Tölvumál - 01.03.1980, Blaðsíða 3

Tölvumál - 01.03.1980, Blaðsíða 3
Tölvumál 3 Elías Davíðsson, kerfisfræðingur* Að velja tölvubúnað Tölvunotkunin er orðin fastur liður í rekstri fyrirtækja, stofnana, sjóða og sam- taka á íslandi, og mun vafalaust aukast enn á næstu árum. Hlutverk endurskoð- enda - litið frá sjónarhóli leikmanna - er að tryggja að upplýsingaflæði um rekstur- inn sé heilsteypt, að samræmis sé gætt í bókhaldinu og það endurspegli ávallt hið raunverulega rekstrarástand. Með tilkomu gagnatækni, og þá einkum tölvutækni, breytist að einhverju leyti endurskoðunar- starfið. Það verður að vissu leyti flóknara, áherslur færast til, endurskoðandi verður í auknum mæli háður tölvusérfræðingum. Hætta er þessu samfara, að endurskoðand- inn geti ekki lengur rækt hlutverk sitt sem skyldi. Þessi þróun krefst þess af þeim sem starfa við endurskoðun, að þeir tileinki sér nýja þekkingu og hafi raunhæft mat á möguleika og annmarka tölvutækni. Endurskoðendur taka einnig aukinn þátt í mótun ákvarðana um val á tölvubúnaði og samningagerð um tölvukaup, svo og við hönnun tölvukerfa. í þessari grein verður fyrst og fremst fjallað um val á tölvubúnaði og samninga- gerð við seljendur á þessu sviði. Grein þessi takmarkar sig við val á tölvum fyrir rekstur og á því ekki endilega við val á öðrum tölvugerðum, eða á tölvum sem eiga að þjóna öðrum tilgangi, s.s. rannsóknar- starfsemi. kennslu, verkfræði, o. þ. h. *Greinarhöfundur þakkar Halldóri Frið- goirssyni, verkfræðingi, og Páli Jenssyni, verkfræðingi, fyrir ýmsar góðar ábendingar við samningu þessarar greinar. 1. Hvenær kemur tölvuvæðing til greina? Af almennum blaðaskrifum um tölvu- mál má draga þá ályktun, að afstaða manna til tölvutækni hafi gerbrcyst á liðn- um 20 árum. í byrjun sjöunda áratugs var tortryggni í garð tölva það almenn að tölvusérfræðingar töldu sig hafa ,,heilagri“ skyldu að gegna með því að breiða út mik- ilfengleika þeirra. Nú ríkir svo mikil bjart- sýni um „óendanlega möguleika" tölvu- tækninnar, að tölvufræðingum þ\rkir rétt að stuðla að meiri varfærni í þeim efnum og benda jafnvel á vandamálin, sem af tölvutækni leiðir. Þótt tölvutækni sé vissulega merkilegt fyrirbæri, er algengt að hún sé ofmetin og hætt er við að menn telji liana geta leyst viðfangsefni, sem maðurinn leysir betur. Einkum er hér átt við verkefni, sem kalla á mannlega eiginleika á borð við kjark, lip- urð, hugmyndaflug, sköpunargáfu og inn- sýn. Algeng vandamál í rekstri fyrirtækja og stofnana, s.s. þau er lúta að verkaskipt- ingu, dreifingu valdsins, rétti til upplýs- inga, o. þ. h. eru ekki leysanleg með tölvu, þótt stundum virðist að revnt sé að fara í kringum þessi vandamál með tölvuvæð- ingu. Notkun tölvu getur jafnvel magnað þau vandamál sem fvrir eru. Almenn skilyrði fvrir tölvuvæðingu eru annars vegar að upplýsingamagn sé til- tölulega mikið og/eða úrvinnsla þess óvið- ráðanleg innan gefinna tímamarka, og hins vegar að starfsfólkið sem á í hlut og vinnur nú verkin, sé hlvnnt þeirri stefnu, í riti Félags löggiltra endurskoðenda "Timarit um endurskoðun og reikningshald", 2. tbl. 1979, birtist grein eftir Elias Daviðsson, kerfisfræóing, sem hann nefnir "Aó velja tölvubúnað". Efni greinarinnar er timabært og á áreióanlega erindi til margra félaga i Skýrslutæknifélaginu, sem ekki sjá nefnt rit. Greinin er þvi birt hér, með góðfús- legu leyfi höfundar og útgefenda.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.