Vísir - 29.05.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 29.05.1962, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 29. maí 1962. VISIR Breyting othuguð á inn- tökuskilyrðum í Vélskólunn Eisenhower þáv. Bandaríkjaforseti og Édward L Beaeh kafbátsforingi. Sigldi / kafi um- hverfís hnöttinn Um þessar mundir er stadd- ur á Keflavíkurflugvelli Ed- ward L. Beach skipstjóri, sem stjómaði kafbátnum Triton, er hann fór neðansjávar umhverf- is jörðina vorið 1960. Var ferðaáætlunin nefnd „Magellan Project", því kafbát- urinn var látinn þræða sömu leið og skip Magelians fór um það bil hálfri fimmtu öld áður. Siglingarleiðin var rúmlega 30,000 mílur og tók siglingin S4 daga, en einu sinni neyddist kafbáturinn til að koma úr kafi skammt frá Argentínuströnd- um til þess að leggja á land skipverja, sem veikzt hafði hastarléga. Beach skipherra er hér ekki á ferð á vegum flotans, og hef- ir hann verið fenginn til að flytja fyrirlestur um hnattför- ina í félagi einu hér í bænum einhvern næstu daga, en auk þess mun hann sýna kvikmynd, sem hann tók við það tækifæri í kafbátnum. Þess má geta, að Beach var um fjögurra . ára skeið ráðu- nautur...E'isenhowers flotafor- ingja ■ í flotamálum, og hefir hann verið sæmdur fjölda heið- ursmerkja fyrir þau störf og önnur í fiota Bandaríkjanna. Tólf rnílnn fískveiiimörk áformuð við írhnd Brezka biaðið FISHING NEWS | birtir frétt um það, að ÍRLAND (EIRE) ætli að færa fislcveiða- mörk sín út og verði þau ákveðin 12 mílur og sé fiskimáladeild stjórnarinnar að ganga frá loka- tillögum í málinu. Haft er eftir opinberum tals- manni í Dyflinni: „Við höfum mik- inn áhuga fyrir að færa út fisk- veiðimörk okkar og erum sannast að segja að undirbúa samkomulags umleitanir um málið, en þetta verður að gerast með samkomu- lagi og ekki hægt að taka ákvörð- j un nema á ráðstefnu með öllum i hlutaðeigandi þjóðum.“ Blaðið minnir á, að fyrir tveim- ur árum hafi írland fært út fisk- veiðimörkin allverulega í þágu írskra fiskimanna, og ennfremur segir það, að nú sé almennt viður- kennt, að þriggja míina fiskveiði- mörkin séu algerlega úrelt, en þrátt fyrir margar alþjóðaráðstefn- ur hafi ekki reynzt unnt að ná samkomulagi, sem allir geti sætt sig við. Ennfremur, að vandamál ,sem þegar yrði fyrir höndum með 12 mílna mörkum, að því er írsk stjórnarvöld og landhelgisgæzlu varðar, sé gæzla stækkaðra fisk- veiðisvæða innan 12 milna marka, og jafnvel við núverandi mörk sé um ófuilnægjandi gæzlu að ræða og sé það viðurkennt af mörgum. „Alltaf til athugunar". Blaðið ræðir einnig fréttir þær, sem nýlega voru birtar í ýmsum kunnum blöðum um væntanlega 12 mílna landhelgi við Bretland á næsta ári (þeirra frétta hefur ver- ið getið í Vfsi) og kveðst hafa fengið upplýsingar frá áreiðanleg- um heimildum um að þessar frétt- ir sé vissulega ekki — eins og sakir standa — hægt að staðfesta. Hefur fréttamaður frá þvi eftir talsmanni fiskimálaráðuneytisins eftirfarandi: „Við vitum ekki hvernig þessar fréttir eru til komnar, þær byggj- ast algerlega á ágizkunum, og við getum ekki rætt þær. Þetta er mál, sem alltaf er til athugunar og ekk- ert nýtt komið til sögunnar. Við getum vissulega ekki staðfest þetta og við teljum líklegt að frétt- irnar séu komnar einhvers staðar eriendis frá.