Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Þriðjudagur 29. maí 1962.
VISIR
Camfar borKur og b'oKamenn
*í*'ííV******-' ' WM íSI*.
Kf/ít Xlwyílfdsíijíii {.víit ,ifir fV-ítje ^ií/iímiíi.tut'ít, wturtf mMttttm
Ættarskrár
og niijatöl
Ættfræði og persónusaga
hefur verið ríkur þáttur í fræða
störfum íslendinga og hugðar-
efnum þeirra yfir höfuð að tala.
Fjöldi fólks, konur ekki síður
en karlar, ómenntað jafnt sem
menntamenn, kann að rekja
ættir sínar lengur eða skeinur
og kahn meiri eða minni skil á
ættstofnum sem kvíslast hafa
út frá ættlegg þeirra nær og
fjær. í þessu efni hafa íslend?
ingar algerlega sérstöðu um-
fram aðrar þjóðir.
Það er í tilefni af þessu að
hér verður reynt að gefa upp-
lýsingar um ættarskrár og
niðjatöl íslenzkra manna eða
eftir íslendinga, þær sem gefn-
ar hafa verið út sem sjálfstæð
rit, fram til þessa tíma og vitað
er um. Ekkert er þó líklegra
heldur en eitthvað kunni að
hafa orðið Utundan, einkum
með tilliti til þess að sumar
þessara bóka eða bæklinga
hafa verið gefnir út fyrir fá-
mennan hóp og í sárafáum ein-
tökum. Allar viðbótarupplýs-
ingar í þessu efni yrðu því mjög
vel þegnar.
Eftir því sem ég hef komizt
næst eru þau rit, sem einvörð-
ungu eða því sem næst, fjalla
um ættir íslendinga, vera hátt
á fjórða tugnum, prentaðar og
fjölritaðar. Nokkrar þeirra hafa
komið Ut vestan hafs og tvær
hafa verið gefnar út í Dan-
mörku, á dönsku og eftir
danska menn, en fjalla hinsveg-
ar um íslenzka ætt að meira
eða minna leyti.
Fyrstu þrjár ættartölubæk-
urnar, scm gefnar voru út á Is-
landi eru eftir Ólaf ættfræðing
Snóksdalín (1761-1843). Ólaf-
ur þessi var um margt merkur
maður, hneigðist ungur að
stærðfræði og stjörnufræði,
lagði samt stund á garðyrkju
og jarðrækt úti í Danmörku,
en gerðist verzlunarmaður og
bóndi eftir að hann fluttist til
íslands aftur Eftir að heim
kom lagði hann mjög stund á
ættfræði og í Landsbókasafni
er geymt mikið handrit að ætt-
artölubók eftir hann. Er< þrjár
litlar ættartölubækur eftir
hann hafa verið prentaðar, þær
fyrstu í gefnar hafa verið
Ut hér á landi.
Þessar bækur eru:
Ættatal Þorsteins Eyjólfsson-
ar á Mel á Seltjarnarnesi,
Viðej 1832, 16 bls.
Ættartala herra Friðriks
Svendsen kaupmanns i önund-
arfirði, Khöfn 1833, 52 bls. +
1 tafla.
Ættartala sjálfseignarbónda
Péturs Jónssonar og konu
hans Ingibjargar Einarsdóttur.
Rvík 1848, 58 bls.
Úr þvi líða rösklega 30 ár að
næsta ættartala kemur út. HUn
var eftir Bjarna Guðmundsson
-nfræðing,  sem  lengi  var  á
Rosmhvalanesi en siðast á Eyr-
arbakka og Stokkseyri (1829 —
1893). Eftir Bjarna eru til fjöl-
margar ættartölur í handriti,
bæði í einstakra manna eigu
og eins í Landsbókasafni. Að-
eins ein þeirra hefur komið út
á prenti, en það er:
Ættartala Eiríks Ásmunds-
sonar f Grjóta í Reykjavík og
konu hans Halldóru Árnadótt-
ur, Rvík 1880, 16 bls.
