Tölvumál - 01.06.1982, Blaðsíða 1

Tölvumál - 01.06.1982, Blaðsíða 1
Útgefandi: Skýrslutæknifélag íslands Pósthólf 681,121 Reykjavík Höfundum efnis áskilin öll réttindi 5. tölublað, 7. árgangur Júní 1982 Ritnefnd: óttar Kjartansson, ábm. Grétar Snær Hjartarson Sigurjón Pétursson Matthias Á. Mathiesen: ÁVARP við setningu ráðstefnunnar "Datadagur '82", sem haldin var í Kristalssal HÓtels Loftleiða, 23. apríl 1982: Þaó er sama hvar litast er um í samfélaginu í dag, alls staóar má sjá ótrúlegar tæknilegar framfarir. Hér skiptir ekki máli hvort litið er til atvinnulífsins, menningarlifsins eða visindanna. Ótrúlegir hlutir eru aö gerast og ótrúlegra upplýsinga er hægt að afla sér með þeirri örtölvutækni, sem svo hratt hefur þróast s.l. ára- tugi. Stjórnendur, hvar sem þeir eru staddir i þjóðfélaginu, standa frammi fyrir miklu meiri upplýsingum en áöur var. Það er þvi oróió verkefni fyrir þá, sem sérmenntaóir eru á þessu sviói, aó virkja þá þekkingu sem þannig hefur skapast og móta þá stefnu, sem fara ber varðandi til- flutning slikra upplýsinga, þannig að þaó verði manninum sjálfum og samfélaginu til gagns. Vissulega eru miklir möguleikar á misnotkun þessara upp- lýsinga, bæði er varðar framsetningu svo og ákvarðanatöku. Ég er þeirrar skoðunar að það lýðræðisþjóðskipulag, sem vió búum við, tryggi i reynd að misnotkun geti aldrei gengið til lengdar. Aðalatriðið er að þeir, sem eiga að nota og vinna með upplýsingar, séu sér þess meóvitandi hver ábyrgð þeirra er og að um þessa starfsemi séu settar reglur. Þaó er mjög þýóingarmikið að norrænir tölvusérfræðingar hafi meó sér náið samstarf eins og N.D.U. og skiptist á þekkingu á þessu sviði, og samraami störf sín. Þá hefur Noröurlandaráð með samþykkt sinni viljaó leggja áherslu á samstarf á þessu sviði, en samþykktin leiddi til skipunar tölvunefndar, sem nú starfar undir forsæti fyrrverandi ráö- herra, Helge Seip frá Noregi, en fyrri hluti skýrslu þeirrar nefndar kom út á s.l. ári. Þá er gert ráð fyrir ráóstefnu á vegum nefndarinnar í Kaupmannahöfn í júni n.k.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.