Vísir - 23.05.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 23.05.1962, Blaðsíða 1
Göturnar fullgerðar -16. síða Árásunum á borgarstjóra svarað — 9. síða MEIRIHLUTim í HÆTTU 2.400 atkvœði skorti á í síðustu kosningum ★ Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosn- ingunum halda því mjög á lofti að meirihluti Sjálfstæðisflokks- ins sé öruggur. Því miður er það ekki svo. Sjálfstæðisflokkur- inn er alls ekki viss um að halda meirihlutaaðstöðu sinni eftir kosningarnar á sunnudaginn. •jr Ástæðurnar til þess eru eftirfarandi: Hið mikla kjörfylgi, sem ftokkurinn naut í kosningunum 1958, er hann fékk 10 fulltrúa, byggðist að nokkru leyti á því, að þá sat vinstri stjórn að völdum. Hún var óvenju dáðlaus og var orðin mjög óvin- sæl hiá borgarbúum sökum þess hve mjög hún skattlagði almenning og veitti efnahagsmálunum slæma forsjá. Því lýstu margir kjósendur vantrausti sínu á vinstri stjóminni með því að greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði, þótt þeir hefðu aldrei gert það fyrr. Of mikil bjartsýni er að ætlast til að þau at- kvæði komi nú aftur til skila. ★ í annan stað bjóða nú óvenju margir flokkar fram gegn Sjálfstæðisflokknum hér í bænum. Andstæðingalistarnir em fimm talsins. Þetta hefir það í för með sér að atkvæði geta skipzt þannig milli flokkanna, að Sjálfstæðisflokkurinn beri af þvi hallann, sem stærsti flokkur borgarinnar. Af þessum ástæðum fer því fjarri að Sjálfstæðisflokkur- inn sé öruggur um að halda meirihlutanum. Eins og Geir Hall- grímsson borgarstjóri benti á í gærkvöldi í útvarpsumræðun- um, skorti Sjálfstæðisflokkinn 2.400 atkvæði í síðustu almenn- um kosningum, þingkosningunum, til þess að vera í meirihluta í borginni. Ekkert sýnir betur fram á þá hættu sem flokkurinn er nú staddur í en þessi tala. ★ Það yrðu borginni og íbúum hennar erfið ár, ef samsteypa fiinrn vinstri flokkanna næði völdum í kosningunum. En því míður er sá möguleiki raunhæf staðreynd nú þremur dögum fyrir kosningar. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins er ekki örugg- ur fyrr en borgararnir sjálfir gera hann að veruleika, sagði borgarstjóri. Enginn Sjálfstæðismaður má því liggja á liði sínu þá daga sem eftir eru. Aðeins með atfylgi allra fram- farasinnaðra manna i borginni mun Sjálfstæðisflokkurinn halda meirihlutanum. Valið stendur milli styrkrar stjórnar eða sundraðrar vinstrisveitar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.