Árið 1890 gaf Hannes þjóð-
skjalavörður Þorsteinsson Ut
ættartölu á danskri tungu, er
prentuð var sem handrit. Titill
hennar er:
Grosserer Jens Benedictsens
Stamtavle. Sammenstillét efter
de paalideligste trykte og hand-
skrevne Kilder. Trykt som
manuskript. Rvík 1890, 8 bls.
Skömmu síðar, eða 1893 hófst
Utgáfa á hinu gagnmerka riti
Jóns Þorkelssonar: „Islenzkar
ártíðarskrár eða Obituria Is-
landica með athugasemdum,
XXV ættarskrá og einni rím-
skrá", eins og stendur á titli
bókarinnar. Þetta rit verður ó-
hjákvæmilega að telja meðal
ættartölubóka, enda þótt það
fjalli einnig um rímtöl til
forna. Bókin var gefin Ut í
KhÖfn, og var Utgáfunni lokið
1896, IX + 344 bls. + 25
ættatöflur.
Ártíðaskrár Jóns þjóðskjala-
varðar Þorkelssonar var síðasta
ættartölubókin, sem kom Ut
fyrir alt' mót. Enn líða um 20
ár, en þá kom Ut: Niðjatal Þo'r-
valds Böðvarssonar prests á
Holti undir Eyjafjöllum og
Björns Jónssonar prests i Ból-
staðarhlíð, Rvík 1913, IV + 96
+ 2 bls. Höfundur bókarinnar
var Th. Krabbe.
Árið 1914 kom út vestur á
ísafirði lítill bæklingur, sem
ber nafnið: Föðurætt Ragnhild-
ar Sigurðardóttir(l) ísaf. 1914,
8 bls. Prentað sem handrit.
Höfundar er ekki getið, en fróð-
ir menn telja Iíklegt að Sig-
hvatur Grímsson Borgfirðingur
hafi samið þessa ættartölu.
Sama ár kom Ut: Ættir
Skagfirðinga 1910, 1914. 4 +
VIII + 440 bls. Höfundur var
Pétur Zóphoníasson ættfræð-
ingur. Þetta var fyrsta tölusetta
ættaskráin sem gefin hefur ver-
ið Ut á Islandi og um leið í röð
fyrstu tölusettra bóka, sem hér
hafa verið gefnar Ut. I boðs-
bréfi að áskrift segir að ein-
takafjöldinn sé 350.
Árið 1915 kom Ut „Niðjatal
Gunnlaugs Briems sýslumanns
og Valgerðar konu hans eftir
Eirík Briem og Tryggva Gunn-
arsson, Rvík 1915, 30 bls.
Árið eftir kom Ut Ættartala
barna^Jóns Borgfirðings, Khöfn
1916, 16 bls Um höfund er mér
ekki kunnugt, en bæklingur
þessi var aðeins gefinn út I 25
eintökum.
Eftirtaldar þrjár ættaskrár
'komu Ut á árabilinu 1920-30:
Matthías Þórðarson: Ættar-
skrá Þórðar Sigurðssonar og
Sigríðar Runólfsdóttur á Fiáki-
læk, Rvík 1922. Þetta er sam-
anbrotin tafla, 250x20 cm, og
var gefin Ut í 200 tölusettum
eintökum. Ný Utgáfa af þessari
sömu ættarskrá kom Ut 1947,
einnig í 200 eintökum tölusett-
um.
Ættartala Bergsteins Vigfús-
sonar á Torfastöðum í Fljóts-
hlíð, Rvík 1927, 16 bls. Höfund-
ar er ekki getið, en gizkað hef-
ur verið á að hUn sé eftir
Bjarna Guðmundsson ættfræð-
ing. SU tilgáta hefur þó ekki
fengizt staðfest.
Bjarni Þorsteinsson: Ættar-
skra. Rvík 1930, 491 bls.
Næsta áratug á eftir, þ. e. á
árunum 1930 — 40, voru aðeins
tvær ættatölur gefnar Ut og auk
þess hafin Utgáfan á þeirri
þriðju, Víkingslækjarætt, sem
enn er ólokið við. Þessar bæk-
ur eru:
Guðni Jónsson: Bergsætt,
Niðjatal Bergs hreppsstjóra
Sturlaugssonar i Brattholti,
Rvík 1932, XVI, - 439 bls.
