Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Laugardagur 23. sept. 1961
VÍSIB
Kynt undir
Fast við vellandi hverinn
sat Haukdælahöfðinginn,
Sigurður Greipsson, á rör-
leiðslu og beið þess með
stóískri ró, að hverinn
sýndi á sér lífsmark sem
um munaði.           v
Hann var þá nýlega búinn
að láta grænsápuslatta í
hverinn fyrir þýzkt ferða-
fólk, sem þarna var komið
til að sjá íslenzkt hveragos.
Hverinn vall ekki mikið, en
hvíta sápufroðan var á sí-
felldu iði á yfirborðinu. Sig-
urður sat með skóflu í fang-
inu og horfði niður í hver-
inn, undan slútandi húfu-
barðinu. Fólkið stóð allt í
kring og beið. Það virtist
ætla að verða löng bið. Hver-
inn heitir Sóði.
Blaðamaðurinn gekk til
Sigurðar: Er langt þangað
til hann gýs?
------' Það  kemur,  sagði
hann með hægð, án þess að
líta upp.
¦^- Hinn nýi forsætisráðherra
Brazilíu heitir Tancredo Ne-
ves og er jafnaðarmaður.
Hann er fæddur 4. marz
1910 og er lögfræðingur að
mennt. Hann var dóms-
málaráðherra í stjórn Getu-
lius Vargas forseta, sem
neyddur var til þess að
biðjast lausnar og framdi
síðan sjálfsmorð (1954). Eft-
ir það var Neves banka-
stjóri. Hann var stuðnings-
maður Kubitscehek forseta
(1956—1961).
— Hvers vegna er Geysir
ekki látinn gjósa?
— Viltu borga?
— Borga hvað?
— Sápuna, auðvitað.
— Hve mikið?
— Þúsund krónur.
— Nei.
— Hvaðan ertu? spurði
Sigurður um leið og hann
leit upp, eitt augnablik, og
virti blaðamanninn fyrir sér
þar sem hann beygði sig yfir
hveraherrann. Honum vat
sagt það. „Við erum með feg-
urðardrottningu     íslands,
sagði þá Ijósmyndarinn.
— Ég hef ekki séð hana.
— Þú hefur heldur ekki
litið upp, sagði blaðamaður-
inn.
— Ég finn það strax.
Nú tók hverinn að vella
ákafar, og allir fundu á sér
að gos var í aðsigi. Fólkið
byrjaði að hörfa.
— Ekki að ganga aftur á
bak, kallaði Sigurður án þess
að líta upp. — Segið það
fólkinu, bætti hann við, og
virtist vera að áminna leið-
sögumenn þýzka fólksins.
Allt í kringum hverinn
voru heitar smásprænur, og
það var stórskaðlegt að stíga
fæti ofan í þær. En fólkið
gætti sín, um leið og það
hörfaði. Sigurður hreyfði sig
ekki.
— Er hann að koma til?
— Þetta tekur allt sinn
tíma, sagði Sigurður, og allt
af jókst hreyfihgin, vellið og
sogið í hvernum.
Ný húsgagna-
verzlun.
Á lLAUGAVEGINUM, í ný-
byggðu húsi, beint á móti rit-
st jórnarskrif stofum Vísis er
búið að opna nýja húsgagna-
verzlun, sem kallast Húsbún-
aður hf.
Að verzlun þessarri standa
um 30 aðilar, og mun verzlun-
in kappkosta að hafa ætíð á
boðstólum fjölbreytt úrval hús
gagna og ýmissa muna til hí-
býlaprýði. Hvatamenn að stofn
un fyrirtækisins eru allt viður
kenndir fagmenn í húsgagna-
iðn, húsgagnasmiðir, bólstrarar
og húsgagnaarkitektar.
Sveinn Kjarval, húsgagna-
arkitekt, verður ráðunautur
verzlunarinnar og 'til viðtals
við viðskiptavini hennar eftir
umtali. Páll Guðmundsson, hús
gagnaarkitekt hefur verið ráð-
innverzlunarstjóri. Með því að
hafa þannig tvo húsgagnaarki-
tekta á sínum snærum hyggst
verzlunin geta veitt viðskipta-
vinum sínum margvíslegar upp
lýsingar og leiðbeiningar um
allt það er lýtur að híbýlaprýði.
Verzlunin er á Laugavegi 26,
í Olymoía-húsinu, á götuhæð.
Framkvæmdastjóri Húsbúnað-
ar er Helgi Bergsson, en stjórn
arformaður Guðmundur Páls-
son.
Biskup endurvígir
Selárdalskirkju.
Á MORGUN verður hátíðar-
messa í Selárdalskirkju í Arn-
arfirði. Verður kirkjan þá end-
urvígð. Hefur farið fram gagn-
gerð viðgerð og endurbygging.
Var þess mikil þörf, því að
kirkjan er byggð í sérstökum
og fögrum stíl, en hún var orð-
in hrörleg. Engu var breytt í
stíl eða gerð kirkjunnar og all-
ir óskemmdir viðir látnir
standa. Þykir viðgerðin hafa
tekizt með ágætum. og kirkj-
an -sögð hið fegursta guðshús.
Selárdalskirkja hefur verið
lénskirkja og því í eigu og um
sjá ríkissjóðs, en hefur nú ver-
ið afhent söfnuði til eignar og
varðveizlu. Biskupinn yfir ís-
landi, séra Sigurbjörn Einars-
son, framkvæmir vígsluna.
