Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
Þriðjudagur 29. maí 1962.
y\
S VIAR FA
ÁHUGA Á
SKUGGA-
Þúsundir krakka þekkja
hann af því aö hann var Ieik-
stjóri Kardiinommubæjarins,
enn fleiri bæði ungir og gamlir
kannast við hann síðan í vetur
af þvf að hann er búinn að
stjórna Skugga-Sveini 50 sinn-
um f striklotu, margir eru hon-
um þakklátir fyrir að hann setti
á svið í vetur fyrsta heils-
kvölds leikritið í unglingaskóla
hér í borginni, en dagblöðin f
borginni tala oftar við hann en
aðra starfsmenn Þjóðleikhúss-
ins, af því að hann er blaða-
fulltrúi stofnunarinnar.
Klemens Jónsson heitir hann,
og fréttamaður Vísis skrapp
upp á bókasafn Þjóðleikhússins
og spjallaði við hann þar um
stund.
—  Ertu ekki ánægður með
gengi Skugga-Sveins á aldaraf-
mæli hans?
—  Satt að segja er ég aldrei
ánægður með það sem ég geri,
finnst alltaf eitthvað vanta og
hægt að gera betur, og þannig
verði maður að hugsa til að
vera kröfuharðari við sjálfan
sig og vinna sér verkið ekki of
létt. Annars hef ég haft mjög
mikið gaman að vinna að
Skugga, einkum hef ég haft
mikið traust og hald af Har-
aldri Björnssyni og Valdimar
Helgasyni, sem eru orðnir menn
svo kunnugir, þeir hafa leikið
oftar en hundrað sinnum í
honum. Mér er næst að halda,
að það væri erfitt að leika leik
eins og Skugga, þegar þessi
kynslóð er liðin undir lok, svo
ólíkt betur getur hún lifað sig
inn í andrúmsloftið, sem leik-
urinn er sprottinn úr.
— fað var nú nokkuð sett út
á leikstjórn þfna eða öllu held-
ur hvernig þú hefðir tuktað til
leikritið og breytt.
—   Einn leikdómarinn bar
mér á brýn að ég hefði bætt
inn í leikritið. Þetta er annað
hvort vísvitandi rangt eða af
vanþekkingu talað. Vitaskuld
hef ég ekki tekið mér neitt slíkt
bessaleyfi. Hitt er rétt, að ým-
ist hefir verið styttur texti eða
tekin með kvæði, sem ekki hafa
áður verið sungin 011, notaðir
allir þeir söngvar, sem til voru.
Ég verð að játa, að misræmis
kennir að því leyti að lögin eru
sundurleit, þau eru ekki aðeins
eftir tvö, heldur þrjú tónskáld.
Það þarf að stefna að því að
notuð séu lög eftir aðeins eitt
tónskáld. Leikritinu breytti höf-
undur oftar en einu sinni sjálf-
ur. Og að þessi sýning nú þurfi
að vera eins og einhver sýning,
sem einhver sá fyrir löngu,
finnst mér ekki nauðsynlegt
Það er ekki hægt að endurtaka
eldri sýningar, herma eftir
þeim eða „kopiera". Stytting-
arnar sem nú hafa verið gerðar.
^ru alls ekki til lýta.
—  Það virðist a. m. k. ekki
hafa dregið ur aðsókn í vetur,
að eitthvað hefir verið sett út
á sýninguna?
—  Nei. Það getur verið, að
umtalið hafi vakið forvitni
margra og þvl aukið aðsókn.
Hún hefir farið svo langt fram
úr því, sem nokkur lét sig
dreyma um, er margfalt meiri.
Það er svo stutt síðan Skuggi
var sýndur hér síðast tæp níu
ár, svo að varla var búizt við
meiru en 20-25 sýningum að
þessu sinni, En svo eru þær
bara komnar í 50, sem er víst
einsdæmi á einu leikári hér í
bæ.
—  Þekkir þú Skugga-Svein
frá fornu fari eða hvenær sástu
hann fyrst?
—  Það var nú ekki fyrr en
ég iék með í honum hér f
Þjóðleikhúsinu. 1953 og Harald-
ur Björnsson var leikstjóri. Ég
lék þá Ketil skræk, og fyrr
hafði ég ekkl séð leikinn, þótt
skömm sé frá að segja. Svo nú
í vetur tók ég við hlutverki Ög-
mundar af Rúrik Haraldssyni,
þegar hann hafði leikið á tólf
sýningum en þá byrjuðu æfing-
ar hjá honum i My Fair Lady.
— Hvenær lékstu annars þitt
fyrsta hlutverk á sviði?
—  Það Var hlutverk Andrés-
ar yngsta sonarins í Orðinu
eftir Kaj Munk, hjá Leikfélagi
Reykjavíkur 1943 og_ Lárus
Pálsson var leikstjóri.
