefi ætíð neitað sliku. Alltaf er hætt við að sá, sem sjálfur er staddur í eigin sköp- unarbaráttu setji sinn stimpil á verðandi frækorn æskunnar, — kæfi hinn óharðnaða pei’són- uleika. Það er jafn glæpsam- legt að afvegaleiða gáfum gæddan ungdóminn eins og að gera tónhöfunö úr manni, sem ekki á til þá gáfu að skapa eitthvað sjálfstætt. Ég hefi því ráðlagt hinum ungu mönnum, sem vildu læra hjá mér, — að læra heldur hjá listiðnaðarmönnum, sem ekki eru sjálfir tónskáld. Ekki veit ég að hve miklu leyti þessir ungu menn hafa farið að míii- um ráðum, — en þótt ég hafi ekki viljað takast á hendur að trufla hina verðandi frjóanga, þá hafa því miður ávalt verið til nógu mörg önnur eldri tón- skáld, sem leggja það einmitt fyrir sig að misnota æskuna og að gera unga listmenn að sínum þjónum og eftirhermum. Hinn ungi verðandi höfundur þarf að finna sjálfan sig, þrosk- ast eftir eigin lögmálum. Það er mjög erfitt að hjálpa til þess — en ég hefi, þrátt fyrir synj- un mína ætíð talið mína skyldu að leitast við að hjálpa þeim, — og svo mun að sjálfsögðu verða einnig í framtíðinni. Möguleikarnir til nýrra og eigin leiða eru ótakmarkaðir og ótæmandi. Allar eftirherm- ur eru sálardrepandi og and- stæðar allri sköpun, — og það er ekkert meiri list að herma eftir Schönberg og Hindemith heldur en eftir Hándel eða Mendelsohn eða Brahms. Sjálfur kynntist ég á náms- árum minum 1916—1922 af lífi og sál — (m. a. hjá ein- um kennara minna, dr. Scher- chen, sem var túlkandi frum- herji nýrrar tónlistar — ein- mitt þeirri nýju tónlist, sem nú er orðin tizka og fordæmi fyrir mörg ung tónskáid, — en ég leitaðist að lokum við að yfirvinna þessi áhrif og kasta þeim frá mér. í vaxandi mæli revndi ég að finna sjálfan mig og fékk loks aðstoð í lögmál- um lands míns og þjóðar. Maðurinn sjálfur, — mann- gildið, — persónuleikinn, — tjáningin, — hlýtur ætíð að vera æðsta lögmál í allri list- sköpun. Það var einmitt Beet- hoven, — mesti listamaðui allra tíma, — sem kenndi oss þetta bezt, — en Busoni, sem ég kynntist persónulega á mín- um námsárum, — hafði um aldamótin 1900 rannsakað i botn allar kontrapunktiskar tækniaðferðir tónlistarinnar, komst að raun um að mögu- leikunum væri þar öllum náð og þeir tæmdir og skar upp herör fyrir nýjum aðferðum, — gerðist frumherji hinnar nýju tónlistar með hinum ó- endanlegu framtíðarmöguleik- um, — án þess þó að gera í raun og veru annað en að kveikja nýja neista. Grípið nú eldinn á lofti, ungu tónskáld, en látið ekki glepja ykkur eða blekkja! Leitið ekki eftir lofi hinnar líðandi stund- ar, og trúið slíku ekki, þótt það komi, — því að mjög auð- veldlega getur það einmitt ver- ið \’ottur um að þið séuð á rangri leið. Fagnið fremur örð- ugleikum og alls konar mót- mælum sem sönnun þess að réttri leið sé haldið. Dómar um list eru oftast markleysa ein. Yfirlit og fuli dómskil fást venjulega ekki fyrr en ævistarfi höfundar er lckið. Ef tónskáld væri spurt um hvers vegna það semji tón- smíðar, þá ætti það að geta svarað: „Af því að ég hefi sannfærst um að geta sagt í mínum verkum það, sem aðrir hafa ekki sagt og munu senni- lega ekki nokkurn tíma geta sagt.