Jafnframt verður minnzt 100
ára afmælis þessarar merku
kirkjubyggingar.
Blaðamaðurinn ætlaði að
snúa sér frá, en Sigurður
sagði: Bíddu. Blaðamannin-
um var um og ó, en lét sig
þó hafa það að bíða. Hverinn
var byrjaður að taka smá-
hopp. Svo magnaðist hann
skyndilega. Sigurður stóð á
fætur, gekk hægum skrefum
þrjá — fjóra metra í burtu
og leiddi blaðamanninn með
sér.. Það mátti ekki seinna
vera. Hverinn tók skyndilega
þungt viðbragð og spýttist
upp úr holunni. Blaðamaður.
inn ætlaði að leggja á flótta,
en Sigurður varð fyrri til og
greip þéttingsfast í hægri
handlegg hans.           :
— Vertu kyrr.
Þetta varð 10—15 mitra
gos. Svo datt hveravatnið
niður í holuna sína aftur og
sogaðist þaðan eitthvað nið-
ur í holugöngin. Neðan úr
holunni heyrðust hljóð, sem
voru eins og sambland hvins
og dynkja.
— Hvaða hljóð er þetta?
spurði lítil stúlka.
— Nú er hann að moka
á katlana, anzaði Sigurður.
Sigurður við katlana.
Evrépukeppnin í hridge*
Um næstu helgi hefst 21.
Evrópumótið í bridge. Móts-
staðurinn er að þessu sinni hinn
frægi baðstaður á S.-Englandi,
Torquay. ísland á þátttakend-
ur í báðum flokkum að þessu
sinni og eru það:
Opni flokkurinn: Stefán J.
Guðjohnsen, Eggert Benónýs-
son, Guðlaugur Guðmundsson,
Jóhann Jónsson, Lárus Karls-
son og Sveinn Ingvarsson.
Kvennaflokkur: Laufey Þor-
geirsdóttir, Hugborg Hjartar-
dóttir, Magnea Kjartansdóttir,
Margrét Jensdóttir, Ósk Krist-
jánsdóttir og Vigdís Guðjóns-
dóttir.
Fararstjóri íslenzka flokks-
ins verður Ólafur Þorsteinsson.
Dregið hefur verið um röð
kepperidá og er hún eftirfar-
andi:
Opni flokkurinn
1.  Svíþjóð
2.  Belgía
3.  Portúgal
4.  Holland
5.  Þýzkaland
6.  ísland
7.  Noregur
8.  ítalía
9.  Spánn
10.  Egyptaland
11.  Líbanon
12.  Danmörk
13.  Finnland
14.  England
15.  Frakkland
16.  Sviss
17.  frland
Kvennaflokkurinn
1.  Frakkland
2.  Finnland
3.  fsland
4.  Noregur
5.  írland
6.  Svíþjóð
7.  Egyptaland
8.  Belgía
9.  England
10.  Þýzkaland
11.  Holland
Eftir keppnistöflunni mætir
ísland hinum þjóðunum í þess-
ari röð: Opni flokkurinn:
Frakkland, frland, ítalía, Hol-
land, Belgía, Egyptaland, Dan-
mörk, England, Sviss, Spánn,
Noregur, Þýzkaland, Portúgal,
Svíþjóð, Líbanon og Finnland.
Kvennaflokkurinn: England,
Holland, , frland, Frakkland,
Belgía, Þýzkaland, Svíþjóð,
Noregur, Finnland, Egyptaland.
Spilað verður dagana 24.
september til 5. október og
munu daglega birtast fréttir frá
mótinu í. blaðinu. Birt verða
úrslit leikja, nöfn þeirra sem
spila einstaka leiki okkar og
staðan í mótinu frá degi til
dags.
Spilamennskunni  er  hagað
þannig að um eftirmiðdagana
er spilaður einn leikur í báð-.
um flokkum en á kvöldin háif-1
ur leikur í opna flokknum.
Mótið verður sett laugardag-'
inn 23. september með hana-
stélsveizlu kl. 18,30, en daginn
eftir hefst spilamennskan. —
Hinn 29. september er skemmti-
ferð og 3. október sýnir kon-
unglegi balletflokkurinn ,Svana
vatnið'. Fimmtudaginn 5. okt.
kl. 22 verður verðlaunaafhend-
ing og dans.
Bridge-Rama verður starf-
rækt alla daga mótsins og verða
þar gagnrýnendur margir af
frægustu spilamönnum Eng-
lendinga. Terence Reese og
Harold Franklin eru á meðal
þeirra. Einnig verður gefið út
dagblað í sambandi við^mótið,
sem í munu birtast helztu úr-
slit og skemmtilegustu spilin.
fslenzka bridgefólkið fer ut-
an í dag og óskar þátturinn
þeim góðs gengis í erfiðri
keppni.
Rafvirki
slasast.
Síðdegis í gær var komið með
Jón Ólafsson rafvirkja, Óðins-
götu 22, í sjúkrahúsið í Kefla-
vík. Hafði hann slasazt við
vinnu sína í flugskýlí á Kefla-
víkurflugvelli.
Var Jón að vinna við teng-
ingu víra, sem voru með full-
um straumi á, 4000 voltum.
Smáhlaup hafði orðið, og við
það brenndist Jón mjög á hönd-
um og einnig nokkuð á andliti.
Sagði læknir sjúkrahússins
blaðinu í morgun, að Jón væri
illa brenndur, og væri líðan
hans eftir atvikum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16