Tölvumál - 01.05.1987, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.05.1987, Blaðsíða 22
ATHUGASEMD við grein Halldórs Kristjánssonar, verkfæðings í síðasta hefti Tölvumála 1 greininni "UNIX - framtíðarlausn?" i 4. tölublaði 1987, vitnar Halldór Kristjánsson til stefnu Háskóla Islands varðandi stýrikerfi á tölvum, og segir: "Háskóli Islands hefur ákveðið að UNIX verði það stýrikerfi, sem þar verður (prentvilla leiðrétt af JG) notað í framtíðinni." Hér er helst til ákveðið tekið til orða. Dkunnugir gætu skilið orð Halldórs svo að háskólinn hafi tekið um það formlega ákvörðun að varpa öllum öðrum stýrikerfum fyrir róða. Enda þótt nokkrar tölvur með UNIX eða UNIX-líkum stýrikerfum hafi verið keyptar til háskólans á síðustu mánuðum, liggur ekki fyrir nein samþykkt um einstefnu í þá átt. Einna helst væri það sennilega í verkahring Háskólaráðs að marka slíka stefnu. Ekki er vitað til að þetta mál hafi komið til umræðu hvað þá samþykktar i ráðinu. Að líkindum er Halldór að tala um ályktun, sem stjórn Reiknistofnunar Háskólans gerði á fundi 20. febrúar sl., þar sem rekstur UNIX-stýrikerfis var tekinn á stefnuskrá stofnunarinnar ásamt áframhald- andi rekstri VMS-kerfis auk einkatölvukerfa. Fastara var ekki að kveðið í þeirri ályktun. Af henni leiðir hinsvegar að fyrst um sinn verður stofnunin að taka hraustlega til hendinni við menntun starfsmanna, útvegun hugbúnaðar og ýmsan viðbúnað annan varðandi UNIX-útgerðina, enda væru yfirlýsingar um stuðning við bæði stýrikerfin ella orðin tóm. Ekki er því óeðlilegt að mikið beri á umræðum um UNIX og skyld efni í fréttabréfi Reikni- stofnunar og í máli starfsmanna hennar þessa dagana. Ég veit að bæði Halldór og Tölvumál vilja hafa það sem sannara reynist. Þökk fyrir birtinguna. Jóhann Gunnarsson. 22

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.