Þetta er fyrsta prentaða ættar-
tölubók dr. Guðna Jónssonar
prófessors, en hann er einn mik
ilvirkasti ættfræðingur sem nú
er uppi, og hafa komið Ut eftir
hann nokkrar ættartölur eða
niðjatöl, ýmist prentuð eða
fjöjxituð svo sem síðar verður
getið.
Jón Gauti Jónsson: Reykja-
hlíðarættin. Niðjatal síra Jóns
Þorsteinssonar í Reykjahlíð.
Rvik 1939, 2 + 122 bls + mynd.
Pétur Zophoníasson: Víkings-
lækjarætt I, 1. —3. hefti og II.
1. hefti. Rvík 1939-43, 576
bls. + 128 myndablaða +
leiðréttingamiða. ' Með fráfalli
höfundarins hætti rit þetta að
koma Ut i miðju kafi og hefur
ekki orðið framhald á Utgáfu
þess síðan.
Eftir 1940 hafa, auk Víkings-
lækjarættar, komið Ut allmarg-
ar ættartölubækur, og þær sem
ég veit um eru þessar:
GuJni Jónsson: Ættartala
Steindórs Gunnarssonar og
systkina hans, Rvík 1941, 64
bls.
Halldór Stefánsson: Aldar-
minning, niðjatal Stefáns prests
Péturssonar og Ragnhildar
Metúsalemsdóttur, Rvík 1945,
56 + 2 bls.
Helgi Kristinsson frá Þóru-
stöðum: Um Egil Steindórsson,
forfeður hans og niðja. Rvík
1950. 13 bls. Þessi bæklingur
var gefinn Ut í 100 eintökum og
þar af voru 25 tölusett
Þura Árnadóttir frá Garði:
Skútustaðaætt. Niðjatal Helga
bónda Ásmundssonar á Skútu-
stöðum, Rvík 1951, 197 bls. +
myndablöð.
Þorvaldur Kolbeins: Ættir
Kristjáns A. Kristjánssonar
kaupmanna frá Suðúreyri og
konu hans Sigríðár H. Jóhann-
esdóttur, Rvík 1952, 124 bls. +
1 "+ myndabla^ð. Á titilblaði
bókarinnar stendur að hUn sé
prentuð sem handrit handa
ættingjum og vinum.
Guðni Jónsson: Apavatn i
Grímsnesi. Saga jarðar og á-
búenda, ásamt ættarskrá hjón-
anna Ingibjargar Ebbu IVIagn-
úsdóttur og Grims Ásmunds-
sonar.  Prentað  sem  handrit
.Vít .-i p,. ,\,i
V.nttt tvtttti <?tlur <\n)
Vfifrtð tVfir urttitf mrtntftitf iirfjtiifru <V<*' /t.VVtti/ímii!i utf <!ttfffiiítt/ii m ttúitt ihh ih<) i /gMía. <>tf-:
ntt) ftt Ht.iri.% tuti ItthJ ttf/tre, ,tb Mmii, *ftt trlhtit tw ií/ irf jjr*' ,tArim fil - /:> iu*ir ttít attrrð, itr/ir ttnfci) £
/titfnr *í tlif.it    \'ltt , fttl ríutUíítar -  t «\iru ,\w ^rttfí,  ttrtir ttH]tttttttttiitn Mufit) tfudíot- Httrftntur u/t-
frtHVtftl tntHttttt ítttufwtw. *ihi srnt Ihttttwjittr AtrsffÍKWutHir tttt Jttttt /VrtrfwtuHir sli>n/in-tirt>tt. -/H-'l'iHfit trfí
/rtWtt'titfi tVrwítttititMttittr tit. /f               -      ¦                                 _^_
ttrtt i fk>tUMti ruf,-íur títtrtruu trttir íttS Httmtiit; ftrftttí /ffttftr ufutft' <v«ÍjfHr fffír ttiVh utW/irtrtu
*>'í»t pttr rrtt ttttitr; trtí ttt) ,i -uHfntíiiHtftt ittii /itttttt tflrt) kJAlp trt/ittnruu/t putut .trttt trtltti rr utt.
