Vísir - 04.09.1961, Blaðsíða 1

Vísir - 04.09.1961, Blaðsíða 1
I VISIR 51.’árg. Mánudágur 4. sept ember 1961. — 2(Tl. íbl. Erííðasta sundið fram til þessa/' sagði Axel Kvaran er hann kom í Drangey. Engin stóriðja án erlends fjármagns* Rætt við norska Þjóðbankastjórann ★ Spurningin er ekki sú hvort lítil þjóð, sem Norðmenn eða Islendingar, vilji byggja upp stóriðju með innlendu fremur en útlendu íjármagni, sagði Erik Brofoss, þjóðbankastjóri Noregs, er Vísir átti tal við hann í morgun. ★ Ef stóriðja er ekki byggð upp með erlendu fjármagni, þá verður einfaldlega ekki um neina stór- iðju að ræða. Litlar þjóðir hafa ekki bolmagn til þeirra framkvæmda, sem nauðsynlegar eru. Við Norðmenn höjum lœrt það af reynslunni, sagði þjóð- bankastjórinn ennfremur, að það er ástœðulaust að óttast pólitísk áhrif erlends fjármagns eða erlendra auðfélaga. Erlend auðfyrirtæki hafa fjárfest í landi okkar í meira en hálfa öld, en aldrei hafa þau blandað sér í stjórnmál. Með fjárfestingarlöggjöf okkar höfum við einnig búið svo um hnútana, að hvorki Norðmenn né útlendingar geta eignazt norskar orkulindir, heldur er hér einungis um einkaleyfi frá ríkinu að ræða. Auk þess höfum við þá reglu í lögum hjá okkur er við nefnum „hjemfaldsret“, að eftir 50—60 ár skuli yfir- ráðin yfir vatnsföllum, sem út- lendingar hafa virkjað, falla til Einkaviðtal Vísis. ; bankastjórinn á þjóðir, sem Norðmenn og íslendingar, er hefðu yfir miklum orkulindum að ráða, svo sem vatnsföllum eða jarðhita, gætu yfirleitt ekki komið á stofn stóriðju með sparifé þjóðarinnar. Erlent fjár- magn yrði að koma til. Slíkar orkulindir gerðu þá forsendu óhjákvæmilega, að framleitt væri í stórum einingum. Um það væri t. d. ekki nú að ræða að reisa alúminíumverksmiðju, er framleiddi 1000 tonn á ári, heldur yrði verksmiðjan að framleiða 100.000 tonn. Slík verksmiðja myndi þá kosta um 4 milljarða íslenzkra króna. Auk þess bættist hér við, að mikil rannsóknarstörf yrði að vinna í sambandi við stóriðju, sem litlar þjóðir hefðu ekki efni á Framh. á bls 10 Axel Kvaran í f jörunni í Drangey að loknu sundi. ríkisins ásamt öllum orkuver- unum. Bankastjórinn mun halda er- indi í Háskólanum kl. 5 í dag og ræða þá ítarlega um öll þessi atriði, en heiti fyrirlestursins er „Erlent fjármagn í Noregi“. í viðtalinu við Vísi benti þjóð- Drangeyjarsund á nýjum mettíma. I gærmorgun vann Axel Kvaran þaS afrek aS synda Drangeyjarsund. Axel synti á mettíma, 3 tímum og 13 mín. Bezta tíma fram til þess átti eykvíkingur átti sðkina Erik Brofoss RANNSÓKN í árásarmáli Stef- áns fréttamanns Jónssonar er í þann veginn að Ijúka, aðeins eftir að bera ’saman framburð ; nokkrum smávægilegum at- riðum, en hinsvegar upplýstist hver aðal árásarmaðurinn er. ’Málið komst fyrst á veruleg- an rekspöl. eftir að náðist í mann þann sem hvarf af staðn um nóttina sem árásin var gerð, fór þá austur á land óg náðist ekki til yfirheyrslu fyrr en sl. fimmtudag. Taldi hann að annar sunnan manna, þeirra sem voru í Kópavogsbílnum, hafi verið sá sem barði Stefán í andlitið. Var þetta Reykvik- ingur, sem er, ásamt bróður sínum, í bifreið skrásettri í Kópavogi. Sá þeirra sem ók bifreiðinni. reyndist drukkinn við stýrið, en bróðir hans hef- ur nú játað á sig árásina á Stefán. Var honum stefnt til Frh. á 10. s. Haukur Einarsson, 3 tím- ar og 20 mín., er hann synti árið 1939. Við hér á Vísi náðum tali af Axel seint í gær- kvöldi, óskuðum honum til hamingju með afrekið og báðum hann að segja okkur frá atburðinum. Hann var þá staddur á Akureyri, heima hjá foreldr um sínum, ásamt Eyjólfi Jónssyni, en Eyjólfur hefur verið Axel til aðstoðar í sundi þessu. „Það er helzt í frásögur færandi“, sagði Axel, „að ég synti öfugt Drangeyjarsund, þ.e. úr landi í eyjuna. Það var vestan gola, sem stóð út fjörðinn og olli krappri öldu og við ákváðum því að synda „öfugt“. Annars gekk sundið vel og slysalaust. Eg borðaði ekkert á leiðinni, en fékk mér vænan sopa af lýsi áð- ur en ég lagði af stað. Mest- alla leiðina synti ég bringu- sund,. en brá fyrir skrið- sundi við og við. Ég fékk smá sinadrátt, en hrissti hann úr mér með því að synda skriðsund. — Var sjórinn kaldur? — Já, ekki get ég neitað því. Sjávarhitinn var lun 9 gráður. — En fannstu til þreytu Axel? — Nei, ég var algjörlega óþreyttur. Þó var þetta, fannst mér, erfiðara sund en Vestmannaeyjasundið. Ald- an var kröpp og við lögðum of seint af stað. Hefðum mátt fara fyrr um rnorgun- inn. — Hyggur þú á eitthvað annað stmd í sumar? — Nei, nú syndi ég ekki meira í sumar. En ég ætla að æfa í vetur og gaman Frh. á 10. síðu. Yfirheyrsiur um kafbátinn. Yfirheyrslur sýslumannsins í Suður-Múlasýslu, Axels Tul- iniusar, yfir skipverjum á vél- bátnum Mími frá Reykjavík, um erlendan óþekktan kafbát í íslenzku landhelginni tvær mílur undan Stokksnesi áttu að hefjast kl. 13 í dag. Þær fara fram á Djúpavogi, en bát- urinn kom þangað í nótt og hafði fiskað vel.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.