Vísir - 25.05.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 25.05.1962, Blaðsíða 1
V 52. árg. — Föstudagur 25. maí 1962. — 117. tbl. Yngsti frambjóðandinn Stórkostleg þróun borgurinnur 9. s. * Avarp til Reykvíkinga Sjálfstæðismenn hafa stjórnað höfuðborg íslands með þau sjónarmið í huga, að láta hið bezta í íslendingseðlinu njóta sin: Frjálsræði og framtak, sem frá upphafi vega hefur verið óaðskiljanlegur eðlisþáttur íslenzkrar þjóðar, og samhjálp og félagshyggju, sem glöggt kom í ljós þegar á gullöid íslendinga í fullkomnustu og mannúðlegustu trygginga- og fátækralög- gjöf þeirra tíma. Framtak og atorku borgara og bæjarfélags í byggi- legu og velviljuðu samstarfi hafa sameiginlega lyft þeirn Grett- istökum framfara og framkvæmda, sem allir hafa fyrir augum, sem óblindaðir eru af fordómum og ofstæki. Andi samhjáipar og félagshyggju hefur skapað sjúkum og snauðum aðhlynn- ingu og fyrirgreiðslu betri og meiri en annars staðar. Sam- fara þessu hefur þess jafnan verið gætt, að fjárhagur borgar- innar stæði föstum fótum, til þess að traust og örugg væri undirstaða framkvæmda og félagslegra aðgerða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt gögnin á borðið. Hvert heimili í Reykjavík fær prentaða stefnuskrá okkar og greinar- gerð um unnin störf. Þegar Reykvíkingar hafa kynrit sér mál- in, kveða þeir upp sinn dóm. Nú sem fyrr verður þar róleg ihugun staðreynda yfirsterkari æsingum og moldviðri. Meðan heilbrigð dómgreind Reykvíkinga ræður, mun borginni okkar vel farnast. Gunnar Thoroddsen. Fjölmertnum á fundinn í kvöld í kvöld verður kosningafundur D-listans haldinn í Háskólabíó. Hefst hann kl. 9 en Lúðrasveit Reykjavíkur leikur þar frá kl. 8,30. Níu Sjálfstæðismenn flytja ræður og stutt ávörp. Stunðingsmenn D-listans eru beðnir um að f jölmenna á þenn- an fund. Nú eru aðeins tveir dagar til kosninga og þurfa allir þeir sem láta sér annt um hag Reykjavíkur að sækja fundinn og hrinda atlögu andstæðinganna í kosningunum. Ólafur Thors Guðrún Erlendsdóttir Gunnar Thoroddsen Úlfar Þórðarson Birgir Kjaran Friðleifur Friðriksson Þór Vilhjálmsson Sigurður Magnússon Geir Haligrímsson i i i i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.