Tölvumál - 01.02.1989, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.02.1989, Blaðsíða 6
ÁVARP FORMANNS BREYTINGAR Á STJÓRN FÉLAGSINS Á síðasta aðalfundi varð nokkur breyting á stjórn Skýrslutækni- félagsins. Dugmiklir félagar sem hafa, að öðrum ólöstuðum, verið lykilmenn í starfi félagsins á undanförnum árum, gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi starfa í stjórn. Þau eru Páll Jensson, Lilja Ólafsdóttir og Stefán Ingólfsson. Þeim kunnum við bestu þakkir og óskum alls hins besta, vitandi það að við getum alltaf leitað til þeirra til góðra verka. Inn í stjórn komu Bjarni Júlíusson, ritari, sem sat sem varamaður síðasta tímabil, Guðbjörg Sigurðardóttir, meðstjórnandi, sem ekki hefur setið í stjórn áður, Jón Gunnar Bergs, varamaður og Kjartan Ólafsson, féhirðir, en hvorugur þeirra hefur áður setið í stjórn. Vænti ég mér góðs af samstarfinu við þau. HVAÐ ER FRAMUNDAN? Þegar tekið er við stjórn í jafn öflugu félagi og Skýrslutæknifélaginu er erfitt að gera betur en áður hefur verið gert. Það er markmið þessarar stjórnar að halda áfram því starfi sem byggt hefur verið upp á undaförnum árum og leggja áherslu á þau mál sem eru efst á baugi hverju sinni. Við hefjum vetrarstarfið með félagsfundi um ólöglega afritun og dreifingu á hugbúnaði sem er vaxandi vandamál hér á landi. Honum verður fylgt eftir með ráðstefnu um rafeindaflutning viðskiptaupp- lýsinga og þau not sem við getum haft af tölvum við samskipti. Er það í samræmi við þá stefnu að leggja megináherslu á fundi og ráðstefnur en minni áherslu á námskeiðahald, enda er framboð námskeiða nú svo mikið, að erfitt er að finna geira til að stinga niður fæti á. 6 / TOLVUMAL

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.