Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tölvumįl

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tölvumįl

						- 12 -
VARÐVEISLA OG EFLING ÍSLENSKRAR TUNGU
1. desember s.l. boðaði menntamálaráðherra Sverrir
Hermannsson til ráðstefnu 1 Þjððleikhúsinu um
varðveislu og eflingu Islenskrar tungu. Þrjár
ályktanir voru samþykktar á ráðstefnunni. Su fyrsta er
svohljððandi:
"Vegna þeirrar áhættu fyrir tunguna sem fylgir þvl að
taka ný tæki I notkun á vinnustöðum og vegna þeirrar
málblöndunar, sem þegar hefur átt sér stað, beinir
ráðstefnan þeim tilmælum til forystumanna
vinnumarkaðarins, einstakra vinnusvæða og almennt til
starfandi fðlks, að það beiti sér fyrir kosningu
málnefnda hvert á sínu sviði, sem freisti þess að finna
Islensk orð yfir tæki og verkheiti, sem eru ný af
nálinni eða koma til sögu I framtíðinni og sjái til
þess að hin nýju orð verði öllum kunn. Jafnframt
þakkar ráðstefnan þeim, sem þegar hafa komið upp
málnefndum á sínum vettvangi eða hafa þær I
undirbúningi."
Hvert sæti var skipað I húsinu. Fjölmörg erindi voru
flutt af aðilum ýmissa stofnana og félaga, sem láta sér
þessi mál skipta. Af undirtektum ráðstefnugesta matti
ráða, að víðtækur áhugi er fyrir því að standa vörð um
Islenska tungu. Skýrslutæknifélagið fagnar þeim áhuga
og vonar að hann verði til þess að enn meiri skilningur
og áhugi verði fyrir starfi Orðanefndar Skýrslutækni-
félagsins, en eins og lesendum TÖLVUMÁLA er kunnugt,
hefur orðanefnd starfað á vegum félagsins I allmörg ár.
Formaður hennar er Sigrún Helgadðttir og var hún
fulltrúi félagsins á ofangreindri ráðstefnu. TÖLVUMÁL
birtir hér erindi hennar, sem gefur gðða innsýn I störf
nefndarinnar fyrr og nú. -kþ.
Sigrún Helgadðttir:
Ég tala hér sem fulltrúi Skýrslutæknifélags Islands og
Orðanefndar þess. Skýrslutæknifélag íslands var
stofnað árið 1968. Það er félag áhugamanna um
tölvutækni og gangavinnslu. Tilgangur þess er að
stuðla að góðum vinnubrögðum við gagnavinnslu I hvers
konar rekstri og við tækni- og vlsindastörf. Skömmu
eftir stofnun Skýrslutæknifélagsins var hafist handa
um  að þýða erlend orð um tölvur og gangavinnslu og var
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20