Tölvumál - 01.01.1987, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.01.1987, Blaðsíða 16
Ritnefnd TÖLVUMÁLA hefur borist grein frá Sigríði Á. Ásgrimsdóttur, verk- fræðingi. Greinin er innlegg í umræð- una um afrakstur tölvuvæðingarinnar hér á landi. Við kunnum Sigriði bestu þakkir fyrir framlagið. HVAÐ VINNST MEÐ TÖLVUNUM? Stefán Ingólfsson hefur í fréttabréfinu TÖLVUMÁL bryddað upp á spurningunni um hagkvæmni upplýs- ingatækninnar á íslandi. Ég vil i þessu greinar- korni leggja nokkur orð i belg um þetta málefni. Mér er ekki kunnugt um að fram hafi farið gagnger könnun á stöðu tölvuvæðingar hjá íslenskum fyrir- tækjum, en það væri vissulega verðugt rannsóknar- verkefni til dæmis fyrir Háskóla íslands. Raun- hæf umræða um árangur tölvuvæðingarinnar þarf að byggjast á þekkingu sem ekki fæst öðru visi en með rannsóknum. Könnun á tölvuvæðingu fyrirtækja Mig langar til að segja frá könnun sem fyrirtækið TÖLVULAUSN framkvæmdi i haust á tölvuvæðingu fyrirtækja á Reykjavikursvæðinu. Niðurstöður könnunarinnar verða ekki birtar opinberlega en öllum þátttakendum var send skýrsla um niður- stöðurnar. Fyrirspurnir í sjö liðum voru lagðar fyrir fyrirtækin. Spurt var um vélbúnað, hugbúnað, skipulag, öflun og val á búnaði, ráðgjöf, höfundarrétt og ýmislegt fleira. Sem dæmi um umfang spurninganna má nefna að spurt var um 29 atriði varðandi hugbúnaðarkerfi. Beðið var um upplýsingar varðandi þrjú siðustu ár og áætlanir fyrirtækjanna næstu tvö ár. Markmiðið með könnuninni var að fá nokkra mynd af vexti tölvuvæðingarinnar yfir árabil og fá hugmynd um framtíðaruppbyggingu i tölvuvæðingu fyrirtækjanna. Fyrirtæknin sem fengu spurning- 16

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.