Tölvumál - 01.05.1986, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.05.1986, Blaðsíða 16
ASlUBÚAR SffiKJA AÐ IBM í þessu hefti TÖLVUMÁLA kemur fram að vinnslutaxtar fyrir tölvuþjónustu opinberra aðila hér á landi hafi lækkað um 23% á ári reiknað á föstu verðlagi undan- farinn áratug. Vinnslutaxtarnir samanstanda af launa- kostnaði, orku, húsnæðiskostnaði og fleiri kostnaðar- liðum auk tölvukostnaðar. Þrðun þeirra er af þeim sökum ef til vill ekki lýsandi fyrir tölvukostnaðinn einan sér. í Bandaríkjunum telja menn að söluverð tölvubúnaðar hafi lækkað á þessu tímabili um nálægt 20% á ári. Við getum því gengið að því sem gefnu að tölvunotendur I opinbera kerfinu hér á landi hafi notið þessara hagstæðu þróunar hingað til. Verðlækkunin hefur reynst breytileg eftir þeim tækjum sem í hlut eiga. Sum hafa lækkað minna, en önnur hafa lækkað um meira en 20%. Verð einmenningstöla hefur lækkað um 30% á ári undanfarin ár reiknað I banda- rískum gjaldmiðli. Margt bendir til að sú þrðun eigi eftir að halda áfram enn um sinn. ASÍUMENN KOMA TIL SÖGUNNAR Iðnfyrirtæki I Austur Asíu hafa sýnt það á undanförnum árum að þau verða sífellt betur I stakk búin að keppa við vestræn fyrirtæki. Bandaríkjamenn hafa lengi haft áhyggjur af sðkn Japana í framleiðslu bíla, rafeindatækja og annars iðnvarnings. Nú hafa fyrirtæki frá Suður Kðreu, Singapore, Formðsu og fleiri Aslulöndum bæst I hðp hinna japönsku. Asíubúar þykja standa vel að vígi þegar um "staðlaða" vöru er að ræða, ekki slst ef framleiðslan krefst mikillar handavinnu. Til þessa hafa menn talið að tölvuframleiðendur á vesturlöndum stæðu vel að vlgi gagnvart austurlandabúum. Tölvur eru margflðkin tæki, sem sífellt eru að breytast. Framleiðsla þeirra krefst mikillar sjálfvirkni. Mjög ðveruleg handavinna er til dæmis við samsetningu tölva. Af þeim sökum hafa Bandaríkjamenn ekki reiknað með umtalsveðri samkeppni frá Asíu I framleiðslu einmenningstölva, nema ef vera skyldi frá Japan. Þrátt fyrir það er nú farið að kveða nokkuð að fram- leiðendum frá Aslu á bandarlska einmennings- 16

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.