“ Sumarvinna Stúlkur óskast til starfa vi ðsumarhótel. Uppl. í síma 12423 eftir kl. 8 í kvöld. Hæsti vinningur i hverjum (lokki 1/2 milljón krónur. Dregið 5 hvers mánaðar VÉLSKÓLANUM var sagt upp í 46 .sinn 12. mai sl. og lýsti Gunn- ar Bjarnason skólastjóri starfi skól ans í vetur í skólaslitaræðu sinni. Hann sagði m.a. að þrátt fyrir mikinn skort vélstjóra og annarra tæknifróðra manna ,hefði aðsókn að skólanum alltaf verið misjöfn frá ári til árs, m.a. af þeirri á- stæðu, að inntökuskilyrði væri 4ra ára iðnnám i vélaverkstæði. í at- hugun væri að koma upp undir- búningsdeild við skólann og væri þá greiður aðgangur fyrir þá, sem stundað hefðu nám við Gagnfræða skóla verknáms og loki þaðan prófi. Sama máli gegndi um raf- virkjadeildina, enda aðsókn þar alltaf ófullnægjandi, en vrsntan- lega yrði brátt bætt úr því, enda væru samtök rafvirkjameistara farin að gefa málinu gaum. Kennslu var hagað eins í vetur og sl. ári og efnt var til tveggja námskeiða, annað fyrir bifvéla- virkja og fjallaði um dieselvélar. Hafa 48 bifvélavirkjar sótt slík námskeið. Hitt námskeiðið var fyr ir starfsmenn rafveitna ríkisins á ýmsum stöðum á landinu. í vetur var f fyrsta sinn hald- inn hátíðlegur svonefndur „skrúfu dagur“, sem halda skal framvegis 12. febrúar ár hvert, og á hann að vera kynningardagur vélskóla- nema, vélstjóra og eiginkvenna þeirra. Tveir menn eru heiðraðir árlega .kennari og nemandi, og fær hvor heiðursgjöf, skrúfu á fæti. Velja kennarar nemandann, sem heiðurinn skal hljóta, og öfugt. Gjafir höfðu skólanum borist á skólaárinu. Hópur nemenda, sem áttu 10 ára vélstjóraafmæli við síð ustu uppsögn afhentu skólanum kvikmyndasýningarvél af fullkomn ustu gerð. Þorsteinn Ársælsson vélstjóri afhenti bókasafni skól- ans að gjöf safn bóka eftir föður sinn Ársæl Árnason bókbindara. Voru .það ýmist frumsamdar bæk- ur eða þýðingar. Er skólanum mik ill fengur að gjöfum þessum og ekki síður að því hugarfari, sem þær bera vott um, Þvínæst lýsti skóiastjórinn ný- loknum prófum. 62 nemendur gengu undir próf: 35 vélstjórar undir fullnaðarpróf úr rafmagns deild, 15 undir vélstjórapróf og 12 undir fullnaðarpróf rafvirkja. Af fullnaðarprófsvélstjórum hlutu 2 ágætiseinkunn, þeir Gísli Gíslason (7,44) og Sigurður Haraldsson (7, 01), 10 hlutu 1. eink., 16 2. betri, 6 2. lakari, ein 1 stóðst ekki. Af þeim ,sem luku vélstjóraprófi hlutu 3 ágætis einkunn, þeir Magnús Már Sævar Gústafsson (7, 74), einhver hæsta einkunn, er tekin hefur verið við skólann), Björgvin Þór Jóhannsson (7,51) og Adolf Tómasson (7,15), 3 hlutu 1. einkunn., 7 2. betri og 2. lakari. Af rafvirkjum hlutu 3 ágætiseink unn, þeir Ólafur Jóh. Sigurðsson (7,51), Sigurjón Antonsson (7,45) og Bj. Páll Óskarsson (7,01). Fimm rafvirkjar hlutu 1 .eink., 1 aðra betri og 3 aðra lakari. Skólastjóri afhenti bókaverð- laun til þeirra, sem hæsta eink- unn höfðu hlotið í hverri