Aati/mni/tHÍtl rniÍHríttHttr tltijlitl i ftnnt fCM/ftt
/.  .Kíftr f'M*rílrt! tHMtttttt / S*M}fM/íroi /Jtítfv tV»- /- Jiff
/f.  .fi'íftr ttti/LlrirrM BtMtutt! .......   -   .V-
«».  r'imttrffir.............   tt/
f, .fít/ /.«/>/» riiM.
f,  .Vti&inrít í.ta>f« rHak
. \ .Kfi *'rí«ti'iwr </Mil»tf.'iiiur.
1. .Kff kwttí í.'itfii Miiiif><,
.1,  .KH X'atn^nriia-trálÍKii:
ftiiiin rr ^tltnítj n.'MÍM írt)tVrfí»w«Mtlto.
Ut* aijhté pttmmr Wiw vfH fX>/ nttfr/iuii »rDt ptr tr rotitui <td wnt / ftVit Zujftt) <«) itrrM n>
fitUtt* mtt ám* <jx> fMfjf wo MfM «í nkUriii titf* M *'«.><.
^*mt*^^ttftt>u,^.....»-,,*.»*> /t*.,/............/,....,,,....,..,..,»
'ttHt.it ft/ />.Vt,.(ttt,Htl t .tllt.-ttl.Hi. t>t| Jf.ltll ftt't rkíi tt.trtl fttlHltli.|ttl f.tll-1.1 »>'>ll />.lt rilt l.ttltt
,'t lltft't) ftllftlf.' M/ ftt-MlU. Prllll Jltttl- .>jl ímm) t,tt It-tíllHI. nt> ÍHIM..1 iMtt l'ttt. Mll ftt>i.!H IPIlHM tlitr.t tittl
ítHtttrt ' rltif./u /i.rrrti tftt), .-« fMÍII .-r tt'i irtit /ffrir, t^f rr t-ilTif íti.iVfft.1 rtt .n) mi ih-i*.
/trtjtf lítttr />ta), tn) ftttfrÍH ttrftr tirðtð /Mnjfftlm iwutHttHrthiititiri tn Hiy*fliHf>fitt r.tr tiirtíttr), frí rtf
t.ul/Míf <t« prír fHMrffU tt«H jtrtfar att/tt H/lWf tWl-Vrftifur tK) /trtrtti 0 /jotlu flfrír txfJfltrj/rrHM uttfftfÍJf l»r*.
itA'*r.'StV». 6t/krfirtuii>ttimrtípr^>a^ttkt^i>Mrifl«rHitttxi>nptmm,<tí Jirfr k« »«itt ttt/f /tMw:ö
ti oúWnu |yHr ^'Mti.. 4/jrd>i( ninit.'trvrdB <^t>|r>>U«M> />«»>««« '»uVt»u AJutuitatAi «m iH^rr arm MH>>*><it« w«*«V;-
«t ttfSr »«Mt Huw wntor rtr* Wmriwr htrtM ttpf t ir. tS.W.*
Vtrt tVlitwtítiwr ftnV #t1 t»«i sftlrujf dl*r(<><t<)«r ftrir ,trfr«fiiii BHtt! Wf*u- t^tut>V *^ )>iW«»;
tt.*iiyrlrlHu*^t^tVpit>kríVlVJaU, m ,r HUtt pi k*U ?»»-t> '^"ff^f^J^jS'J^Z
*>«iM iJS^iiW <W*««/^ *t^t»»
rtt>t»r*/>^*t^it>4k^t^'|*r«
|   »»<»»««*« ':¦
Þetta er fyrsta prentað boðsbréf að ættarskrá, sem gefið hefur
verið út hér á landi. Það er að „Ættir Skagfirðinga 1910"
eftir Pétur Zóphaníasson. Útgef^ndi var Bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssonar. í boðsbréfinu eru ýmsar upplýsingar að fá, m. a.
þær, að í bókinni eru raktar ítarlega ættir 763 manna, að hún sé
aðeins gefin út í 350 tölusettum eintökum og að af þeim fari
50 eintök til íslendinga í Ameríku. Bókin er seld á 10 krónur
til áskrifenda, en 15 krónur ella. Boðsbréfið er dagsett í júní
1914 og undirritað af Pétri Halldórssyni (síðar borgarstjóri Reykja-
víkur).
