Vísir - 27.07.1961, Blaðsíða 5

Vísir - 27.07.1961, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 27. júlí 1961 V I S I K S Skemmtiferöask ipið Fritz Heckert. A-þýzka skemmtiferðaskipið. Framh. af 1. síðu. — Hvernig líst ykkur á Reykjavík? — Hún er alveg dásamlega falleg í sólskininu, svaraði einhver. Hvar er háskólinn? — Hann sést ekki, svaraði ég, því hann er beint á bak við Morgunblaðshúsið. Og hvaða hús er þetta og þetta og þetta og hvar er pósthúsið? — Bíðið þið nú við, það var ég sem var kominn til að in- tervjúera ykkur, en ekki þið mig. Vostok eða Moskvits. — Jæja, svaraði einn í hópn- um. Við erum næstum öll lækn- | hann svarað, að ekkert gæti ar. Eg er frá Dresden. Og ég' bilað. Svo að rússneska geim- er frá Dessau. Og ég er frá Berlín. 80% af farþegunum eru læknar. — Hvað gerist þá ef einhver verður veikur um borð. Hefur hann þá nokkurn frið fyrir öll- um þessum urmul af læknum? — Það gerist ekki, að neinn verði veikur. — Jæja, það er gott hjá ykkur. Þið svarið bara eins og Gagarin. Og ég fór að segja þeim frá komu Gagarins á Keflavíkurflugvöll og að ég hefði spurt hann hvað hann hefði gert ef eitthvað bilaði, en ir versna. Ekkert viðhatd vikuwn suutttn. EKKERT viðhald fer nú fram á vegum hér um sunnan og vestanvert landið vegna hins óvenjulega verkfalls sem A.S.Í. fyrirskipaði meðal vegagerðar- manna. Lítið hefur rignt síðan verkfaUið hófst, en þeir sem daglega fara austur fyrir Fjall og aka um Suðurnesjaveginn, sem annars heitir Reykjanes- braut, telja ástandið fara mjög versnandi. Mjólkurbílstjóri frá Mjólkur búi Flóamanna, sem ekur X- 1010 sagði í morgun, inn í mjólkurstöð, að vegurinn væri orðinn slæmur, en svo heppi- lega vill til að lítið hefur rignt, en þá væri líka vegurinn miklu verr farinn. Hann kvað sig ekki enn hafa orðið fyrir nein- um beinum töfum fyrir það hve slæmur vegurinn er, en ef hann færi að rigna myndi hann fljótlega stórspillast, Bífstjórar, sem aka Suður- nesjaveginn kvarta mjög und- an veginum. Vegna vegagerð- arverkfallsins hefur ekkj verið unnt að halda veginum við og er hann því óvenju slæmur. Kemur þetta einkum hart nið- ur á ökumönnum sérleyfisbif- reiðanna, sem aka þennan veg oft á dag. Vegurinn hefur löng um verið illræmdur, en nú mun þó fyrst kasta tólfunum. Vinsamleg filmæli. Roskin kona, sem býr að Grundarstíg 19, hefir beðið Vísi að koma eftirfarandi á framfæri fyrir sig: Hún er ekki svo efnum bú- in, að hún eigi kæliskáp til að geyma mjólkurlekann sinn í, svo að hún hefir hann á palli úti fyrir húsdyrunum. Nú er einhver farinn að leggja í vana sinn að stela mjólkinni, og vill konan biðja þann hinn sama að stela heldur frá einhverjum öðrum, sem meiri hefir efnin, því að hún hefir ekkert nema ellilaunin til að lifa af. Kem- ur Vísir þessu á framfæri við hinn fróma mann. -^Frétt frá Bolzano, Ítalíu, hermir, að ítalska lögreglan hafi handtekið flesta skemmdarverkamcnn, sem léku lausum hala í Tyrol nýlega. Yfir 100 eru í haldi. skipið væri víst fullkomnara tæknilega en Moskvitarnir. Við þetta hlógu skemmti- ferðamennirnir dátt. En svo sagði einn: — Ef einhver veik- ist, þá er skipslæknir á skip- inu. við erum í fríi. Gífurlegur læknaskortur. — Hvernig er að vera lækn- ir í Austur-Þýzkalandi? — Það er ágætt. Stjórnar- völdin bera okkur á höndum sér. Það er nú orðin svo gífur- legur læknaskortur í landinu. Hugsið yður borg eins og Chemitz. Fyrir stríð voru 30 eyrnalæknar í henni, nú eru þeir aðeins 3. ■— Jæja, hvað eru margir íbúar í henni? — Um 360 þúsund. Blaðamaður Vísis gat aðeins sagt við þessu: — Fúí, helm- ingi meira en íbúatala