Tímarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tölvumál

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Tölvumál

						Tölvumál Mars 1989
Kynning á
LBMS-
notenda-
hópnum
Guðbjörg Sigurðardóttir
Fyrsti Notendafundurinn
verður haldinn 17. mars
LBMS er skammstöfun á nafni
fyrirtækisins Learmonth & Burchett
Management Systems Ltd. Um
nokkura ára skeið hefur fyrirtækið
haldið námskeið hér á landi, fyrst á
vegum SKÝRR og nú vegum
Stjórnunarfélags fslands. Fyrir-
tækið býður upp á námskeið í
kerfisgreiningu og hönnun (LSDM-
kerfisfræðiaðferðin) og hafa þau
verið fjölsótt. Einnig er boðið upp á
námskeið í stefnumótun í upplýs-
ingamálum (LEAP), verkefna-
stjórnun, skrifstofusjálfvirkni og
forritun.
Hópurinn var formlega stofnaður
þann 9. febrúar 1989 eftir nokkurn
undirbúning. Tilgangurinn með
stofnun hans er að miðla þekkingu
og auka notkun á aðferðum LBMS.
Starfsemi hópsins felst aðallega í
notendafundum. Stefnt er að því að
halda 2 stóra notendafundi á ári, þar
sem notendur LBMS-aðferðanna fá
tækifæri til þess að hlýða á erindi
sem tengjast notkun þessara aðferða
eða nýjungum og ræða málin.
Erindi flytja notendur hér á landi og
einnig fulltrúar frá LBMS. Erindin
koma vafalaust að góðu gagni, en
það sem gefur notendafundum sem
þessum hvað mest gildi er að fólki
gefst tækifæri til að ræða þau
vandamál sem upp koma við aðra,
utan síns fyrirtækis. Einnig fæst
tækifæri til þess að koma með
fyrirspurnir til kennara í fræðunum
og þeirra sem hvað lengsta reynslu
hafa í notkun þessara aðferða.
En hvers vegna er verið að stofna
notendahóp fyrir þessa aðferð frekar
en einhverja aðra, er spurning sem
vafalaust vaknar hjá mörgum sem
lesa þessar línur.
Það hefur víða verið feimnismál, í
tölvudeildum fyrirtækja, að starfs-
fólk hefur notað þær aðferðir sem
því hefur hentað hverju sinni eða
bara sest niður og forritað. Frá-
gangur á kerfum hefur verið þannig
að þegar höfundur kerfis hættir hjá
fyrirtæki þá skapast hálfgert
vandræðaástand vegna þess að
meirihluti þekkingarinnar um kerfið
er í höfðinu á höfundinum.
Flest fyrirtæki gera sér grein fyrir
nauðsyn þess að mennta starfsfólk
sitt en senda það næsta tilviljunar-
kennt á námskeið þ.a. ekki er fylgt
neinni heildarstefnu hvorki í mennt-
un starfsfólks né þeim aðferðum
sem notaðar eru í kerfisgerð.
I stuttu máli sagt byggist val okkar á
LBMS- aðferðinni á þörfinni fyrir
vönduð, stöðluð vinnubrögð, sem
studd eru með góðri kennslu og hafa
sannað ágæti sitt.  Allt þetta teljum
við að LBMS- aðferðirnar bjóði upp
á ef notkun þeirra er vel fylgt eftir í
fyrirtækjunum. Meðstofnun
LBMS-notendahópsins er svo verið
að styrkja stöðu þessarar aðferða-
fræði í þeim fyrirtækum sem valið
hafa að nota þessa aðferð og hafa
mörg hver gert hana að staðli fyrir
sína hugbúnaðargerð.
Eftirtaldir aðilar eru í stjórn LBMS-
notendahópsins og taka við ábend-
ingum um fundarefni og veita upp-
lýsingar um starfsemi hópsins:
Bernt Kaspersen, Landsbanka
íslands (Mjódd)
Björn Thorarensen, Iðnaðarbanka
íslands
Glenn Michael, LBMS Aberdeen
Guðbjörg Sigurðardóttir,
Ríkisspítulum
Halldóra Mathiesen, Flugleiðum
Jónas Sigfússon, ÍSAL
Ómar Ingólfsson, SKÝRR
Stjórnunarfélag íslands hefur veitt
margvíslega aðstoð við að koma
LBMS-notendahópnum á laggirnar
og á það hinar bestu þakkir skilið.
Stjórnunarfélagið heldur utan um
félagaskrá LBMS-notendahópsins
og er þeim sem áhuga hafa bent á að
skrásigþar. Engin félagsgjöld eru
innheimt heldur er aðeins greitt fyrir
þátttöku í þeim notendafundum sem
viðkomandi sækir.            |  |
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16
Page 17
Page 17
Page 18
Page 18
Page 19
Page 19
Page 20
Page 20