Vísir - 05.05.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 05.05.1962, Blaðsíða 1
Allar dælur í gangi en höfðu ekki undan Fjöldagrafir í Alsír t opinberri tilkynningu frá upplýsingadeild serknesku út- lagastjómarinnar segir, að fund- ist hafa fjöldagrafir nærri Const antine í Alsír. Þarna voru grafin lík 500 karla og kvenna. Hinir drepnu ; höfðu verið keðjubundnir með j gaddavír. Fjöldagrafirnar eru! meðal margra, sem fundizt hafa j í Alsír á landsvæðum, sem fyrr voru undir stjóm franska hers- ins og almenningi í Alsír hafi verið bannaður aðgangur að. i Kenilworth er að því komin að sökkva rúmum fjórum stundum eftir að óstöðvandi leki kom að honum 21 mílu Sjaldan er ein báran stök. Um miðjan dag í gær, fáeinum klst. eftir að stór og glæsilegur brezk ur togari sökk hér í Faxaflóa vegna bilunar sem í fyrs.u var aðein'- smávægileg, gerðirt það að 20 tonna fiskibátur úr Reykja vík, Guðbjörg Jónsdóttir RE 275 sökk skyndilega nyrzt á Faxafloa alveg norður undir undan Malarrifi í gærmorg- un. í baksýn sézt annar tog- ari sama fyrirtækis, Ross Rodney, sem hafði ætlað að Jökli. Á bátnum voru fimm rncnr og björguðust þeii allir upp í innan Reykjavíkurbát. Esther. Það var Oljóst gær hvernig þetta atvikaðist. Guðbjörg Jóns dóttir var þarna að færaveiðum með mörgum fleiri bátum. Hvasst var og mikil alda og virðist sem báturinn hafi siegið draga hann til lands, meðan dælur reyndu að hafa undan lekanum _ árangurslaust. úr sér. — Skipstjóri á Guð- björgu Jónsdóttur var Hjálmar Helgason, en vélstjóri Óskar Guðmundsson. Aðrir á skipinu voru Erlendur Helgason og Hannes Bergsteinsson úr Reykja vík og Egill Egilsson úr Hvera- gerði. Þeir björguðust sem sagt allir yfir í Esther og komu hing- að í nótt. (Sjá mynd á baksfðu). Skipstjórinn á brezka togar- anum Ross Kennelworth, sem sökk í gær í Faxaflóa um 20 mílur suður af Snæfells- jökli, heitir John Hewitt Simpson og er 50 ára að aldri. Þetta er grannvaxinn maður, greindarlegur á svip og hefur lengi verið togara- skipstjóri. Fréttamaður Vísis hitti hann í hinu nýja sjó- mannaheimili í Hafnarbúðum og ræddi síðan við hann um stund á skrifst. Geirs Zoega á Vesturgötunni. — Hvenær vissuð þér fyrst að eitthvað væri bilað í skip- inu? — Það var um kl. hálf ell- efu í gærkvöldi. Þá kom véla- meistarinn upp í brú til mín. Og allir skipstjórar vita, að þegar vélameistarinn kemur upp, — þá er eitthvað að. Við höfðum verið að veiða fram að þessu, þó farið væri að hvessa mjög á norðaustan en vindurinn komst upp í 7 vind- stig. Vélameistarinn sagði mér að það væri kominn lítils- háttar Ieki að skipinu. Bað hann um að hætt yrði að toga og skipinu lagt upp í vindinn meðan hann væri að athuga þetta. Hann hélt að hann gæti sjálfur gert við þennan Ieka, ef ekki væri hægt þá taldi að öllu væri óhætt og við gætum siglt til Reykjavfkur til viðgerðar. HEFÐU VERIÐ í HÆTTU, EF . . . Fréttamaðurinn hafði fengið þær upplýsingar hjá skipsmönn- um Þór, að bilunin myndi hafa verið sú, að lekið hefði um inn- tökuap f botni skipsins, þar sem sjór er tekinn inn til að kæla vélar o. fl. Bað ég nú skipstjór- ann um að skýra nánar frá því í hverju bilunin hefði legið, því það sé nokkuð uggvænlegt að slíkt skuli geta gerzt allt í einu. — Þér verðið að skilja það, að ég á mjög