Vísir - 08.05.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 08.05.1962, Blaðsíða 1
VISIR Sóðar síUveiðihorfur / Faxafíóa fram í júfí Iand. Komst hann að orði á þessa leið: Að undanförnu hefur meginhluti aflans verið sumargotssíld þ. e. síld, sem hrygnir aðallega í júlí, og teljum við það góðs vita, að hún skuli kom- in á miðin nú þegar, vegna þess að hrygningarstöðv- arnar eru hér við Faxaflóa og Suðurland. Við teljum því ólíklegt, að' • síldin hverfi af þessum slóðum fj'rr en í fyrsta Iagi eftir hrygn- ingu eða eftir miðjan júlí, þann- ig að veiðihorfur verði góðar 1 — 1*4 mánuð að minnsta kosti, jafnvel næstu 2 mánuði. Það er að vísu svo, að það hefur FramhalO á Dls S Vísir spurði Jakob Jakobsson fiskifræðing í morgun um síldveiðihorf- urnar hér við Suðvestur- Bezta kassa- stykkiö ... ........ Frá hinum fjölmenna kosningafundi Sjálfstæðismanna í gær, Ljósm. Vísis I. M. Forðið höfuðborginni frá sundrung og upplausn Fyrsti almenni kjósendafundur Sjálfstæðisflokks- ins var haldinn í Sjálfstæðishúsinu í gærkveldi við húsfylli og mikinn einhug fundarmanna. Fundarstjóri var Þorvaldur Garðar Kristjánsson og fundarritari Þorbjörn Jóhannesson. Ræðumenn voru ellefu. Fyrsti ræðumaðurinn var Geir Hallgrímsson borgarstjóri. Minnti hann á það í upphafi máls síns, að nú fyrst þyrftum vér Reykvíkingar að vera á verði, þegar samtök, sem oss hefðu aldrei vinsamleg verið, væru farin að hrósa oss. Benti hann í því sambandi á þann vitnisburð, sem Framsóknarmenn gefa Reyk- víkingum nú, að þeir séu „fram- takssamir", en borgarstjórnarmeiri- hlutinn „duglaus". Ennfremur þá hátíðlegu tilkynningu Framsóknar- manna, sem hljóðar svo: „Almennt er álitið að enn verði stjórnar- tímabil Sjálfstæðisflokksins næstu 4 ár“. Borgarstjóranum gengur illa að s' ilja þá Framsóknarrökvísi, eins og öllum öðrum hugsandi mönnum, hvers vegna framtakssamir borgar- ar kjósi sér alltaf „duglausan" meirihluta og ætli enn að fram- lengja stjórnartímabil hans um 4 ár! Þá minnti borgarstjóri á, að óvar- legt væri að treyst' faguryrðum Framsóknarmanna í garð Reykvík- inga fyrir kosningar, enda mættu Reykvíkingar vera minnugir hins neikvæða viðhorfs og afstöðu Fram sóknarflokksins til borgarinnar og borgarbúa, allt frá stofnun flokks- ins til þessa dags. Hann kvað sig og samstarfsmenn sfna í borgarstjórn sakna málefnalegrar gagnrýni og já kvæðra umræðna um málefni borg- arinnar, af hálfu andstæðmganna. Sjálfstæðismönnum dytti ekki ann- að í hug en að ýmsu mætti finna, og slíkar aðfinnslur gætu verið gagnlegar, en stóryrði andstæðing- anna, t.d. þegar Reykjavík væri líkt við þær borgir, sem verst hefðu orðið úti i heimsstyrjöldinni, dæmdu sig sjálf og höfunda þeirra úr leik. Borgarstjóri sagði að eins og áð- ur myndu Sjálfstæðismenn gefa út bláa bók og vísaði til þeirra lof- orða, sem gefin hefði verið í Bláu bókinni fyrir síðustu kosningar. VATNSVEITUMÁL Loforðið um að tryggja Reykvík- ingum nægt neyzluvatn hefur verið efnt þannig, að til stórframkvæmda Vatnsveitunnar hefur verið