Vísir - 23.12.1960, Blaðsíða 1

Vísir - 23.12.1960, Blaðsíða 1
50. árg. Föstudaginn 23. desember 1960 290. tbl. ■ ■ ■ ■ ■ B ■ H ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ . ■ » ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ B • ■ ■ ■ ■ a ■ ::■ ■ ■ ■ ::■ ■ ■ T&rfkirkgan í Torfkirkjan gamla, sem byggð hefur verið í Árbæ, er gott sýnishorn þjóðlegs kirkjubyggingarslíls frá öldinni sem Ieið. Kirkjan ei að miklu leyti byggð af viðum Silfrastaðakirkju í Skagafirði, en sú kirkja var byggð 1842. Silfrastaðakirkja var bóndakirkja og var hún tekin ofan um aldamót en bæjarhús byggð af viðum hennar óskertum. Gömlu bæjarhúsin skyldi jafna við jörðu fyrir nokkrum árum eins og gert hefur verið við svo marga gamla og merkilega byggingu, þegar nýtízku steinhús var reist á staðnum. Fyrir milligöngu þjóðminjavarðar, Kristjáns Eldjárns, varð það samt að ráði, að bóndinn á Silfra- stöðum, Lárus Jóhann Jóhannesson, gaf viði hússins til safnsins í Árbaí svo að flytja mætti hina gömlu torfkirkju og endur- reisa í upphaflegri mynd í safni gamalla húsa og bygginga i Árbæ. Torfkirkjur eru nú aðeins fimm á öllu landinu, þrjár norðanlands, Víðimýrarkirkja og bænhúsið í Gröf í Skaga- firði, en Saurbæjarkirkja i Eyjafirði. Sunnanlands var að- eins Hofskirkja í Öræfum, en nú kirkjan í Árbæ, sem er fullgerð hið ytra og aðeins ófrá- gengið skreytingu hið innra. Allar hinar torfkirkjur lands- ins eru undir umsión Þjóð- minjasafnsins, en þrjár þeirra eru sóknarkirkjur. Þykir ferða- Séð inn eftir kirkjugólfinu. mönnum, útlendum og inn-1 lendum, mikið til koma að skoða þær. Árbæjarkirkja er sem fyrr segir byggð að miklu leyti ai j gömlum kirkjuviðum, en niður- rif þeirra og alla kirkjusmíði í Árbæ annaðist hagleiksmaður- inn Skúli Helgason frá Svína- vatni í Grímsnesi. Þá hluti, er annað hvort höfðu glatast eða| gengið út sér af ryði og fúa, smíðaði hann að nýju eftir gömlum fyrirmyndum. Svo er t.d. um hurðarjárn og læsingu og útskornar vindskeiðar, en fyrirmynd þeirra eru vind- skeiðar frá Flugumýri, nú í Þjóðminjasafni, illa farnar af fúa, en ársettar eru þær 1702 og xundust milli torfþekju og Framh. á 5. síðu. Milliverk niilli kórs og frainkirkju. Húsið hans Jóhannesar skóg- arhöggvara stendur innsx í daln um í imdurfögru álfalandi, og eins er með það og verustaði álfanna, að það sést ekki fyrr en alveg er komið að því. Það er aðfangadagur jóla, og enginn er heima nema hún Sól- lind iitla, dóttir skógarhöggv- arans, hún situr við gluggann, pabbi hennar og mamma fóru eldsnemma á fætur í morgun, pabbi til að höggva við, sem hannflytur á sleða niður í þorp- ið, en mamma til að hjálpa við hússtörf, því allir hafa sv.o mik- dð að starfa fyrir jólin. Hún Sóllind litla er 9 ára og eina barn skógarhöggvarahjónanna og ljómandi falleg, með ljós- gullt hár fléttað í tvær fléttur, augun eru stór og blá, hún horf- ir brosandi út, allt er svo fag- urt. Jólin eru að koma og hi'rn Sól- lind litla hlakkar svo rnikið til, hátíð allra hátiða er að nálgast, því þá fæddist blessað Jesú- barnið. Út.i koma nú að í smá- hópum litlu fuglarnir, vetrar- gestirnir, sem hún þekkir svo vel, og gleymir aldrei að strá brauðmolum til út á fönnina, loks er komin stór breiða, þeir eru og trítlandi ljósálfar, svo litlir og léttir, en einn þeirra sker sig út úr h.pnum og kemur alltaf nær glugganum til henn- ar, litla stúlkan fylgist með honum full eftirvæntingar. „Hvað er það elsku litli fuglinn minn, hvað viltu mér?“ segir hún. Hann tritlar nær og nær loks er hann kominn alveg að glugganum og horfir á hana, loks.ins skilur hún hvað hann vill. ,,Þú ert kominn til til að heyra jólaboðskapinn." Litli fuglinn lcinkar kolli til sam- þykkis, og Sóllind hefur frá- söguna um fæðingu frelsarans. Fynir nærri tvö þúsund árum fæddist Jesús Guðs elskandi sonur í fjárhúsi, þvi það var ekkert rúm fyrir foreldrana í gistihúsi borgarinnar Betlehem. en þau voru þar stödd til að láta skrásetja sig, og móðirin bjó um blessað litla barnið í jötu, sem skepnunum var ætl- uð, en í kring um það skein himnesk birta. Fjárhirðar voru að gæta hjarða sinna á völlun- um fyrir utan borgina. Allt i einu stóð engill Drottins hjá þeim, og dýrð drottins ljómaði í kring um þá, og engillinn sagði: „Yður er í dag frelsari fæddur,“ og fjöldi himneskra hersveita lofuðu Guð og sögðu: „Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönn- um, sem hann hefur velþóknun á,“ og fjárhirðarnir fóru og fundu Maríu og Jósef, foreldra Jesú, og litla barnið liggjandi i jötunni. Vitringar nokkrir komu frá Austurlöndum Þe'ir höfðu séð nýja stjörnu, skæra og bjarta, renna upp og vildu veita hinum nýfædda Gyðingakonxmgi -lotn- mgu. En þegar konungurinn Heró- des heyrði þetta varð hann hræddur og sendi eftir fræði- mönnunum, hann spurði þá: „Hvar á Messías að fæðast?“ þeir svöruðu: ,,í Betlehem,“ og' Heródes konungur lét þá fara til að finna barnið og bað þá að gera sér aðvart, þegar þeir hefðu fundið það, svo að einnig' hann gæti veitt því lotningu, og' stjarnan stóra og bjarta vísaði þeim leið og staðnæmöist þar yfir, sem barnið var. Þeir gengu inn í húsið og fundu barnið ásamt Mariu móður þess og féllu fram og veittu því lotn- ingu, þeir opnuðu fjárhirzlur sínar og færðu því gjafir: GuII. reykelsi og myrru. Heródes konungur hafði ætl- að sér að láta deyða barnið, en Guð gaf vitringunum bendingu í draumi um það að fara ekki aftur á fund hans. „Þetta er jólaboðskapurinn litli fuglinn minn, og þannig er það, að allir vilja gleðja hvern Framh. á 5 síðn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.