Rvík 1953, 122 bls. Gefið Ut i
aðeins 35 eintökum.
Óskar Einarsson: Staðar-
bræður og Skarðssystur. Niðja-
tal. Rvík 1953, 115 bls.
Á þessu sama ári, 1953 hefst
Utgáfa á hinu mikla ættfræði-
riti síra Einars Jónssonar á
Hofi í Vopnafirði: Ættir Aust-
firðinga. Einar Bjarnason og
Benedikt Gíslason frá Hofteigi
sáu um útgáfuna. I. Rvík 1953,
319 bls. li Rvík 1955, 320-480
bls. III Rvík 1957 481-702
bls. Útgáfa rits þessa mun
sennilega aðeins um það bil
hálfnuð. Ætlað að það komi Ut
í 5 —6 bindum samtals og þar
með verða stærsta ættfræðirit,
sem til þessa hefur verið ráðizt
í útgáfu á.
Sigurður E. Hlíðar: Nokkrar
Arnesingaættir. Ættaskrár og
niðjatal. Rvík, 604 bls. +
mynd.
Haraldur Pétursson: Ágrip
af ættaskrá Asgríms Jónssonar
listmálara, Rvík 1956, 15 bls.
Þetta er sérprentun Ur „Mynd-
um og minningum" og aðeins
gefin Ut í fáum eintökum. í
sambandi við þetta kver skal
þess getið að það var ekki
hugmyndin að gefa hér upp-
talningu á sérprentuðum ætta-
tölum eða ritgerðum um þau
efni né Urtökum Ur prentuðum
ritum um ættfærzlur. Þá má
heita Utilokað að fá upplýsing-
ar um slíka hluti því í fæstum
tilfellum hafa verið sérprentuð
nema öríá eintök af þeim, hæp-
ið að hirt hafi verið um að
koma þeim á söfn og yfirleitt
ekki verið sett í bókaverzlanir.
í nær engum tilfellum eru á
þeim sjálfstæð titilblöð þó þar
sé ættaskrá Ásgríms Jónsson-
ar eftir Harald Pétursson und-
antekning.
(Framh.).
Fengu síld undir Jökli.
I  Margif bátar fengu síld í fyrrinótt
isuður og vestur af Jökli og voru
sumir að veiðum fram á morgun.
> Um og eftir miðnætti fengu
margir bátar síld Ut af Jökli og
má segja, að um nýja síldarhrotu
sé að ræðá, því að síldarafli hef-
ur verið tregur eftir að veður
spilltist vestra fyrir nokkru, og sá
afli sem fékkst eftir það veiddist
sunnan Reykjaness og í Forunum
Ut af Akranesi, en þetta var allt
heldur stopult og menn voru farn-
ir að verða vondaufir um mikla
veiði.
Ekki fleiri
sildartökuskip.
Ekki munu koma fleiri síldar-
tökuskip hingað. Hér var sett sild
í 7 til Utflutnings, en af þeim
komust ekki nema 5 með farminn
til Noregs. Alls var þetta 32.310
... — Síldarbræðslan hafði enga
síld  til  bræðslu  í  nokkra  daga
meðan látið var sitja fyrir að láta
síld í fluntningaskipin, en nú er
byrjað að bræða og næg sild til
bræðslu í nokkra daga.
Nú fer að líða að því að farið
verði að hreinsa itana sem fara
norður, að minnsta kosti þá, sem
hafa verið við veiðar ái þess hlé
yrði milli þorsk- og síldveiða.
f 0 ff. f rost
Tilkynnt hefur verið I Moskvu,
að sovézkir vísindamenn hafi mælt
90° C. frost á Suðurskautslandinu.
Er það mesta frost, sem nokkru
sinni hefur verið mælt á jörðinni.
RUssar segja, að svæði það, þar
sem mæling þessi fór fram á s.l.
ári, hafi verið nokkur hundruð
kílómetra frá pólnum og í 3660
metra hæð yfir sjávarmáli.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16