—   Svo lagðirðu fyrir þig
leiklistarnám?
—  Já, ég byrjaði árið áður i
leiklistarskóla Haraldar Björns-
sonar, var hjá honum í tvo
vetur. Og 1045 hélt ég til Lon-
don og innritaðist í Royal Aca-
„Klifurmúsin og hin dýrin í Hálsaskógi" eftir Thorbjörn Egner, einn snjallasta og vinsæl-
asta núlifandi barnaleikritahöfund Evrópu, verður flutt í Þjóðleikhúsinu í haust. Leikstjóri
verður Klemens Jónsson, og hér hefir hann fyrir framan sig líkan af leiksviðinu í pessu
nýjasta leikriti eftir Egner, og auðvitað er hann sjálfur leiktjaldamálari svo sem höfund-
ur leikrits, ljóða og laga sem fyrr. (Ljósm. Vísis I. M.)
veggi skólans, svo sem Charles
Laughton o. fl.
—  Taka þeir önnur leikskáld
til meðferðar í skólanum en
brezku snillingana?
—  Já, en fyrst og fremst þá,
en annars skiptist það í tvennt,
tekin fyrir annars vegar klass-
isk leikrit og hins vegar nú-
tímaverk. Að vísu vill það við
brenna, að Englendingar meti
sína snillinga umfram annarra
þjóða, en þó er „það^aJls ekki
svo, að þeir gangi ffamþjá leik-
skáldum annarra landa, síður
en svo. T. d. hefir mikið verið
leikið af leikritum Tákkofs og
Ibsens í London. Þeir eru þar
í miklum metum, og einnig í
borgunum úti um landið er
haldið uppi ágætri leikstarf-
semi, í svokölluðum Repertory-
leikhúsum, eða „Reppunum"
eins og við köllum þau til stytt-
ingar. Nútímaverkin eftir erlend
leikskáld eru lfka mörg flutt
þar. Og ekki má gleyma því, að
einmitt frá Englandi koma
seinni árin mörg þau leikrit,
sem marka timamót í leikrit-
un, nægir að nefna „reiðu ungu
mennina" og þá sem á eftir
þeim komu, „kitchen-sink"-
skáldin svokölluðu, svo að nú
demy of Dramatic Art, var þar
í þrjú ár.
— Voru aðrir íslendingar þar
við nám á þeim tíma?
—  Já, flestir fóru þá héðan
þangað til leiknáms ytra. Fyrst
var þar liklega Hildur Kalman.
Samtímis mér var Gunnar Eyj-
ólfsson þar, og aðrir, sem
stunduðu þar nám á árunum
eftir stríð, voru Ævar R. Kvar-
an. Herdís Þorvaldsdóttir, Bald-
vin Halldórsson Einar Pálsson,
Steinunn Bjarnadóttir, Hólm-
fríður Pálsdóttir, Karl Guð-
mundsson og fleiri.
— Er þetta einn helzti leik-
listarskóli Englands?
—  Það held ég sé óhætt að
segja. Margir ágætustu Ieikarar
þeirrí. hafa fengið menntun sína
þar og standa nöfn margra
þeirra letruð gullnum stöfum á
er að spretta upp f Englandi
eftirtektarverð ný kynslóð með-
al leikskálda, sem gera garðinn
frægan. Við höfum séð tvö
slíkra verka hérna f Þjóðleik-
húsinu, „Horfðu reiður um öxl"
og ¦ „Húsvörðinn", sem bæði
hafa vakið mikla hrifningu hér
sem annars staðar.
—  Hefirðu farið út annað
veifið siðan þú varzt þar við
nám?
—  Nokkrum sinnum, en þó
of sjaldan. Fátt er leikurum
nauðsynlegra en að sigla og
svipast um, fylgjast með því,
sem er að gerast úti. T. d. ætti
að vera meira um svokallaðar
Ieikaravikur en verið hefir, það
eru of fáir sem njóta þeirra.
—  Hvernig er þeim háttað?
—  Það eru Norðurlönd, sem
skiptast á  slíkum  vikum,  þó
hefir hún aðeins einu sinni ver-
ið haldin hér. Danir bjóða til
sfn á hverju ári, einum frá
hverju landi, nema tveim boðið
frá Finnlandi, af því að tvö
tungumál eru í landinu, og svo
bjóða Danir tveim dönskum
leikurum þátttöku, einum úr
borg og einum utan af lands-
byggðinni og sama gera Svíar.
Leikaravikan miðar að auknum
kynnum milli leikara landanna,
farið er í leikhús, fylgzt með
æfingum og gert allt til að
vikan verði að sem mestu
gagni, Og, sem sagt, meira ætti
að vera af 'sliku.