erfitt með að fara að rekja hvað hafi bilað, áður en ég hef gefið skýrslu mfna. En hitt vildi ég segja, að engrar bilunar hafði orðið vart á tog- aranum áður en þetta gerðist og ég tel að ekki sé hægt að kenna neinum um að svona fór. Þetta hefur verið algert óhapp, sem gerist aðeins í einu tilfelli af milljón. — En það get ég sagt, hélt Simpson skipstjóri áfram, að við hefðum verið í mikilli hættu ef þetta hefði gerzt úti á úthafinu, t.d. á milli Færeyja og Islands. Við gátum ekkert gert til að bjarga skipinu og þá vorum við vissulega heppnir að vera á slóð- um, þar sem mörg skip voru, þeirra á meðal Grimsby-togarinn Rodney sem kom fyrstur á stað- inn og ekki liðu heldur margir klukkutímar þangað til varðskip ið Þór kom. LEKINN JÓKST ÞEGAR HREYFT VAR VIÐ HONUM — Hvenær fór svo að leka meira? — Það gerðist þegar vélstjór inn fór að huga að skemmdun- um. Það kom í ljós, að hann gat Framhald á bls. 5. VISIR daeur 5. maí 1962. — 100 sbl. Samtal við skipstjórann af brezka togaranum sem sökk Þessi mynd var tekin í gær morgun nokkrum mínútum áður en sjórinn gleypti gott skip. — Breski togarinn Ross skip á islandsmið í sumar Japanskur síldveiðileiðangur kemur jafnvel einnig Eftir rúman nánuð leggur mikill floti úr höfn í Múrmansk og stefnir til íslandsmiða. Það er rússneski síldveiðiflotinn, sem mun verða hér við lánd í sumar eins og jafnan áður. Samkvæmt fregnum, sem borizt hafa til Norðurlanda frá Sovét- ríkjunum, er talið öruggt, að Rúss- ar muni ekki leggja minni áherzlu á síldveiðarnar á miðunum hér við land að þessu sinni en á undan- förnum árum. Undanfarin sumur hafa verið 250 — 300 rússnesk síld- veiðiskip á miðum hér, og að þessu sinni eru fullyrt, að þau verði að minnsta kosti 300, enda gera sovézk yfirvöld ráð fyrir að auka fiskveiðar sínar til mikilla muna á næstu árum og ekki sízt síldveið- arnar, sem þeir hafa meira svig- rúm til að stunda en aðrar veiðar. Koma Japanir? Eins og Vísir skýrði frá á sínum tíma, hefir það komið fram í er- lendum blöðum, sem fjalla um fisk veiðar og siglingar, að gera megi ráð fyrir, að Japanir geri út leið- angur á íslandsmið á komandi ver- tíð. Samkvæmt fréttum þessum ætluðu Japanir að senda 10.000 lesta móðurskip, en gera má ráð fyrir, að því fylgi a. m. k. tíu veiðiskip. Mörgum kann að finnast, að Jap- anir fari langt til að sækja sér afla, þar sem þeir þurfa að sigla um hnöttinn hálfan til að komast hing- að,' en á það má benda, að þeir sækja allra þjóða lengst og hafa m. a. haft flota á hinum nýju og auð- ugu miðum við Vestur-Afríku und- anfarið. Þá munar þess vegna ekki um að senda skip hingað, ef þeir gera sér vonir um nokkurn afla. Þröngt á miðunum. Loks er þess ógetið, að nokkrir tugir norskra skipa munu fara á síldveiðar hér við land, og er þá óhætt að segja, að þröngt verður á miðunum hér. Getur þó verið, að þátttaka íslendinga sjálfra verði ekki eins mikil og ætla mætti, þar sem verkfall járnsmiða, sem nú er hafið, hefir svo mikil áhrif á rekst- ur síldarverksmiðja og útgerð skip anna. Ef það stendur lengi, getur það leitt til þess, að rýmra verði um útlendingana á miðunum og þeir veiði síldina, sem við mundum ella senda á erlendan markað. Reykj avíkurbátur sökk undir Jökli

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.