“ — í raun og veru getur ekkert annað svar en einmitt þetta réttlætt þann ásetning að leggja það fyrir sig að semja . tónsmíðar. — Spurningin og 1 svarið er tákn um ævarandi sálarstríð hvers einasta höf- j undar, sem finnur til hinnar ' allra fyllstu ábyrgðar gagn- vart listinni. Nú vil ég biðja ykkur, ungu tónskáld, að segja sjálfir frá viðhorfum ykkar og verkunum, sem flutt voru á seinustu tón- ileikum félagsins ,Musica Nova‘. Mig minnir að einmitt Nietz- sche hafi einhvern tíma sagt, að aldrei væri talað eða skrif- að orð af viti um list, nema það, sem höfundarnir sjálfir létu frá sér fara um sín verk. Með ykkar leyfi vil eg þó freista þess hér að segja frá skoðun minni á verkunum, — en þannig lýsi ég vitanlega eingöngu mínu eigin ófull- komna og persónulega áliti. Til þess að gera sér fulla grein fyrir verkunum þarf að vita takmark tónskáldsins og hlut- fallið milli þessa takmarks og' túlkunar verksins í viðkom- andi skipti. — Ég skal nú rekja mín áhrif af þessum flutningi verkanna og nefna höfundana í röð. Jón Asgeirsson: Oi'ðin skild- ust ekki, — hvort sem um skal kenna tónsmíð eða túlkun. Tjáning verksins er augljós, — en stilarnir tveir, — og höf- undurinn virðist eiga eftir að finna sjálfan sig betur. Leifur Þórarinsson: Ef hér er um nýtt verk að ræða, þá virðist honum hafa farið aftur, — því að verkið virtist fálm- andi og óunnið með eftirherm- um á stíl Bartóks þannig að jafnvel virtist nálgast ,plagiat‘. Fjölnir Stefánsson: Píanó- verk hans virtist mér betra en .verkið eftir Leif, en þó ekki eins sannfærandi og mér hafði sýnst á handritinu. — Sálm- arnir eftir Fjölni benda á rétta leið, sýnist mér, en virtust of hratt leiknir og sungnir. Vafa- samt virðist mér líka hvort fylgiraddir sálmanna voru stíl- réttar og rökréttar. Fornari raddfærsla virðist mér eiga betur við. Allt bendir til þess að komandi tímar færi oss ein- mitt nær hinum forna „primit- ivisma“. Magnús Blöndal Jóhannsson: „Elektroniska studíu“ hans verður fyrst og fremst að meta sem tilraun og leit að frum- stæðum rótum. Höfundur vinn- ur hér á landi enn með ein- hliða og ófullkomnum tækjum. Eftir var að móta verkið end- anlega á band og lagfæra ein- staka tóna, og kemur það þá vafalaust betur í ljós. Þorkell Sigurbjörnsson: „Haustlitir“ virtust mér vera bezta verkið á tónleikunum, — þótt það sé unglingslegt og ef til vill óþroskað, — en tján- ingin er hér fyrsta lögmál, og hún er hjartahrein. Þorkell virðist óháðari fyrirmyndum en hinir höfundar kvöldins. — Stærri „tromman" í verkinu virtist mér misnotuð eða ekki nógu bæld. Þetta læt ég nægja í bili. Til hamingju! Reykjavík, 13. 4. 1960 JÓN LEIFS Tæpar 3 millj. flóttam. til USA og Kanada. w Afengi selt fyrir 41 mlEijóif. Áfengissala fyrsta ársfjórð- ungs 1960 (1. janúar til 31. marz). I. Heildarsala: Selt í og frá Reykjavík kr. 35.638.850,00. Selt í og frá Ak- ureyri kr. 3.021.773,00. Selt í og frá ísafirði kr. 988.009,00. Selt í og frá Seyðisfirði kr. 635.995,00. Selt í og frá Siglu- firði kr. 827,894,00. — Samt. kr. 41.112.521,00. II. Sala í póst til héraðs- bannsvæðis frá aðalskrifstofu í Reykjavík: Vestmannaeyjar kr. 1.625.636,00. III. Áfengi til veitingahúsa: Selt frá aðalskrifstofu: Kr. 1.531.886,00. Árið 1959 nam salan á sama tíma: Reykjavík kr. 30.269.639,00. Akureyri .... kr. 2,465,336,00. ísafjörður .... kr. 821.959,00. Seyðisfjörður . . kr. 548.020,00. Siglufjörður . . kr. 674.141.00. — Samtals kr. 34.7790095,00. Allveruleg hækkun vai'ð á áfengi 15. marz s.l. Það skal tekið