íslands. Þögn sló á hópinn. — Má ég leggja fyrir ykkur eina spurningu? sagði ég og bætti síðan við vandræðalega: — Þið verðið að afsaka að hún Nú sló ægilegri þögn á hóp- inn. — Af hverju spyrjið þér svona? — Hafið þið ekki heyrt ræðu Kennedys Bandaríkjaforseta? — Nei, hvað sagði hann? — Hann sagði að Vestur- veldin myndu alls ekki láta hrekja sig frá Vestur-Berlín og þau myndu láta hart mæta hörðu. — Já, þessu mátti búast við og fólkið kinnkaði kolli þenkj- andi. — Eruð þið ekki hrædd um að nýtt stríð komi. Þá gekk fram úr hópn- um roskin kona og hafði orð fyrir öllum hinum. í hörku- legan svip hennar virtust skráðar með sterkum drátt- um þjáningar tveggja heims- styrjalda. — Við vonum og trúum að hvorugur aðilinn verði svo heimskur að hrinda af stað nýrri styrjöld. Þar með var það mál útrætt. Danssalur og vínbar. Barbara Lange starfsstúlka skemmtiferðaskipsins hélt nú áfram að sýna mér skipið. Það er alveg nýtt, var tekið í notk- un 1. maí sl. og er hið glæsi- legasta skip. Þar eru veitinga- salir stórir, dansstaður og all myndarlegir vínbarar. Ekki hélt fylgdarstúlkan þó að Skoti fengist þar, en nóg var tiJ af Vodka. Næsta för skipsins verð- ur með verkalýðsleiðtoga til Miðj arðarhaf ^ins. f dag ætlaði ferðafólkið að skoða Reykjavík, en á morgun fer það í skemmtiferð til Gull- foss og Geysis. Austur-þýzka fylgdarstúlkan Barbara Lange í forsal skemmti- ferðaskipsins. Hún er ættuð frá Leipzig. Hér stendur hún við liliðina á fána skipsins. er pólitísk. Eg vil ekki koma ykkur í nein vandræði og þið þurfið þá ekki að svara henni. Nú skellihlógu þeir. —Hvað haldið þið um Ber- línarmálið. Haldið þið að það verði ný heimsstyrjöld um Berlín? Viðtal dagsins — Framh, af 4. síðu. Kastklúbbur íslands. Kast- klúbbur íslands er aðili fyr*- ir íslands hönd að Alþjóða- kastssambandinu og mun hafa fengið tilkynningu um alþjóða-heimsmeistaramót í Osló núna í ágúst, og það hefur tilkynnt tvo menn til keppni, þá Albert Erlings- son og Einar Þóri Guð- mundsson. Stangaveiðifélag ið hefur farið þess á leit við klúbbinn að aðrir tveir keppendur yrðu skráðir til þátttöku frá félaginu, og þá yrði ég líklega annar þeirra, en svar hefur ekki bordst ennþá, svo að allt er raunar í óvissu um það. Annars geri ég mér engar gyllivonir um heimsmet, því þeir eru margir sleipir til erlendis í þessu, eins og raunar hér heima. En hvað sem því líður mundi mér finnast það ómetanlegt fyr- ir mig að fá að læra eitt- hvað á slíkri keppni, kynn- ast öðrum keppendum og um leið gera mitt bezta. .... og ef hans bezta er ekki nógu gott, þá skuluð þið láta vita. GK. Frh. af 2. síðu. að öllum líkindum Reykjavík- urmeisturum Fram í úrslitum. IV. flokkur B: Miðsumarsmóti þessa flokks er lokið og bar KR sigur úr bít- um vann Fram í úrslitaleik 1:0. V. flokkur A: í A-riðlinum hefur Víkingur sigrað, en í B-riðlinum standa Fram, Valur og Akranes jöfn. V. f'Iokkur B: Keppni er þar lokið, en úr- slit hafa enn ekki fengizt þar sem bæði Víkingur og Fram standa jöfn að stigum, 7 stig hvort. Leika þau væntanlega úrslitaleikinn seinna. Svör við Myndsjá. Svör við Myndsjá á bls 3. 1. Bandaríkin. 2. ísland. 3. Frakkland. 4. Rússland. 5. Tyrkland. 6. ísrael. Blökk, bandarísk söngkona, Grace Bumbry frá St Luois, vann mikinn söngsigur á Wagner músikhátíðinni í Bayreuth, er hún sönn Tannhauser Wagners. — Hlaut hún svo góðar undir- tektir, að slíks munu fá dæmi, en skömmu áður en Wagnerhátíðin hófst bárust tugir bréfa frá Þjóðverjum, sem mótmælú að hún fengi að syngja þar — vcgna þess að Iiún er blökk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.