deild. Þessir hlutu verðlaun: Gísli Gísla- son, Magnús Gústafsson og Ólaf- ur Jóh. Sigurðsson. Þorsteinn Árnason vélstjóri kvaddi sér hljóðs, en hann er nú einn á lífi þeirra, sem luku prófi fyrir 45 árum. Sagðist Þorsteinn minnast með ánægju veru sinnar í skólanum, sem lauk fyrir 45 ár- um og árnaði hinum nýútskrifuðu vélstjórum og skólanum heilla með hlýjum orðum. Skólastjóri þakkaði Þorsteini langt og heilla- drjúgt starf í þágu skólans, en hann hefur m.a. verið prófnefnd- armaður við skólann um árabil og var löngum framarlega í félags- málum vélsljóra. í upphafi þessarar athafnar kvaddi Hákon Þorsteinsson vélstj. sér hljóðs og mælti fyrir hönd 10 ára vélstjóra. Afhenti hann skólan um vandaðann ræðustól, með merki skólans, að gjöf frá þeim félögum. Skólastjóri þakkaði þessa veglegu gjöf og tók hana í notk- un. Síðan sagði skólastjóri skólan- um slitið. Niósnahringir upprættir Stjórnin í Bonn tilkynnir, að hún hafi upprætt 5 njósnahringa kommúnista í V.-Þ. undangengnar vikur. Hættulegasti hringurinn starf- aði í Koblentz, en þar höfðu njósn- arar kommúnista komist í trún- aðarstöður, þar sem þeir höfðu að- gang að hernaðarlegum leyndar- málum. Um 300 menn hafa verið handteknir. — Njósnarar þessir tóku við fyrirskipunum frá austur- þýzkum embættismönnum. Skriöuhlaup — Frh. af 16. síðu: al annars eyðilagðist svokallaðar Norðmannalundur að verulegu leyti. Segja þeir, sen, séð nafa að mikil umskipti hafi orðið á svip fjallsins þa. sem skriðan féll, og þar sem áður var skógi- og gróðri hlíðin sjái nú ekki annað en nakta og mórauða móbergsklöpp. Sjónarvottar segja að stórkost- legt hafi verið að sjá skriðuna koma niður fjallið, eldglæringar hafi myndazt af núningi grjótsins og gufa hafi stigið upp af skriðu- fallinu. Gnýr varð ógurlegru og því líkast sem fjaliið væri allpt að hrynja. Ánægðir — Frh. af 16. síðu: væru bornar saman hafi Alþýðu- flokkurinn bætt við sig um 1000 atkvæðum. Hann kvaðst ekki neita ; því að hafa orðið fyrir vonbrigðum 1 með suma kaupstaðina, en svo væru aðrir staðir, þar sem Alþýðu- flokkurinn hefði staðið sig betur. Heildarniðurstaðan sagði hann að , enda þótt hann hefði búizt við betri útkomu á nokkrum stöðum megi Alþýðúflokkurinn vel við una. TVEIR FLOKKAR. Próf. Ólafur Jóhannesson sagði að Framsóknarmenn hefðu ástæðu til að vera ánægðir með kosninga- úrslitin sem sýndu að Framsóknar- flokkurinn væri í öruggri sókn. Hann væri nú orðinn næst stærsti stjórnmálaflokkurinn í þeim eins og á Alþingi. Taldi hann að kosn- ingaúrslitin væru aðvörun til stjórn arflokkanna en um leið ábending til vinstri flokkanna að þoka sér saman í flokk um meginstefnur. Taldi hann að kosningarnar sýndu að stefndi að tveggja flokka bar- áttu milli Framsóknar og Sjálf- stæðismanna. TÖPUÐ ORRUSTA. Að lokum talaði Gils Guðmunds- son foringi Þjóðvarnarflokksins. Hann sagði, að þjóðvarnarmenn y.ðu að horfast i augu við það, að orrusta væri töpuð. Sagði hann að lýðræðissinnaðir vinstri menn j væru í bili. fjær því en áður að lleysa sinn pólitíska vanda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.