fram, að áfengiskaup vínveitingahús- anna fara einnig fram í vínbúð- unum, svo að salan til þeirra nemur allmiklu hærri upphæð, en framanrituð skýrsla bep með sér. Áfengisvarnaráð. Á tímabilinu 1946—1954 voru Bandaríkin þaft land sem tók á móti flestum innflytjendum, eða alls 1.700.000. Kanada var næst í röðinni með 1.000.00 innflytj- endur. Þar næst kom Ástralía með 900.000, ísarael með 790.000, Argentína með 760.000, Venesú- ela með 500.000, Bretland með 440.000, Brazilía með 410.00, Frakkland með 390.000 og Belg- ía með 290.000. Þessar tölur eru teknar úr I skýrslu sem Menningar- og vís- indastofnun S.Þ (UNESCO) hefur gefið út að lokinni víð- tækri rannsókn. Skýrslan, sem I ber heitið „The Cultural Inte- I gration of Immigrants“, var samin af Ástralíumanninum W. I D. Borrie. í henni er gefið yfir- i lit yfir ýmsa þætti þeirra vanda ^ mála sem fólksflutningar landa á milli sköpuðu á árunum 1945—’52. Á síðustu öld voru karlmenn t.d. hvattir til að flytja til hinna nýju heimkynna ókvæntir og finna sér eigin- konur úr hópi landsmanna til að aðlagast hinu nýja umhverfi með skjótari og auðveldari hætti. Nú er hins vegar lögð á- herzla á að gefa beri inn flytj- endum alla hugsanlega mögu- leika á að lifa eðlilegu fjöl- skyldulífi. Dr. Borrie heldur þv; fram, að ókvæntir innflytjend ur leiti mjög oft eftir atvinnr hjá samlöndum sínum fr? gamla landinu, og tefji það fvr í ir aðlögun þeirra i hinu nýj I landi. FEóttamannafrí- nt:rki. Hinu7. apiíl s.l. gáíu 74 ríki út frímerki til hjálpar flótta- mönnum. Umslögin sem seld voru með frímerkjunum á út- gáfudegi í löndum Evrópu og Vesturheims eru skreytt teikn- ingum eftir hinn kunna franska rithöfund og listamann Jeanl Cocteau, og er persónulegt fram: lag hans til alþjóðlega flótta- mannaársins. Teikningin sýnip vegalausa móður með barn sitt. Umslögin sem .seld voru á út- gáfudegi frimerkjanna í lönd- um Asíu og Afríku bera teikn- ingu af upprættu tré — en það er eitt af alþjóðlegum táknum. flóttamannaársins. Myndin er teiknuð af Dananum Ole Ha- nann, sem starfar á aðalstöðv- Vinningaskrá Happdrættis- skuldabréfaláns Flugf. ísl. 52563 53291 58842 61851 66564 70600 72928 76716 77043 78734 79255 97911. Kr. 1.000.00: 80 156 570 1364 1869 3056 3057 4873 4881 4883 5411 5431 5844 6282 6914 7877 8589 9302 9516 9913 10069 Útdregnir vinningar í happ- Kr. 4.000.00: 4828 13448 10409 10549 12012 18480 21172 drættisskuldabréfaláni Flugfé- 15978 29463 30251 48941 49580 21389 22250 23804 23900 24055 lags íslands h.f. 30. april 1960. 66620 82491 89749 24224 26077 28485 29990 30716 30757 33774 34748 38038 38105 Kr. 10.000.00: 47535. Kr. 3.000.00: 414 1176 11536 39481 43018 46239 49626 50025 1764 5339 17339 9995 17386 50392 51709 51970 52500 53254 Kr. 8.000.00: 16470. 20632 23199 23271 24431 29197 54077 56852 58835 60945 61558 30330 39950 48677 54020 60082 62062 63991 65669 66248 68784 Kr. 7.000.00: 27996. 77722 84513 69116 69144 71021 71077 73352 73589 73782 76244 76255 80875 Kr. 6.000.00: 16241. Kr. 2.000.00: 201 1283 1421 80930 81904 81912 82141 82730 1839 2446 4694 9469 16007 85361 87752 88694 91444 93313 Kr. 5.000.00: 1112 26913 18276 21606 21699 22295 23052 93869 94861 98760 (Birt áu 58554 85524 87507. 34859 39288 43534 43804 52370 ábyrgðar). i ,•

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.