—  Hvaða leikarar eru þér
eftirminnilegastir, þeirra sem
þú hefur séð erlendis á seinni
árum?
— Frá ná. .sárunum í London
man ég helzt eftir John
Gielgud, Laurence Oliver og
Ralph Richardson, það voru
stærstu nöfnin þá og hefir
væntanlega ekki hnignað mik-
ið við, að búið er að aðla þá
fyrir leiklistina, svo að nú eru
þeir komnir með sir-nafnbótina
fyrir framan. En auðvitað koma
menn og fara. Sá hinna ungu
ensku leikara, sem ég hef orð-
ið hrifnastur af nýverið, er Al-
bert Finney, sem lék Luther
eftir Osborne og hér hefir sézt
í kvikmyndinni Saturday night
and  Sunday  morning,  er hér
• var sýnd nýlega. Það er auð-
séð, að þessi ungi maður er fá-
gætlega þroskaður leikari, sem
kemur mjög á óvart. Það er
sögð af honum sú saga, að
þegar sýnt þótti, að hann stæð-
ist ekki prófin í menntaskólan-
um, hafi maður einn af tilvilj-
un orðið til að ráða honum að
snúa sér að leiklist, svo að
hann innritaðist þá £ Royal
Academy of Dramatic Art, og
er nú sem sagt einhver sá mest
umræddi og efnilegasti ungra
leikara í Englandi. En úr því að
farið er að tala um útlenda leik-
ara, held ég, þegar allt kemur
til alls, að af engum hafi ég
hrifizt meira en franska lát-
bragðsleikaranum Marcel Mar-
ceau, einhver mesti snillingur,
sem hægt er að hugsa sér í
þessari grein. Hann minnir tals-
vert á Chaplin, í þöglu mynd-
unum, þótt ekki sé um stæl-
ingu að ræða. Eins og hann lýs-
ir hann á snilldarlegan hátt ut-
angarðsmanninum, litla mann-
inum, sem flestir sparka í. Mar-
ceau er hreint ógleymanlegur
listamaður, og mikið vildi ég
óska, að hann yrði fenginn
hingað til lands til að sýna
listir sínar. Hann er nefnilega
einn hinna fáu leikara, sem all-
ir skilja hvar sem er í heimin-
um, þvf að hann sýnir einungis
látbragðsleik.
—  Ég vil nota tækifærið að
þakka þér fyrir sýninguna ykk-
ar á „Manni og konu" í Haga-
skóla. Hvernig stóð á því að
þú réðst í þetta með svona
ungt fólk?
—  Það er von að þú spyrjir,
hafa fleiri gert og flestir töldu
þetta óðs manns æði. Það var
skólastjórinn, Árni Þórðarson,
sem átti u pptökin að þessu
djarfa fyrirtæki. Hann kvaðst
líta á þetta sem þátt í íslenzku-
kennslunni, til að koma ung-
lingunum í snertingu við
bókmenntirnar, gera þá lifandi
þátttakendur í þeim á þennan
hátt. Við vorum nokkuð lengi
að æfa, bæði af því að inflú-
enzan tafði og einnig var
þetta allt fólk, sem aldrei hafði
stigið á leiksvið áður. En 6-
segjanlega skemmtilegt var að
vinna með þessu fólki og út-
koman ánægjuleg, Árni skóla-
stjóri á miklar þakkir skíldar
fyrir að hafa riðið á vaðið. Ég
veit ekki til, að fyrr hafi verið
færzt í fang að svo ungir leik-
arar tækju til flutnings heils
kvölds leikrit. En þetta sýnir,
hvað hægt er að gera með vel
gefnum unglingum. Vonandi fer
á eftir, að aðrir skólar reyni
fremur að leita að íslenzkum
verkefnum fyrir unga fólkið, t.
d. mjög hægt að færa í leikrits-
btining sögur«og þætti eftir Ein-
ar H. Kvaran, Jón Trausta o. fl.
Það er ólíkt geðfelldara en að
fá þeim í hendur vafasama
skopleiki þýdda.
—   Hvar hefirðu stjórnað
sjónleikjum á fleiri stöðum?
—  Aðallega hér í grennd-
inni f Hveragerði, Hlégarði í
Mosfellssveit, Hafnarfirði og
Kópavogi, þar setti ég upp
Músagildruna eftir Agöthú
Christie, leikritið sem búið er
að leika samfallt í 10 ár f Lon-
don.
Nú er ekki lengur til setu
boðið. Klemens þarf að fara inn
í sal til að prófa nemendur, sem
eru að útskrifast úr leikskóla
Þjóðleikhússins.
Framh. á 10. síðu.
>.
I
i
t
5
Wtf
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16