Tölvumál - 01.01.1987, Blaðsíða 20

Tölvumál - 01.01.1987, Blaðsíða 20
ALDARAFMÆLI OG MANNTAL Árið 1890 fór fram manntal í Bandaríkjunum. Það var sögulegt að því leiti að við úrvinnslu þess voru tæki Hermans Holleriths notuð. Þessi tæki byggðust á notkun gataspjalda og urðu fyrir- rennarar gagnavinnslutækja IBM. Höfundar flestra þeirra bóka, sem fjalla um sjálfvirka upplýsinga- vinnslu, telja að saga IBM hefjist með þessum tækj um. Að sjálfsögðu voru tækin æði frumstæð á mælikvarða nútimamanns. Þau þjónuðu þó vel sinum tilgangi. Með hjálp þeirra tókst Bandarikja- mönnum að ljúka úrvinnslu uppiysinga á fjórum árum. Sem dæmi um hversu vel hér var að verki staðið má nefna að þegar þetta er ritað hefur ekki enn verið unnið úr því manntali, sem tekið var hér á landi fyrir sex árum. Eru þó íslend- ingar sýnu færri en Bandarikjamenn voru i lok siðustu aldar. Þessi góði árangur Holleriths færði honum verkefni við úrvinnslu manntals í fleiri löndum. Á siðasta áratug nitjándu aldar föluðust Austur- riki, Kanada, Noregur og Rússland keisaratímans eftir þvi að leigja tæki af honum. Þó að Herman lenti sjálfur í tímabundnum erfiðleikum eftir að þessari flóðbylgju manntala lauk, og neyddist jafnvel til að selja hest sinn og hús og flytja til tengdamóður sinnar 1895, má telja að bandariska manntalið 1890 marki upphaf rafvæddrar upplýsingavinnslu. Ef til vill má þó með nokkrum rétti halda því fram að þessi þróun eigi hálfrar aldar afmæli á þessu ári. Talið er með góðri vissu að Herman Hollerith hafi byrjað að þróa gagnavinnslutæki sin árið 1886. Það ár reyndi hann þau við lausn verkefna fyrir bandariska heilbrigðisráðuneytið. Það var i Baltimore. Siðar voru þau reynd víðar framh. á bls. 22 20

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.