Tölvumál - 01.02.1987, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.02.1987, Blaðsíða 5
Aðalfundur 1987 Aðalfundur Skýrslutæknifélagsins 1987 var haldinn i Norræna húsinu fixnmtudaginn 29. janúar s.l. Fundarstjóri var Jóhann Gunnarsson, framkvæmda- stjóri og ritari Bergur Jónsson, deildarstjóri. Formaður, Sigurjón Pétursson, flutti skýrslu stjórnar og er hún birt í heild á öðrum stað hér i blaðinu. Fram kom i skýrslunni, að félags- starfið hefur verið gróskumikið og að umsvif félagsins hafa verið mikil. Sigurjón lauk máli sinu með þvi að þakka stjórnarmönnum og fram- kvæmdastjóra félagsins fyrir hið mikla og góða samstarf sem hann hefur átt við þá. Lilja ólafsdóttir, féhirðir stjórnar, lagði fram endurskoðaða reikninga og gerði grein fyrir þeim. Reikningarnir voru siðan bornir undir atkvæði og samþykktir samhljóða. Stjórnarkjör var næst á dagskrá. Úr stjórn áttu að ganga formaður, ritari og meðstjórnandi ásamt varamönnum. Formaður, ritari og annar varamaður gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Samkvæmt tillögum til stjórnar var Páll Jensson, forstöðumaður Reiknistofnunar Háskólans kosinn formaður. Stefán Ingólfsson, verkfr. ritari. Halldór Kristjánsson, verkfr., meðstjórnandi og varamenn, Þorgeir Pálsson, verkfr. og Anna Kristjánsdóttir, lektor. í heild er þá stjórn Skýrslutæknifélagsins ásamt endurskoðendur þannig skipuð: Formaður Páll Jensson, forstöðumaður Reiknistofnunar Háskólans Varaformaður Dr. Jóhann P. Malmquist, prófessor Háskóla íslands Féhirðir Lilja Ólafsdóttir, deildarstjóri SKÝRR 5

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.