Vísir - 16.06.1961, Blaðsíða 2

Vísir - 16.06.1961, Blaðsíða 2
2 VÍSIR Föstudagur 16. júni 1961 —J Li— my//m Islenzka landsliðið. Meðalaldnr rúin 22 ár. Yngvar Elíasson, hægri úther'ji. Yngvar er aðeins 20 ára og leikur með I.A. Hann var markhæstur í fyrstu deild í fyrra og varð þá Islandsmeist- ari. Þetta er briðji landsleikur Yngvars. Gunnar Felixsson, hægri inn- herji er eini nýliðinn í liðinu. Gunnar er í K.R., 21 árs gam- all. Hann hefur ekki leikið sem fastur maður í K.R. liðinu fyrr en í sumar. Sveinn Teitsson vinstri fram- vörður, er elzti og reyndasti maður liðsins. Sveinn er 30 ára og leikur á mánudaginn, sinn 20. landsleik. Hann hefur leikið með Akranesi frá því 1951 og er sexfaldur fslandsmeistari. Þórólfur Beck, miðframherji, 21 árs gamall í K.R. Hefur verið sjálfsagður maður í landsliðið síðastliðinn þrjú ár og er nú kenndur við atvinnu- mennsku. 7 landsleikir. Heimir Guðjónsson, markvörð- ur. Hann er 24 ára gamall og hefur leikið með K.R. frá 1955. Þetta er 2. landsleikur Heimis, en hann lék gegn Dönum 1959. Þess má gcta, að í dag gengur Heimir í hcilagt hjónaband og og ástæða til að óska honum og brúðinni til hamingju. Árni Njálsson, hægri bakvörð- ur, verður 25 ára í dag og hef- ur leikið með Val síðan 1954. Þetta er tíundi landsleikur Árna. Liðið er að mestu skipað sömu mönnum og unnu Skot- ana á dögunum. Heimir er sett- ur í markið í stað Helga o'g Steingrímur er á vinstri vængn um í stað Guðjóns Jónssonar. Ungir menn eru í flestum stööð- um, t. d. er Ellert elztur þeirra framlínuspilara, 21 árs! Elzti maður liðsins er fyrirliðinn Sveinn Teitsson, þrítugur. Mcð Helgi Jónsson, vinstri bak- vörður. Helgi er nýorðinn 25 ára og hefur leikið með K.R. síðan 1956. Oftast nær sem framvörður. Hann er fyrirliði K.R.-liðsins á leikvelli og leik- ur nú sinn annan Iandsleik. Helgi er lögfræðingur að mennt. Garðar Árnason, hægri fram- vörður. Garðar er 25 ára gam- all ogleikur með K.R. Hann lék fyrst með landsliðinu 1959 á móti Dönum og hefur verið fastur maður í liðinu síðan, nema hvað hann missti úr leik- ina gegn Þjóðverjum og írum í fyrra, vegna meiðsla. Samtals 5 landsíeikir. Landsliðsnefnd hefur tekið lokaákvörðun. Liðið er valið. Margir . gagnrýna vafalaust skipanina, vilja fá hinn mann- inn í staðinn fyrir þennan. En hver hefur sína skoðun, og hlut- verk nefndarinnar er erfitt. Það, verða menn að hafa í huga. Nú verðum við aðeins að óska þessu endanlega liði góðs geng- s í leiknum. alaldur liðsins er rúmlega 22 ár. í liðinu eru 6 KR-ingar, 2 Akurnesingar, og einn maður frá hverju félaginu, Fram, Val og Akureyri. Athyglisvert er, að í fram- Iínunni eru þrír miðherjar Yngvar, Þórólfur og Steingrím ur og í liðinu fimm framverð- ir, Garðar, Sveinn, Rúnar, Helgi og Gunnar Felixsson. Rúnar Guðmannsson, miðfram- vörður. Hann er 22 ára að aldri, og er í Fram. Þar hefur hann leikið sem miðvörður í 4 ár og er nú fyrirliði liðsins. Hann er cini maður liðsins, sem einnig er landsliðsmaður. í liandknatt- Ieik. Þetta er 6.- landsleikur Rúnars, og er hann einn eftir af liðinu, sem Ick gegn írum 1958. Ellert Schram, vinstri innherji, 21 árs gamall, er í K.R. Hefur leikið með K.R, síðan 1957 og cinn landslcik, móti Noregi 1959. Steingrímur Björnsson vinstri útherji. Steingrímur er Akur- eyringur, 20 ára gamall og leik- ur oftast sem miðherji með liði sínu f.B.A. Þetta verður hans 3. landsleikur. Armenningar! Ármenningar ungir sem gamlir. í sambandi við íþróttaviku F.R.Í. verður íþróttasvæði Glímufélagsins Ármanns við Sigtún opna í dag kl. 5 til 11 e. h. Þar geta allir þeir sem vilja reynt við greinar þær sem keppt er í. Keppt er í fjórum greinum karla 100 m hlaupi, 800 m hlaupi, langstökki og kringlukasti, en hjá konum í 100 m hlaupi, langstökki og kúluvarpi. Lágmarksafrek er meðal annars að hlaupa 100 m á 16 sek og gefur það eitt stig. Allir félagar, ungir sem gamlir, eru hvattir til að spreyta sig í greinum þessum og mæta á svæði félagsins í kvöld (föstudag).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.