varið 18 millj. kr. á kjörtímabilinu. Dælustöð var byggð við Gvendarbrunna, og við það jókst vatnsmagn til borgar- innar um 40%. Dreifikerfi eldri borgarhluta hefur verið endurbætt, eldri leiðslur endurnýjaðar, og nýj- ar leiðslur eru um 16,2 km. Dælu- stöðvar voru byggðar innanbæjar. Framkvæmdir eru byrjaðar við byggingu 10 þús. rúmmetra vatns- Geir Hallgrímsson geymis á Litlu-Hlið, sem mun auka afkastagetu Hitaveitunnar um 17%. Viðtæk ví^indaleg rannsókn hef- ur farið fram á sögulegum vatns- bólum í borgarlandinu og áæltun gerð um virkjun Bulluaugna, en það mun auka vatnsmagnið um 70%, m. ö. o. verða viðbót sem nægir fyrir 50 — 60 þús. íbúa. Ennfremur hafa verið settir upp vátnsmælar til þess að sporna við óhóflegri eyðslu j og stuðlað að byggingu vatnsmæla hjá vatnsfrekum inaðarfyrirtækjum. RAFORKUMÁL Lokið var við Steingrímsstöð við Efra-Sog í ágúst J960. Fest hafa verið kaup á 15.500 kílóvatta véla- samstæðu í írafoss-stöðina, og verð ur sú samstæða tekin í notkun I lok næsta árs. Rannsóknir hafa farið fram á stórvirkjunum í Hvítá eða Þjórsá, í sambándi við stóriðju, og lokið er verkfræðilegum undir- búningi að 15 þús. kw gufuaflsstöð í Hveragerði. Byggðar hafa , verið 44 nýjar spennistöðvar. Götulýsingar endur- bættar og götu- og hafnarljósum fjölgað um meira en 50%. HITAVEITAN Haldið hefur verið áfram vísinda- legum rannsóknum og leit að heitu vatni í borgarlandinu. Gufuborinn hefur nú borað 13.500 metra sam- tals fyrir Reykjavíkurborg. Koma úr þessum holum um 125 sekúndu- lítrar við frjálst rennsli, af 130 stiga Framhald á jís 5. Á morgun verður My Faii Lady sýnd í ÞjóSleikhúsinu i 30 sinn. Enn er varla nokkurt lát á sýningunum. Er alltaf uppselt á þær og oft hafa margir orðið frá að hverfa. Enn er erfitt að spá um hve margar sýningamar geta orð- ið, en ekki ólíklegt að þær muni komast á fimmta' tug inn. í fyrstu voru sumir vantrú aðir á það, að hægt yrði að koma þessu mikla leikhús- verki á svið hér, en það hefur nú komið í ljós, að hér verður um að ræða fjárhagslega eitt bezta viðfangsefni Þjóðleik- hússins, því að eftir að tutt- ugu sýningar voru haldnar fór leikhúsið að hafa beinan hagnað af sýningunum. My Fair Lady verður sýnt Þjóðleikhúsinu til loka þessa leikárs eða fram í júlí. Sýningin verður ekki tekin upp aftur næsta haust, held- ur verður leiktjöldum skilað eftir lánið í sumar. Kjósendafund ur á Akureyri Frá fréttaritara Vísis, Akureyri í morgun. Fyrsti kjósendafundur Sjálfstæð- isflokksins á Akureyri vegna vænt- anlegra bæjarstjórnarkosninga var haldinn í gærkvöldi f Borgarbíó fyr- ir fullu húsi. Níu frambjóðendur Sjálfstæðis- lisfans tóku til máls, þeir voru Jón G. Sólnes, Jón M. Jónsson, Sigurð- ur Hannesson, Árni Jónsson, Jón Viðar Guðlaugsson, Kristdór Vig- fússon, Sigurður Guðlaugsson, Jón Þorvaldsson og Gísli Jónsson. Fund arstjóri var Jónas G. Rafnar og ritari Jakob Ó. Pétursson. Mikill áhugi fyrir málefnum Sjálfstæðisflokksins og einhugur rfkti á fundinum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.